Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 80
Föstudagur 28. nóvember 200880 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is í í Guðmundur Jóelsson löggiltur endursKoðandi Guðmundur fædd- ist í Reykjavík en ólst upp í Garði og Sandgerði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1965, stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst og lauk það- an prófum 1967, hóf nám í endurskoðun haustið 1969 hjá Geir Geirssyni, lögg. end- urskoðanda, og hlaut löggildingu sem end- urskoðandi vorið 1975. Guðmundur var skrifstofumað- ur hjá Olíufélaginu hf. 1967-68, skrifstofumaður hjá Ríkisábyrgða- sjóði 1969, starfaði á endurskoð- unarskrifstofu SÍS 1969-74 og var við bókhalds- og endurskoðun- arstörf hjá Bókhaldsþjónustunni Bergi hf. á Egilsstöðum 1975. Guðmundur hóf rekstur eigin endurskoðunarskrifstofu í október 1975. Hann er nú einn af eigend- um endurskoðunarskrifstofunnar BÓKUN sf., Hamraborg 1, í Kópa- vogi. Guðmundur átti heima í Garði og Sandgerði til 1967, í Reykjavík 1967-74, á Egilsstöðum 1975 en hefur búið í Kópavogi frá haustinu 1975. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 11.11. 1978 Önnu Margréti Gunnarsdóttur, f. 20.4. 1950, kennara. Hún er dótt- ir Gunnars Þ. Þorsteinssonar, f. 11.5. 1918, d. 2008, rennismiðs frá Litluhlíð á Barðaströnd, og Ástu S. Sigmundsdóttur, f. 22.8. 1917, verslunarmanns og húsmóður frá Ísafirði. Börn Guðmundar og Önnu Margrétar eru Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1978, starfsmaður Bakkavarar í London; Erla Dögg Guðmundsdóttir, f. 24.8. 1981, í MA-námi í Kaupmanna- höfn; Aldís, f. 18.12. 1985, nemi í íþróttafræðum við HR. Fósturbróðir Guðmundar er Axel Jónsson, f. 5.3. 1950, veitinga- maður í Keflavík. Hálfsystkini Guð- mundar eru Vignir Jónsson, f. 5.5. 1956, kennari í Reykjavík; Þorsteinn Jónsson, f. 4.1. 1958, þjónn og listamaður í Keflavík; Íris Jóns- dóttir, f. 25.3. 1963, myndlistarmaður í Keflavík. Foreldrar Guð- mundar: Jóel Örn Ingimarsson, f. 15.8. 1926, húsgagna- bólstrari í Reykjavík, og Bergþóra Þorbergsdóttir, f. 1.5. 1925, d. 2008, húsmóðir í Keflavík. Fósturfaðir Guðmundar frá því Guðmundur var fimm ára var Jón Axelsson, f. 14.6. 1922, d,. 2003, kaupmaður í Sandgerði og Kefla- vík. Ætt Foreldrar Jóels Arnar voru Guðjón Ingimar Jónsson frá Drangsnesi, oft kenndur við Bólsturgerðina í Reykjavík, og k.h., Elín Jóelsdóttir frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. For- eldrar Guðjóns Ingimars voru Jón Jónsson, barnakennari frá Tuma- koti í Vogum á Vatnsleysuströnd og k.h., Anna Sigríður Árnadóttir, ætt- uð úr Strandasýslu. Foreldrar Elín- ar voru Jóel Jóhannesson frá Múla og k.h., Pálína Þórunn Guðmunds- dóttir frá Stóra-Fljóti. Foreldrar Bergþóru voru Þor- bergur Guðmundsson frá Valda- stöðum í Kjós, skipstjóri og út- gerðarmaður í Garðinum (gjarnan nefndur Bergur á Jaðri) og k.h., Ingibjörg Katrín Guðmundsdótt- ir frá Hvammsvík í Kjós. Foreldrar Þorbergs voru Guðmundur Svein- björnsson frá Bygggarði á Seltjarn- arnesi, b. á Valdastöðum í Kjós, og Katrín Jakobsdóttir frá Valdastöð- um í Kjós. Foreldrar Ingibjargar Katrínar voru Guðmundur Guð- mundsson frá Hvítanesi í Kjós og Jakobína Jakobsdóttir frá Valda- stöðum í Kjós. Guðmundur er að heiman á af- mælisdaginn. 60 ára á sunnudag Sigurður Valur Sigurðsson verKeFnastjóri hjá iceland express Sigurður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla, lauk stúdentsprófi frá FV árið 2000, var eitt ár í Kólumbíu semsjálfboðaliði á vegum AUS, stund- aði spænskunám á Spáni og lauk BS- prófi í ferðamála- fræði frá HÍ 2004. Sigurður vann við landanir hjá HB og Co á unglingsárunum, starf- aði hjá Íslenska járnblendifélaginu, starfaði hjá Katla Travel Þýskalandi í tæp þrjú ár en hóf störf hjá Ice- land Express hér á landi 2007. Sigurður keppti í knattspyrnu með ÍA á æsku- og unglingsárun- um og sat í stjórn Nemendafélags FV. Fjölskylda Alsystkini Sigurðar eru Hallur Sigurðsson, f. 30.7. 1976, nemi í Dan- mörku; Sólveig Sig- urðardóttir, f. 20.3. 1984, nemi í félags- fræði við HÍ. Hálfsystkini Sig- urðar, sammæðra, er Kári Víkingur Sturlaugsson, f. 2.7. 1990, starfsmað- ur við fiskvinnslu á Höfn í Hornafirði; Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir, f. 10.10. 1992, nemi við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Hálfsystir Sigurðar, samfeðra, er Heiðrún Anna Sigurðardóttir, f. 15.9. 1994, grunnskólanemi. Foreldrar Sigurðar eru Sigurð- ur Sigurðsson, f. 1.9. 1954, fram- kvæmdastjóri Fangs á Grundar- tanga, og Jóhanna Hallsdóttir, f. 21.9. 1956, fjármálastjóri Land- mælinga Íslands á Akranesi. Sigurður fagnar deginum með vinum og vandamönnum. 30 ára á föstudag 60 ára á sunnudag AnnA SVAnhildur BJörnSdóttir ljóðsKáld og Kennari Anna Svanhildur fæddist í Reykjavík. Hún var í Laugarnesskólanum 1959- 63 og lauk almennu kennaraprófi frá KÍ 1969. Anna var kennari á árunum1969- 2008, auk þess að vera skólastjóri á Lýsuhóli í Staðarsveit 1974-75 og á Broddanesi 1988-90. Hún kenndi lengst af við Hólabrekkuskóla en auk þess við Hamraskóla, Breiðholtsskóla og á Húsavík. Anna hefur gefið út ljóðabæk- urnar Örugglega ég, 1988; Strendur, 1990; Blíða myrkur, 1991; Skilurðu steinhjartað, 1993; Í englakaffi hjá mömmu; 1996; Hægur söngur í daln- um, 1998; Meðan sól er enn á lofti, 2001; Mens solen stadig er fremme, 2003; Yfir hæðina, 2004; Á blágræn- um fleti, 2005; By the Seeside, 2006; Currents, 2007 og Virkelig mig, 2008. Anna var pistlahöfundur fyrir Vik- una árin 1993-95. Fjölskylda Eiginmaður Önnu var Einar Aðal- steinsson, f. á Akureyri 19.7. 1941, d. 9.7. 1998, tæknifræðingur, ættaður frá Eyrarlandi við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Ólöf Friðriksdóttir hjúkr- unarfræðingur og Aðalsteinn Ólafur Einarsson, gjaldkeri Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri. Börn Önnu og Einars eru Sólveig Krista, f. 14.2. 1980, líffræðikennari við MR en maður hennar er Magn- ús Sveinsson flugumferðarstjóri og eru synir þeirra Einar Ernir og Tómas Vigur; Einar Hlér, f. 23.6. 1982, nemi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands. Synir Önnu frá fyrra hjónabandi, með Erni Ásbjarnarsyni, eru Ásbjörn Sírnir, f. 19.9. 1970, starfsmaður hjá Orkuveitunni, kvæntur Kolbrúnu Júlíu Erlendsdóttur ferðafræðingi og eru dætur þeirra Malena Sif og Anna Lilja; Starkaður Örn, f. 16.8. 1972, verkefnastjóri hjá Skýrr en kona hans er Aðalheiður Kristinsdóttir rekstr- arfræðingur og er sonur þeirra Valur Kristinn. Börn Einars frá því áður eru Aðal- steinn Einarsson, f. 29.9. 1965, óperu- söngvari og tæknifræðingur í Banda- ríkjunum en kona hans er Emi Uda og er sonur þeirra Alexander; Kristín Erla Einarsdóttir, f. 25.10. 1969, raf- magnsverkfræðingur í Hafnarfirði en börn hennar eru Elva Katrín og Heið- ar Logi. Systkini Önnu eru Ragnhildur, f. 6.7. 1947, d. 5.5. 1998, hjúkrun- arfræðingur, var gift Gunnari Inga Gunnarssyni og eignuðust þau þrjár dætur en þau skildu; Birna Salóme, f. 12.1. 1955, lögfræðingur og aðstoð- ardeidarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík en dóttir hennar er Mar- grét Malena Magnúsdóttir; Björn S. Björnsson, f. 31.5. 1957, deildarstjóri hjá Íslenskri getspá, kvæntur Lauf- eyju Kristinsdóttir og eru börn þeirra Anna Margrét og Björn Magnús. Foreldrar Önnu voru hjónin Björn M. Björnsson, aðalbókari hjá SÍF, og Hulda Margrét Kristjánsdóttir kjóla- meistari. Þau eru bæði látin. Ætt Björn var sonur Björns, trygginga- starfsmanns í Haugasundi Sigur- björnssonar, sjómanns í Hrísey, hálf- bróður Kristjönu Guðnýjar, móður Benedikts Sveinssonar alþm., föður Bjarna forsætisráðherra, föður Björns dómsmálaráðherra og Valgerðar vþm.. Benedikt var einnig faðir Pét- urs alþm. og sendiherra, afi Halldórs Blöndal, fyrrv. ráðherra og alþingis- forseta, og langafi Bjarna Benedikts- sonar alþm.. Sigurbjörn var sonur Sig- urðar, b. á Skarði og Hálsi í Fnjóskadal og víðar Kristjánssonar. Móðir Björns tryggingastarfsmanns var Guðbjörg Jónasdóttir. Móðir Björns aðalbókara var Ma- lena Hope, dóttir Jóhannesar Hope, sjómanns á Hörðalandi, og k.h., Önnu Hope. Hulda var dóttir Kristjáns, verka- manns í Reykjavík Guðmundssonar. Móðir Huldu var Ragnhildur Þórð- ardóttir, b. í Garðakoti í Mýrdal Sig- urðssonar, b. á Brekkum Þórðarson- ar, prófasts í Fagradal Brynjólfssonar. Móðir Ragnhildar var Guðrún Finns- dóttir, b. í Garðakoti Þorsteinsson- ar, smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýr- dal Eyjólfssonar. Móðir Guðrúnar var Ólöf Vigfúsdóttir Scheving, stúdents á Hellum í Mýrdal Jónssonar, guðfræð- ings og klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfús- sonar. Móðir Vigfúsar var Þórunn Hannesdóttir Scevings, sýslumanns á Munkaþverá, og k.h., Jórunnar Steinsdóttur, biskups á Hólum Jóns- sonar. Móðir Ólafar var Sesselja Þórð- ardóttir Thorlaciusar, klausturhaldara Þykkvabæjarklausturs Brynjólfsson- ar Thorlaciusar, sýslumanns á Hlíð- arenda Þórðarsonar, biskups í Skál- holti Þorlákssonar, biskups á Hólum Skúlasonar. Móðir Þorláks var Stein- unn Guðbrandsdóttir, biskups á Hól- um Þorlákssonar. Móðir Sesselju var Kristín Sigurðardóttir, sýslumanns í Saurbæ á Kjalarnesi Sigurðssonar, lögmanns í Saurbæ Björnssonar. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.