Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 60
Gleymum
ekki táknum
jólanna
Þær hefðir sem skapast hafa í kring-
um jólin eiga uppruna sinn að rekja
frá mörgum menningarsamfélög-
um, þótt flest séu kristin. Sum tákn-
in eru þó eldri og eiga rætur sínar að
rekja til heiðni. Til að mynda er talið
að vetrarsólstöðuhátíðir af ýmsu tagi
hafi verið haldnar víða á norðurhveli
jarðar löngu áður en kristnin kom
til sögunnar. Til dæmis var orðið jól
til í norrænum málum löngu fyrir
kristnitöku og sama gildir um orðið
yule í ensku. Ætla má að skammdeg-
ið hafi verið erfiður tími fyrir fólk til
forna og því hafi þótt full ástæða til
fagnaðar þegar sól fór að hækka aft-
ur á lofti eftir 21. eða 22. desember.
Með tímanum var öðrum þáttum
sem tengdust trúarbrögðum á við-
komandi stað svo fléttað inn í þess-
ar sólstöðuhátíðir. Önnur tákn eru
aftur nýrri af nálinni. Eitt elsta tákn
jólanna er stjarna.
Englar
Orðið engill er af grískum uppruna
og merkir sendiboði. Að kristnum
skilningi eru englar sérstakir sendi-
boðar Guðs, settir okkur til verndar.
Þeir eru ósýnilegir og ósnertanleg-
ir. Margt fólk trúir því að englar séu
stundum sendir með skilaboð og til
eru sögur þar sem fólk segir frá því
að engill hafi vitrast því, stundum í
draumi. Lengi hafa kristnir menn út-
skýrt það svo að englar hafi verið það
fyrsta sem Guð skapaði.
Fæðingarhátíð FrElsarans
Á fyrstu öldum kristninnar voru ekki
uppi ákveðnar hugmyndir um fæð-
ingardag Jesú og ekki endilega tal-
in ástæða til að halda upp á hann.
Hann var talinn guðleg vera og því
þótti fæðing hans litlu máli skipta.
Jól voru haldin hátíðleg í Róm til
forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd
heiðnum sólarguði, það er að segja
að menn héldu upp á að daginn
fór að lengja á ný. Dagana 17.-23.
desember gáfu Rómverjar hver öðr-
um gjafir. Heiðnir norrænir menn
héldu sömu hátíð á svipuðum árs-
tíma og hét hún, líkt og nú, jól. Þeg-
ar kristni varð að ríkistrú hjá Róm-
verjum með Konstantínusi mikla
árið 324, yfirtók kirkjan smám sam-
an forna helgidaga og með tíman-
um festist 25. desember sem fæðing-
ardagur Jesú. Sá siður skaut rótum
undir aldamótin 400. Dagurinn var
einnig tengdur fæðingardegi keisar-
ans og þar sem Jesús var hinn eini
sanni keisari fékk hann sína fæðing-
arhátíð. Jesús tók því bæði sæti sól-
arguðsins, keisarans og hátíðargleð-
innar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin
miðlæg í öllum kristnum samfélög-
um sem fæðingarhátíð Jesú.
KErti
Kristnir menn gerðu kerti snemma
að táknum sínum vegna augljósrar
tengingar þeirra við orð Krists þar
sem hann segir: „Ég er ljós heimsins.“
Á 13. öld voru kerti notuð til skreyt-
inga á trjám. Á síðari árum hafa kerti
orðið eitt helsta tákn jólanna.
JólaKort
Framleiðsla sérstakra jólakorta hófst
á Englandi árið 1843 en þá var orð-
ið algengt að fólk sendi jólabréf eða
heimatilbúin kort. Frá upphafi hafa
jólakort verið tákn vináttu.
Jólalög
Fyrstu jólalögin voru blanda þjóð-
laga og sagnakvæða en hátíðlegri
jólalög komu fram á sjónarsviðið
á 17. öld. Vitað er að jólalagið „Joy
to the world“ var samið árið 1674.
Enska jólalagið „The First Noel“ var
einnig samið á 17. öld. Hins vegar er
talið að elstu söngvarnir sem sungn-
ir voru um fæðingu Krists hafi ver-
ið fluttir í jólaleikriti sem heilagur
Francis af Assisi stóð fyrir árið 1233.
Jólarósin
Jólarósin sem vex í Mexíkó hefur ver-
ið tengd jólunum frá árinu 1828. Joel
Roberts Poinsett, fyrsti sendiherra
Bandaríkjanna í Mexíkó, kom með
plöntuna, sem gekk undir nafninu
„blóm hinnar blessuðu nætur“, til
Bandaríkjanna. Þaðan breiddist sá
siður út til annarra landa að skreyta
heimili með plöntunni á jólahátíð-
inni.
stJörnur
Stjörnur eru alþjóðlegt kristi-
legt tákn. Þær vísa til stjörnunnar í
austri, Betlehemsstjörnunnar, sem
leiddi vitringana þrjá til fæðingar-
staðar Krists. Hún er tákn um fæð-
ingu hans.
MistiltEinn
Í Frakklandi og Svíþjóð bar fólk þessa
plöntu á sér til að komast hjá veik-
indum og á Norðurlöndum tók fólk
upp á því að kyssast undir mistilteini.
Þegar kristin trú var að ná fótfestu á
Englandi lögðu kirkjuyfirvöld bann
við því að mistilteinn væri notaður til
kirkjuskreytinga vegna tengsla hans
við heiðni. Engu að síður varð plant-
an að alþjóðlegu jólatákni.
BJöllur
Um aldamótin 400 notuðu ítalsk-
ir biskupar bjöllur til að kalla fólk
til bæna. Bjöllur hafa æ síðan verið
notaðar sem kristilegt tákn. Bjöllur
voru til dæmis notaðar til skreytinga
á fyrstu jólatrjánum og á fyrstu jóla-
kortunum.
BrJóstsyKursstaFir
Brjóstsykursstafirnir sem eru hefð-
bundið jólasælgæti í mörgum lönd-
um eru hlaðnir merkingu. Lögun
þeirra á að minna á stafi fjárhirð-
anna en rauði liturinn á blóð Krists
á krossinum. Mintubragðið minn-
ir á ísóp en ísópsvendir voru sam-
kvæmt Gamla testamentinu notaðir
til hreinsunar og heilunar.
60 FöstudaGur 28. nóvember 2008 Jólablað
Birt með góðfúslegu leyfi Vikunnar.
Blaðamaður: Bryndís Bjarnadóttir.
Það vill oft brenna við í annríki jólaundirbúningsins að við
gleymum merkingu þeirra hluta og tákna sem tengjast jólunum.
Skólavörðustígur 18
Veljum íslenskt
JÓLAFÖTIN
Kringlunni • Smáralind
www.polarnopyret.is