Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 17
einhver sé við völd erum við í raun- inni að segja að viðkomandi sé vald- aður af hópi fólks og taki ákvarðanir í nafni hans.“ Stjórnarhættir Davíðs voru einn- ig valdaðir af hópi manna sem hann treysti og hann kom fyrir á réttum stöðum í stjórnkerfinu öllu á löng- um valdaferli. En það stenst einnig að þetta fyrirkomulag sé einkenni íslenska klíku- eða kunningjaveldis- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar sérstöðu því hann hefur ríkt 80 prósent tímans frá stofnun lýðveld- isins og haft góða stöðu til þess að treysta valdakerfið með því að valda foringjann með því að manna lykil- stöður með sínu fólki. Þannig hefur Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður flokks- ins, verið forstjóri Landsvirkjunar. Davíð Oddsson er seðlabankastjóri. Baldur Guðlaugsson er ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins. Brynj- ólfur Bjarnason varð forstjóri Símans í einkavæðingarfasa fyrirtækisins. Magnús Gunnarsson er nú stjórn- arformaður Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar. Í Hæstarétti dæmir Jón Steinar Gunnlaugsson. Allir eru þessir menn nákunnugir eða vin- ir utan sem innan flokksstarfsins í Sjálfstæðisflokknum á ýmsum tíma- bilum og flestir þeirra kenndir við Eimreiðarhópinn svonefnda. Aðrir, sem kenndir eru við Eimreiðarhóp- inn úr þeim hópi, eru Geir Haarde, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Þór Whitehead, Kjartan Gunnarsson og Þorsteinn Pálsson. Dæmi úr dómskerfinu Árni Mathiesen fjármálaráðherra og staðgengill flokksbróður síns Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra skipaði Þorstein Davíðsson í stöðu héraðsdómara í desember í fyrra. Þorsteinn Davíðsson er son- ur Davíðs Oddssonar. Umsækjend- ur, sem metnir voru mun hæfari en Þorsteinn, gerðu formlegar athuga- semdir og skutu máli sínu til um- boðsmanns Alþingis. Pétur Kr. Haf- stein, formaður dómnefndar sem metur hæfni umsækjendanna, gerði einnig formlegar athugasemdir við stöðuveitinguna. Pétur er sonur Jóhanns Hafstein, fyrrverandi for- manns Sjálfstæðisflokksins og ráð- herra. Sjálfstæðismaðurinn Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, skipaði formannssoninn Pétur Kr. Hafstein sýslumann í Ísa- fjarðarsýslu 1983 og tók hann fram fyrir reyndari umsækjendur. Þess má geta að eiginkona Árna Mathiesen er dóttir Friðjóns Þórðarsonar. Þegar sjálfstæðismaðurinn Þor- steinn Pálsson ritstjóri var dóms- málaráðherra skipaði hann Pétur Kr. hæstaréttardómara árið 1991, en rit- að hefur verið að Þorsteinn hafi þar verið að umbuna Pétri fyrir stuðning í baráttunni við Davíð Oddsson um formennsku í Sjálfstæðisflokknum skömmu áður. Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson, góðvin Davíðs Oddssonar, í embætti hæstaréttardómara 29. september árið 2004 en Geir var þá fjármála- ráðherra. Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Dav- íðs Oddssonar, hæstaréttardómara 1. september 2003. Ákvörðun Björns þótti geðþóttaleg og sætti gagnrýni. Hér skal áréttað að allir ofangreindir eru sjálfstæðismenn. Hjördís Hákonardóttir, einn um- sækjendanna á móti Ólafi Berki, skaut málinu til kærunefndar um jafnréttismál. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk. Í raun varð ríkið að greiða Hjördísi bætur fyrir embætt- isglöp Björns með því að semja við hana um ársleyfi á launum síðla árs 2005. Vorið 2006 neyddist Björn til þess að víkja sæti þegar Hjördís sótti enn á ný um embætti hæstaréttar- dómara. Í það skipti kom í hlut Geirs H. Haarde, setts dómsmálaráðherra, að skipa Hjördísi í embætti dómara við Hæstarétt. Enn hefur umboðsmaður Alþing- is, brjóstvörn almennings gagnvart stjórnvaldinu, ekki komist að niður- stöðu um það hvort embættisveitng Árna Mathiesen var lögmæt er hann skipaði Þorstein Davíðsson. Ógnaði umboðsmanni Í átökum um fjölmiðlafrumvarpið í maí 2004 gegndi Davíð Oddsson for- sætisráðherra embætti dómsmála- ráðherra í fjarveru Björns Bjarna- sonar. Hann fékk um þetta leyti í hendur álit Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, um skip- an Björns Bjarnasonar á Ólafi Berki Þorvaldssyni, frænda Davíðs, í emb- ætti hæstaréttardómara. Davíð er sagður hafa mislíkað niðurstaða umboðsmanns og haft í hótunum við hann í símtali. Tryggvi lýsti því svo við trúnaðarmenn sína að Davíð hefði hótað að endurnýja ekki við hann ráðningarsamning enda gengi hann erinda annarra umsækjenda. Var Tryggva brugðið eftir símtalið og íhugaði að tilkynna málið til Alþingis. Málið var litið mjög alvarlegum augum enda er embætti umboðs- manns ein helsta brjóstvörn al- mennings gagnvart stjórnvaldinu eins og áður segir og heyrir beint undir Alþingi en ekki framkvæmda- valdið. „Þetta er miklu alvarlegra en að taka höfund Bláu handarinnar, Hallgrím Helgason, á teppið. Það er óhjákvæmilegt að taka málið upp á vettvangi Alþingis. Þingið verður að verja sjálfstæði sitt og eftirlitsstofn- ana sinna,“ sagði Helgi Hjörvar í umræðum um málið á Alþingi. Umbun, tyftun og leynd Með því að hreiðra um sig í emb- ættiskerfinu er hægt að nota skatt- fé landsmanna til þess að umbuna flokkshollum mönnum með stöðu- veitingum. Það að sínu leyti styrkir völd flokksins til lengri tíma. Hver það verður, sem hreppir lykilstöðu í dómskerfinu, virðist einungis háð því hvaða flokkshollir menn eða aðrir úr vinahópi eða frændgarði flokksforystunnar sækja um stöð- ur og hvernig vindarnir blása innan flokksins hverju sinni. Valdinu yfir ríkinu og embætt- ismannakerfinu er líka hægt að beita til að refsa óhlýðnum mönn- um sem ekki vilja ganga í takt. Þeir fá ekki verkefnin, störfin eða emb- ættin. Þeir tala ekki fúslega Upp úr miðri síðustu öld gaf franski lögfræðingurinn og stjórnmála- fræðingurinn Maurice Duverger út merka bók um niðurstöður rann- sókna sinna á stjórnmálaflokkum. Í formála bókarinnar segir á einum stað: „Tilvistin innan flokksins er vís- vitandi sveipuð dulúð. Það er ekki auðvelt að afla nákvæmra gagna um stjórnmálaflokka, ekki einu sinni um undirstöðuatriði. Þetta er líkt og að vera ofurseldur frumstæðum regl- um þar sem launung ríkir um lög og helgisiði og hinir innvígðu halda þeim kirfilega leyndum fyrir þeim sem ekki hafa þann sess. Aðeins gamalreyndir varðmenn hafa nauð- synlega vitneskju um hvað er á seyði innan flokksins og um slóttugt leyni- makk sem þar fer fram. Þessir menn hafa á hinn bóginn sjaldan til að bera þá vísindalegu hugsun sem ger- ir þeim kleift að halda nauðsynlega hlutlægni. Og þeir tala ekki fúslega.“ Litlu er við orð Duvergers að bæta. FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2008 17Helgarblað SKÓSVEINAR OG DROTTNANDI AGAVALD Davíð Oddsson „...erfitt að láta sér lynda, að jafnósvífinn og ómerkilegur pólitískur kjaftaskur um tuttugu ára skeið skuli taka við þessu embætti.“ (Davíð um Ólaf Ragnar) „Þegar við höfðum af- greitt ávirðingar mín- ar og Morgunblaðsins sagðist Davíð hafa tek- ið sjö mínútna kast, en nú væri því lokið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.