Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 36
„Jólalínan okkar verður í anda sjötta áratugarins,“ segir María. Hún byrjaði á því að nota gott ra- kakrem á húðina á Anítu og það sem kallast prep+prime skin til að jafna út húðlitinn. „Síðan notast ég við Select cover up-hyljara sem ég setti á bursta til að fá sem léttustu aðferð- ina. Því næst bar ég á hana Studio Fix Fluid sem er æðislegur farði. Maður getur stjórnað því vel hversu mikið maður vill hafa af honum og húðin fær rosalega fallega áferð.“ Eftir að hafa dreift vel og jafnt úr farðanum notaðist María við Gold- en-sólarpúður. „Sólarpúðrið nota ég til að skyggja undir kinnbeinin. Síð- an notaði ég kinnalit sem heitir Pea- chykeen. Hann setti ég fremst á epli kinnana og dró út meðfram kinn- beininu. Til að fullkomna lookið not- aðist ég við Creame color base sem heitir Fawntastic efst á kinnbeinin og meðfram gagnauganu, þannig lyftast kinnbeinin og þessi extra fallegi ljómi kemur á húðina.“ Á augun notaði María svokallað- an Mineralize-augnskugga, það er að segja bakaðan augnskugga sem bæði er hægt að nota þurran og blautan. „Hver og einn augnskuggi er þrískipt- ur, það er að hann kemur í þremur lit- um. Það er rosalega fallegt að bleyta pensilinn og búa til dæmis til eyeliner úr glitrandi litnum í miðjunni. Sá sem ég notaði á Anítu heitir Word of Mouth og er í jólalínunni okkar, Red She Said. Síðan notaði ég blautan ælæner sem heitir Blacktrack og dró hann svolítið í augnkrókana og bjó til smá spíss í ytri augnkrók.“ Til að ná fram fallegri áferð á var- irnar er gott að gefa sér smá tíma í að nostra við þær. „Á varirnar byrj- aði ég á að setja prep+prime sem er nauðsynlegt. Sérstaklega þegar nota á dökka varaliti, það kemur í veg fyrir að varaliturinn blæði út fyrir varirnar. Því næst notaði ég Beet varablýant og varalit sem heitir Red She Said.“ María notaði sérstakan varalitapensil til að bera varalitinn á sem gerir það að verkum að hann þekur varirnar betur og áferðin verður fallegri. „Að lokum setti ég á hana ma- skara sem heitir X mascara og lengir bæði og þykkir augnhárin auk þess að greiða vel úr þeim.“ 36 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Nú þegar hátíðirnar ganga í garð er mikið um veisluhöld og skemmtanir. Dömurnar æða af stað í verslanir í leit að nýjum kjól og skóm og til að fullkomna útlitið er sett upp hátíðarförðunin. María Guðvarðardóttir, verslunarstjóri MAC í Kringlunni, sýnir lesendum DV rómantíska og þokkafulla hátíðarförðun með jólalín- unni frá MAC. rómantík og rauðar varir Förðun: María Guðvarðardóttir með MAC Módel: Aníta Rut Umsjón: Krista Hall Ljósmyndari: Sigtryggur Ari María Guðvarðardóttir notaðist við jólalínu MAC, Red She Said Við förðunina á Anítu notaðist María við Studio Fix Fluid-farða, Golden- sólarpúður, Peachykeen-kinnalit, X- maskara, Word of Mouth-augnskugga, Blacktrack-ælæner, Beet-varablýant og Red She Said-varalit. Varaliturinn borinn á með pensli Góður varalitapensill er nauðsynlegur í hverri snyrtibuddu. Með því að nota pensil fæst fallegri og þéttari áferð og auðveldara er að móta varirnar en með varalitnum. Rauðar og rómantískar Rauðar varir einkenna hátíðirnar í ár og ættu konur á öllum aldri að geta fundið sér rétta rauða tóninn. Hér er notast við lit sem heitir Red She Said. Fíngerður en mótandi ælæner Augnskugginn er svokallaður mineralize-augnskuggi, það er bakaður augnskuggi sem hægt er að nota bæði þurran og blautan. Hvert augnskuggabox kemur í þremur litum sem hægt er að blanda öllum fallega saman eða nota hvern og einn fyrir sig. Hér notaðist María við Word of Mouth- augnskuggann. Því næst notaði hún fíngerðan pensil í blautan ælæner sem kallast Blacktrack, dró hann svolítið í augnkrókana og bjó til smá spíss í ytri augnkrók sem mótar augun á þokkafullan hátt. Eins og Hollywood- stjarna á sjötta áratugnum Með réttu förðunina geta allar dömur litið út eins og sannkallaðar Hollywood- stjörnur. Vel ásettur farði skiptir höfuðmáli Til að ná fram sem jöfnustum húðlit er nauðsynlegt að undirbúa húðina vel áður en farðinn er settur á. Hér notaðist María við gott rakakrem og svokallað prep+prime skin sem jafnar út húðlitinn. Því næst ber hún hyljarann á með bursta til að fá sem léttustu áferðina og til að fullkomna húðina notaði hún Studio Fix Fluid, Golden- sólarpúður, Peachykeen- kinnalit og Creame Color Base á kinnbeinin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.