Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 60

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 60
Gleymum ekki táknum jólanna Þær hefðir sem skapast hafa í kring- um jólin eiga uppruna sinn að rekja frá mörgum menningarsamfélög- um, þótt flest séu kristin. Sum tákn- in eru þó eldri og eiga rætur sínar að rekja til heiðni. Til að mynda er talið að vetrarsólstöðuhátíðir af ýmsu tagi hafi verið haldnar víða á norðurhveli jarðar löngu áður en kristnin kom til sögunnar. Til dæmis var orðið jól til í norrænum málum löngu fyrir kristnitöku og sama gildir um orðið yule í ensku. Ætla má að skammdeg- ið hafi verið erfiður tími fyrir fólk til forna og því hafi þótt full ástæða til fagnaðar þegar sól fór að hækka aft- ur á lofti eftir 21. eða 22. desember. Með tímanum var öðrum þáttum sem tengdust trúarbrögðum á við- komandi stað svo fléttað inn í þess- ar sólstöðuhátíðir. Önnur tákn eru aftur nýrri af nálinni. Eitt elsta tákn jólanna er stjarna. Englar Orðið engill er af grískum uppruna og merkir sendiboði. Að kristnum skilningi eru englar sérstakir sendi- boðar Guðs, settir okkur til verndar. Þeir eru ósýnilegir og ósnertanleg- ir. Margt fólk trúir því að englar séu stundum sendir með skilaboð og til eru sögur þar sem fólk segir frá því að engill hafi vitrast því, stundum í draumi. Lengi hafa kristnir menn út- skýrt það svo að englar hafi verið það fyrsta sem Guð skapaði. Fæðingarhátíð FrElsarans Á fyrstu öldum kristninnar voru ekki uppi ákveðnar hugmyndir um fæð- ingardag Jesú og ekki endilega tal- in ástæða til að halda upp á hann. Hann var talinn guðleg vera og því þótti fæðing hans litlu máli skipta. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðr- um gjafir. Heiðnir norrænir menn héldu sömu hátíð á svipuðum árs- tíma og hét hún, líkt og nú, jól. Þeg- ar kristni varð að ríkistrú hjá Róm- verjum með Konstantínusi mikla árið 324, yfirtók kirkjan smám sam- an forna helgidaga og með tíman- um festist 25. desember sem fæðing- ardagur Jesú. Sá siður skaut rótum undir aldamótin 400. Dagurinn var einnig tengdur fæðingardegi keisar- ans og þar sem Jesús var hinn eini sanni keisari fékk hann sína fæðing- arhátíð. Jesús tók því bæði sæti sól- arguðsins, keisarans og hátíðargleð- innar. Á 5. öld var jólahátíðin orðin miðlæg í öllum kristnum samfélög- um sem fæðingarhátíð Jesú. KErti Kristnir menn gerðu kerti snemma að táknum sínum vegna augljósrar tengingar þeirra við orð Krists þar sem hann segir: „Ég er ljós heimsins.“ Á 13. öld voru kerti notuð til skreyt- inga á trjám. Á síðari árum hafa kerti orðið eitt helsta tákn jólanna. JólaKort Framleiðsla sérstakra jólakorta hófst á Englandi árið 1843 en þá var orð- ið algengt að fólk sendi jólabréf eða heimatilbúin kort. Frá upphafi hafa jólakort verið tákn vináttu. Jólalög Fyrstu jólalögin voru blanda þjóð- laga og sagnakvæða en hátíðlegri jólalög komu fram á sjónarsviðið á 17. öld. Vitað er að jólalagið „Joy to the world“ var samið árið 1674. Enska jólalagið „The First Noel“ var einnig samið á 17. öld. Hins vegar er talið að elstu söngvarnir sem sungn- ir voru um fæðingu Krists hafi ver- ið fluttir í jólaleikriti sem heilagur Francis af Assisi stóð fyrir árið 1233. Jólarósin Jólarósin sem vex í Mexíkó hefur ver- ið tengd jólunum frá árinu 1828. Joel Roberts Poinsett, fyrsti sendiherra Bandaríkjanna í Mexíkó, kom með plöntuna, sem gekk undir nafninu „blóm hinnar blessuðu nætur“, til Bandaríkjanna. Þaðan breiddist sá siður út til annarra landa að skreyta heimili með plöntunni á jólahátíð- inni. stJörnur Stjörnur eru alþjóðlegt kristi- legt tákn. Þær vísa til stjörnunnar í austri, Betlehemsstjörnunnar, sem leiddi vitringana þrjá til fæðingar- staðar Krists. Hún er tákn um fæð- ingu hans. MistiltEinn Í Frakklandi og Svíþjóð bar fólk þessa plöntu á sér til að komast hjá veik- indum og á Norðurlöndum tók fólk upp á því að kyssast undir mistilteini. Þegar kristin trú var að ná fótfestu á Englandi lögðu kirkjuyfirvöld bann við því að mistilteinn væri notaður til kirkjuskreytinga vegna tengsla hans við heiðni. Engu að síður varð plant- an að alþjóðlegu jólatákni. BJöllur Um aldamótin 400 notuðu ítalsk- ir biskupar bjöllur til að kalla fólk til bæna. Bjöllur hafa æ síðan verið notaðar sem kristilegt tákn. Bjöllur voru til dæmis notaðar til skreytinga á fyrstu jólatrjánum og á fyrstu jóla- kortunum. BrJóstsyKursstaFir Brjóstsykursstafirnir sem eru hefð- bundið jólasælgæti í mörgum lönd- um eru hlaðnir merkingu. Lögun þeirra á að minna á stafi fjárhirð- anna en rauði liturinn á blóð Krists á krossinum. Mintubragðið minn- ir á ísóp en ísópsvendir voru sam- kvæmt Gamla testamentinu notaðir til hreinsunar og heilunar. 60 FöstudaGur 28. nóvember 2008 Jólablað Birt með góðfúslegu leyfi Vikunnar. Blaðamaður: Bryndís Bjarnadóttir. Það vill oft brenna við í annríki jólaundirbúningsins að við gleymum merkingu þeirra hluta og tákna sem tengjast jólunum. Skólavörðustígur 18 Veljum íslenskt JÓLAFÖTIN Kringlunni • Smáralind www.polarnopyret.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.