Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 32
Föstudagur 28. nóvember 200832 Helgarblað
I
ngibjörg Sólrún tók daginn snemma, fór
á fundi og er á ríkisstjórnarfundi þegar ég
banka upp á á heimili hennar. Glæsilegur
ungur maður kemur til dyra og býður mér
inn. Þetta er annar sonurinn á heimilinu
að læra á náttbuxunum. „Ég þori varla að segja
það en ég er að læra hagfræði,“ segir hann bros-
andi og spyr hvort það megi færa mér eitthvað á
meðan ég bíð.
Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður utan-
ríkisráðherra, kemur heim. Hann er að undirbúa
ferð út á land til að lesa upp og kynna nýja bók
sína „Apakóngur á Silkiveginum“. Dyrnar opnast
með látum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur
inn. „Þarna kemur hún. Hurðaskellir er mættur,“
segir Hjörleifur glaðlega. Hann hefur líka ýmis-
legt að gleðjast yfir núna. Hann fékk jú símtal til
Kína um að eiginkonan væri með æxli við heila og
fylgdist með henni í aðgerðinni í Bandaríkjunum.
En allt fór vel eins og íslenska þjóðin veit.
Veruleikinn ýktari en lygasaga
Ef þú hefðir lesið bók eða horft á kvikmynd um
þjóð sem allt í einu kæmist í þrot, þrír helstu
bankarnir sigldu í strand, orðspor í útlöndum
skaðaðist og hryðjuverkalög sett á landið af fyrr-
verandi vinaþjóð, utanríkisráðherrann erlendis
í uppskurði á höfði, forsetinn á spítala í hjarta-
þræðingu, einn seðlabankastjóra í veikindaleyfi
af álagi, stór hluti þjóðarinnar í losti, börn að
fæðast með milljónaskuldir á bakinu – hefðir þú
ekki farið út í hléi á þessari ýktu mynd eða lokað
ýktu bókinni?
„Jú, en það er svo oft þannig að veruleikinn er
miklu ýktari en lygasagan. Maður hefur oft rekið
sig á það að ef veruleikinn væri settur í skáldsögu
myndi enginn leggja trúnað á það sem sagt væri.
Það er ekki hægt að ramma hann inn í þröngt
skáldsöguform. Þetta eru ótrúlegir tímar sem við
lifum núna, sérkennilegir og eiginlega engu líkir
sem maður hefur áður kynnst og svo ójóst enn
hvað út úr þessu kemur. Það er mikill óróleiki, ótti
og reiði og það skiptir miklu máli við þessar að-
stæður að fólk láti ekki óttann ná tökum á sér. Mér
verður þessa dagana oft hugsað til kvikmyndar
eftir Fassbinder sem heitir ,,Óttinn étur sálina“.
Óttinn er hættuleg skepna. Þegar hann nær yfir-
höndinni missir fólk tökin á lífi sínu, sjálfsmynd-
in veikist og fólk tekur órökréttar ákvarðanir sem
það hefði aldrei tekið undir eðlilegum kringum-
stæðum. Það má aldrei ala á ótta fólks.“
Verum kjarkmikil,
trúum á framtíðina
„Það eru margir kostir við þetta fámennissam-
félag okkar eins og til dæmis að fjarlægðir milli
fólks eru litlar og það er auðvelt að koma boðum
til allra á skömmum tíma. Við getum öll samein-
ast um að láta gott af okkur leiða þegar á þarf að
halda. En ókosturinn er líka sá að við getum öll
farið saman í niðursveiflu og látið bölmóðinn ná
tökum á okkur á sama tíma. Hin neikvæðu skila-
boð mega ekki verða allsráðandi í samfélaginu.
Við þurfum svo á því að halda að vera kjarkmikil
og trúa á framtíðina.“
mánudagurinn 29.september
Hvernig var 29.september 2008?
„Hann var mjög sérkennilegur mánudagur-
inn þegar allt þetta hófst. Glitnir féll, sem hafði
dómínóáhrif í öllu fjármálakerfinu og mark-
aði upphafið að falli þess, og þennan sama dag
gekkst ég undir uppskurð í New York. Á sjúkra-
húsinu nóttina fyrir aðgerð var ég að senda
sms-skilaboð til ráðherra sem ég vissi að þjón-
aði kannski litlum tilgangi, en ég þurfti að friða
sjálfa mig. Auðvitað gat ég litlu breytt á þessum
stað og þessari stundu.
Ég fann fyrir fyrstu einkennum um veikindin
á mánudeginum á undan. Og það var merkilegt
að þegar mér var sagt frá því að ég hefði greinst
með æxli við heilann og ég þyrfti að fara í aðgerð
upplifði ég það ekki sem áfall og ég hafði ekki af
þessu mjög þungar áhyggjur. Það er bara þannig
að fjöldi manna greinist með heilaæxli á hverju
ári, það sýnir bara tölfræðin og því ekki ég eins
og hver annar? Ég átti engan
rétt á því að standa utan
tölfræðinnar. Það var
heldur engin ástæða
til að ætla annað en
ég kæmist til góðrar
heilsu. Þetta gerði
ekki boð á undan
sér og ég varð ein-
faldlega að sætta
mig við þetta.
En það sem
gerðist í fjár-
málakerfinu
gerði boð á
undan sér
og þess
vegna er
kannski
erfiðara
að sætta
sig við
það. Við
höfum í
sjálfu sér
vitað lengi
að við bjuggum við mjög stórt fjármálakerfi sem
gæti reynst erfitt að verja. Seðlabankinn hafði
ekki nógu stóran gjaldeyrisvarasjóð til að verja
bankana – og það var vitað að ef gert yrði áhlaup
á bankana væri hætta á ferðum. Í opinberri um-
ræðu hefur ekki verið talað um annað á þessu ári
en hættu á áhlaupi á bankana okkar, sem gæti
m.a gerst út af neikvæðu eða óvarlegu umtali. Ef
bankar geta ekki endurfjármagnað sig riða þeir
til falls. Þetta var vitað en það sem við ekki viss-
um fyrr en núna var hve bankarnir fóru óvarlega
í sínum útlánum. Þeir voru miklir glannar í sinni
útlánastarfsemi. Það er alltaf að koma betur og
betur í ljós.“
með rennilás á hnakkanum
Voru veikindi þín vegna ofurálags?
„Nei, þetta er barnaæxli, fornt og friðsælt,
sem hefur jafnvel vaxið þarna í áratugi. Mér
finnst eftir á að hyggja að ég hafi fundið fyrir
einkennum fyrir 30 árum en annars hef ég ekki
fundið fyrir einu eða neinu og fæ aldrei höfuð-
verk. En svo náði æxlið ákveðinni stærð og það
hindraði að heilavökvinn flæddi hindrunarlaust
milli vökvahólfa heilans. Afleiðingarnar eru að
maður verður eins og sjóveikur. Og ef flæðið
stöðvast deyr maður. Það varð því að skera æxl-
ið burt. Það var ekki hægt að fjarlægja allt æxlið
en þar sem það vex svo hægt má það sem eftir
er kannski alveg vera þarna. En ég fór í viðbótar-
aðgerð eftir að ég kom heim því vökvaflæðið var
ekki orðið nógu gott en núna virðist allt vera eins
og það á að vera.
Eftir aðgerðina í New York var eins og ég væri
með rennilás á hnakkanum. Þegar það bættist
svo við að ég mátti ekki þvo mér um hárið í hálfan
mánuð eftir aðgerð var ekki um annað að ræða
en að vera með húfu. Ástæðan var sem sagt sú
að ég var með svo skítugt hár að ég varð að vera
með húfu þegar ég kom fram á opinberum vett-
vangi í Bandaríkjunum. Þetta er nokkuð skond-
ið. En hér heima má maður fara strax í sturtu
eftir aðgerð. Það er hreinleiki vatnsins sem veld-
ur. Svona er gæðavatnið sem við eigum.“
Þegar þú lást á spítalnaum í New York end-
urskoðaðir þú þá lífið og hugsaðir þú um hvort
þessi pólitík væri þess virði að fórna heilsunni
fyrir?
„Ég tengdi þetta aldrei vinnuálagi eða streitu.
Engu að síður hlýtur maður að velta því fyrir
sér þegar maður fær svona aðvörun, sem þetta
óneitanlega er, hvernig maður vilji verja lífi sínu,
í hvað kröftunum er best varið og hvernig maður
geti aukið gæðin í því lífi sem maður á ólifað. Það
verður áleitin spurning.“
get misboðið sjálfri mér aftur
Og hefurðu breytt einhverju í lífi þínu?
„Maður er alltaf fullur af góðum fyrirætlun-
um. En mér gengur verr að standa við þær. Nú
get ég misboðið sjálfri mér eins og ég gat áður
– ég er að verða heil heilsu.“ Ingibjörg skellihlær
og það er ekki á henni að sjá að henni hafi orðið
misdægurt.
,,Þetta er sagt með vissum fyrirvörum. Mér
hefur gengið vel að ná þreki, en ég get merkt það
að ég hef nýlega farið í gegnum veikindi. Hugs-
unin í veikindum snýst um það fólk sem stend-
ur manni næst. Maður finnur meiri þörf fyrir
að verja meiri tíma með því fólki og njóta betur
hvunndagsins, því það er þar sem lífsgæðin er að
finna og þar er hamingjan. Málið er að lifa hvern
dag til fulls. Stóru stundirnar skila manni ekki
lífshamingju heldur þetta hvunndagslíf.“
fylgdist með úr fjarlægð
Hvernig var að liggja þarna og vita hvað var að
gerast heima?
„Ég varð einfaldlega að aftengja. Ég reyndi
að takmarka tengingarnar heim og talaði bara
seinni part dags við Össur og forsætisráðherra,
Skúla framkvæmdastjóra flokksins og Kristrúnu
aðstoðarkonu mína. En það er allt annað að fylgj-
ast með úr fjarlægð. Maður getur verið upplýstur
en ekki verið með tilfinninguna í puttunum.“
Hefðu hlutirnir farið öðruvísi ef þú hefðir ekki
veikst heldur verið á staðnum?
„Nei, það er engin ástæða til að ætla það. Það
voru allir að gera sitt besta – auðvitað eru teknar
einhverjar rangar ákvarðanir við svona aðstæð-
ur þegar svona hratt er unnið. En það hefði get-
að orðið mjög afdrifaríkt að taka ekki ákvarðanir.
Þetta varð að gerast hratt, það voru allir í kapp-
hlaupi við tímann.“
heimkoman
Þín var beðið og margir töldu að hlutirnir færu
loks að lagast þegar þú kæmir heim og til starfa
aftur. Fannstu vel þessar væntingar fólks til þín?
„Já. ég fann þær mjög vel og auðvitað þykir
mér vænt um að finna að fólk hafi væntingar
og geri til mín kröfur en það er líka erfitt að
eiga að uppfylla þær. Það eru takmörk fyrir því
hvað ein manneskja getur gert. Maður verð-
ur bara að treysta á dómgreind sína og innsæi
og gera sitt besta og svo verður það að ráðast
hvort fólk er sátt við mann eða ekki. Maður
má ekki taka ákvörðun til þess
eins að þóknast.“
úrræðin
Úrræðin, sem ríkisstjórnin hefur
gripið til, duga þau eitthvað fyrir fólk með mynt-
körfulán og önnur lán, nú þegar laun lækka, at-
vinna minnkar og bílar og íbúðir seljast ekki?
„Það er mjög mikilvægt að þær aðgerð-
ir sem gripið er til dugi til að komið verði í veg
fyrir það að stórir hópar venjulegs fólks lendi í
þrengingum og gjaldþroti. En aðgerðirnar geta
aldrei bjargað öllum. Því það eru líka hópar sem
stóðu illa áður en að þessari kreppu kom – sumir
höfðu farið of geyst, bæði einstaklingar og fyrir-
tæki. Það var allt of hratt keyrt á mörgum svið-
um. Og það verðum við að horfast í augu við.
En við verðum að sjá til þess að þorri fólks kom-
ist í gegnum þetta án stórfelldra áfalla. Það þarf
margvíslegar aðgerðir. Til dæmis skiptir máli að
nú hefur verið ákveðið að ekki megi taka af fólki
barnabætur ef það skuldar opinber gjöld. Og að
ekki megi taka af fólki vaxtabætur ef það skuld-
ar afborganir hjá Íbúðalánsjóði og ef fólk skuld-
ar skatta megi ekki taka stóran hluta af launum
þess upp í þær skuldir. Þó fólk sé skuldugt þarf
það að hafa nóg sér til lífsviðurværis. Og það þarf
að lækka dráttarvexti og innheimtukostnað því
hvort tveggja er fljótt að hlaðast ofan á skuldir.
Þessar aðgerðir skipta allar máli. Þá þarf að fella
niður stimpilgjöld og önnur gjöld sem fylgja lán-
tökum ef fólk þarf að skuldbreyta og ákveðið
hefur verið að breyta viðmiðun í vísitöluútreikn-
ingum til að létta undir með fólki. Það liggur fyr-
ir frumvarp um þetta á Alþingi sem á að létta
greiðslubyrði verðtryggðra lána um 10-20%.
Það má hugsa sér að ganga lengra í þeim efn-
um í sambandi við verðtryggingu – en munum
samt að einhver verður að borga – ef við fryst-
um verðtrygginguna fellur kostnaðurinn á ríkis-
sjóð og þar með á skattgeiðendur. Það sem fell-
ur á lífeyrissjóðina verða sjóðsfélagarnir að bera
í formi lægri eftirlauna þegar þeir hætta á vinnu-
markaði. Við höfum séð þetta gerast áður; lífeyr-
issjóðirnir brunnu upp í verðbólgunni á 8. og 9.
áratugnum og fólkið sem hafði lagt sparnað sinn
í sjóðina fékk smáaura þegar það fór á etirlaun.
Á endanum snýst þetta um það hvernig við deil-
um þeim byrðum sem kreppan leggur á fólkið í
landinu.“
reiði fólks
En margir eru reiðir, vilja ekki bera þessar byrðar
sem þeir eiga ekki sök á. Er hægt að virkja reið-
ina?
„Já já, reiðin getur verið göfug og réttlát til-
finning ef hún stjórnar ekki öllum athöfnum
manns. Og reiðin getur verið mikilvæg til að
ná fram ákveðnum breytingum. Krafa fólks um
ákveðnari upplýsingamiðlun er eðlileg. Það er
greinileg krafa í þjóðfélaginu um að öll spilin
séu lögð á borðið og öll sagan sé sögð. Þess er
líka krafist að það sé farið að settum leikregl-
um sem gildi um alla jafnt en hér ríki ekki fyr-
irgreiðslupólitík. Fólk vill ekki samfélag einka-
vinavæðingar. Það er verið að skora það á hólm.
Þetta eru allt hollar og nauðsynlegar kröfur. Lag
er nú til að bæta alla þessa hluti í íslensku sam-
félagi. En það þarf að segja alla söguna eins og
hún er og stundum ofmetur fólk hvað stjórn-
málamenn vita. Fólk kallar eftir upplýsingum
frá okkur en við erum rétt eins og annað fólk
og gengur stundum illa að ná utan um upplýs-
ingaflæðið. Og okkur getur líka gengið illa að
sjá í moldviðrinu hvað raunverulega gerðist. Til
að geta það þurfum við aðeins að leyfa mesta
óveðrinu að slota.“
Já, en þá óttast margir að hægt verði að koma
sönnunargögnum undan og fela slóðina.„,Við
erum að reyna að gera það sem í okkar valdi
stendur til að koma í veg fyrir að menn geti fal-
ið slóð sína; virt alþjóðleg endurskoðendafyr-
irtæki eru í starfi með skilanefndum bankanna
við að tryggja að ekki sé verið að stinga eignum
undan. Fyrrum forstjóri finnska fjármálaeftir-
litsins er kominn í starf við að skoða allt reglu-
verkið sem unnið er eftir í eftirliti með fjármála-
markaðnum. Og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
er gerð krafa um að allt sé gert með gagnsæjum
hætti og í samræmi við alþjóðlega viðurkennd-
ar vinnureglur. Við höfum aðhald að utan. Og
fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um rann-
sóknarnefnd sem fær víðtækt umboð til að velta
við hverjum steini. Hún hefur aðgang að öllum
trúnaðarupplýsingum og allir sem hún kallar
fyrir sig verða að mæta og gefa vitnisburð. Ég
fullyrði að þetta er tímamótafrumvarp og loks-
ins er gamalt baráttumál Samfylkingarinnar um
slíkar rannsóknarnefndir að verða að veruleika.
Samfylkingin hefur alls engan hag af því að ein-
hverju sé haldið leyndu – þvert á móti. Við kom-
um í ríkisstjórn fyrir 18 mánuðum. Og tókum við
þessu kerfi og það er okkur mikilvægt að þetta sé
allt skoðað og að við Íslendingar lærum af þess-
ari reynslu.“
Helgarviðtalið
Sigríður ArnArdóttir sirryarnar@gmail.com
Það er ekki hægt að láta allt snúast um
davíð Ingibjörg svarar því hvernig hægt sé
að sitja í stjórn sem standi vörð um davíð
miðað við alla þá gagnrýni sem er á
seðlabankastjóra í samfylkingunni.