Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 22
Svo einföld voru þau orð. Svo auðskilin. Svo kraftmikil. Orð-in mælti Ólafur Þórðarson, þáverandi leikmaður ÍA, eftir
að lið hans hafði tapað útileik sumarið
1997. Skagamenn voru ekki vanir að
tapa fótboltaleikjum á þessum árum.
Þeir höfðu orðið Íslandsmeistarar
fimm ár í röð og bætt tveimur bikar-
meistaratitlum og deildabikarmeist-
aratitli við það bikarasafn á sama
tíma. Skagamenn voru því vanir hinu
ljúfa lífi.
En hinu ljúfa lífi vill oft ljúka.
Hverjar svo sem
ástæðurnar eru.
Stundum færist
aldur yfir. Stund-
um breytast að-
stæður. Stund-
um verðum
við
fyrir áföllum. Þá er spurning hvernig
menn bregðast við. Menn geta gefist
upp. Menn geta gert eins og Ólafur
og haldið áfram að berjast, jafnvel af
auknum krafti. Og menn geta farið í
það far að skammast út í aðra, kenna
öllum nema sjálfum sér um.
Svarthöfði hefur ákveðið að gera ekkert af þessu. Svart-höfði ætlar að gera byltingu. Svarthöfði segir nei við öllum
barlómi. Svarthöfði neitar að lúta í
gras. Svarthöfði ætlar ósköp einfald-
lega að grípa til vopna. Skærurnar við
lögreglustöðina í Reykjavík voru bara
upphafið. Þetta á eftir að verða miklu
verra. Eða hefur enginn tekið eftir því
að Íslendingar eru smátt og smátt að
breytast í Frakka? Íslendingar hafa
aldrei kunnað að mótmæla en það
hafa Frakkar kunnað. Og nú virðumst
við vera að læra þetta. Síðasta vor
sýndu atvinnubílstjórar að íslenskir
mótmælendur geta pirrað fólk og sett
lífið úr skorðum í smástund. Und-
anfarnar vikur hafa reið fórnarlömb
hrunsins sýnt að það er hægt að safna
Íslendingum saman á fjölmenna mót-
mælafundi, viku eftir viku eftir viku.
Og síðasta laugardag sýndu reiðir
mótmælendur að þeir geta meira
að segja gert aðsúg að lög-
reglunni, ekki nóg með
það heldur eru þeir
reiðubúnir að brjóta
sér leið inn í lög-
reglustöðina. (Og
þótt það hafi ekki
reynst jafnauðvelt
fyrir mótmælendur
að brjótast inn í lög-
reglustöðina og það reyndist Annþóri
Karlssyni að brjótast út var það ágætis
byrjun.)
Nú er bara spurning hvort við viljum stíga næsta skref og grípa til vopna. Sýna að við erum jafnlangt komin á þró-
unarbrautinni og Frakkar voru undir
lok átjándu aldar. Segja kúgurum
okkar stríð á hendur. Ráðast á Alþingi,
ráðast á stjórnarráðið og ráðherrabú-
staðinn. Hver ætti að stöðva okkur?
Björn Bjarnason og tindátar stjórn-
valda? Þegar við rísum upp sameinuð
getur enginn stöðvað okkur.
En kannski er ekkert sniðugt að hefja borgarastríð. Enda Svarthöfði löngum verið frið-semdarmaður. Og rólyndis-
maður sem kann best við sig í góðum
hægindastól með góða bók og jafnvel
með annað augað á beinni útsend-
ingu frá mótmælafundi á Austurvelli
eða borgarafundi í Háskólabíói. Og
auðvitað þætti Svarthöfða langbest að
þetta gæti allt gengið nokkuð smurt
fyrir sig og án allra blóðsúthellinga
- sérstaklega sinna eigin. Þannig að
kannski er best að við höldum bara
áfram í sama farinu. Mótmælum á
Austurvelli. Látum heyra í okkur á
borgarafundum. Og sjáum hvort ráða-
menn átti sig ekki á því að best sé að
boða til kosninga áður en upp úr sýð-
ur. Eða halda menn að fólk róist eftir
því sem fleiri verða atvinnulausir?
Föstudagur 28. nóvember 200822 Umræða
Lifi byLtingin
svarthöfði
spurningin
„Nei, nei, Hörður Torfa er ekki bylting,
Hörður Torfa er Hörður Torfa og nú
skulum við fara að fókusera á
alvöruhluti,“ segir Kolfinna Baldvins-
dóttir, skipuleggjandi
mótmæla, en miklar
deilur hafa verið um
hvernig Hörður
torfason stendur að
mótmælum á
austurvelli. Hefur
hann meinað ákveðnu
fólki að tala vegna
flokkatengsla og hafa fleiri mótmæl-
endur bent á að það sæmi ekki nýja
Íslandi að örfáir einstaklingar stjórni
því hverjir fái að tala og hvejrir ekki.
Er byLtingin að
éta börnin sín?
sandkorn
n Guðjón Friðriksson rithöf-
undur virðist ekki ætla að ríða
feitum hesti frá bók sinni um
Ólaf Ragnar Grímsson, forseta
Íslands. Þeir sem dæmt hafa
bókina gefa henni falleink-
unn vegna
blindrar að-
dáunar höf-
undarins á
viðfangs-
efni sínu.
Kolbrún
Bergþórs-
dóttir og
Páll Baldvin
Baldvinsson fjölluðu um bók-
ina í Kiljunni og voru á einu
máli um ókostina. Þetta hlýtur
að vera Guðjóni mikið áfall
og þá ekki síst vegna þess að
heiður hans er undir.
n Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri heyktist á því í gær að
mæta fyrir þingnefnd Ágústs
Ólafs Ágústssonar og svara
þingmönnum þar beint. Óljóst
er hvaða afsökun seðlabanka-
stjórinn hefur fyrir fjarveru
sinni. En það rifjast upp fyrir
mönnum að hann hefur hing-
að til ekki fengist til að mæta í
viðtöl nema einn og sér. Dav-
íð vill aðeins drottningarvið-
töl eða standa einn á sviðinu.
Og þar liggur skógarkötturinn
grafinn.
n Grímur Atlason, fyrrverandi
bæjarstjóri Bolvíkinga, lætur
Agnesi Bragadóttur, blaða-
mann Moggans, hafa það
óþvegið á heimasíðu sinni.
vísar Grímur til umfjöllunar
Agnesar um Stím, sem hún
kallar leynifélag Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar og Hannes-
ar Smárasonar. „Baugsararn-
ir hafa í mörg ár verið Svarti
Pétur viðskiptanna á meðan
Bjöggarnir eru kórdrengirn-
ir. Ákveðinn armur Sjálfstæð-
isflokksins er í uppáhaldi en
vinstrimenn flestir hörmungin
ein. Það kann að vera að Agn-
es segi á stundum satt og rétt
frá en það dylst engum að hún
heldur með ákveðnu liði og
það mengar alla hennar um-
fjöllun,“ bloggar Grímur.
n Jakob Valgeir Flosason, út-
gerðarmaður og skattakóng-
ur Vestfjarða, fær þá einkunn
Agnesar Bragadóttur að
vera aðeins
drengur
að vestan.
Grímur Atla-
son skerpir
á skilningi
hennar og
bendir á að
hann hefur
verið einn
af stærstu hluthöfunum í Ex-
ista og fleiri félögum: „Fyrir-
tæki hans á nær allan kvótann
í Bolungarvík og er sú eign
metin á marga milljarða. En
Agnes hefur bara ekkert verið
að fylgjast með viðskiptalíf-
inu á Íslandi – hún virðist fá
upplýsingar sínar úr einni átt
og veit þannig lítið annað en
það sem henni er skammt-
að hverju sinni. Dæmigerður
kranablaðamaður.“
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriFtarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Öllum kortun-
um var bara
lokað, þannig
að ég fékk ekki
einu sinni kók
með matnum.“
Sæmundur Pálsson var í lúxussiglingu
þegar íslenska bankakerfið hrundi. –
Séð og heyrt.
„Það hefur lengi
verið draumur
minn að spila á
elliheimili.“
Finni í rokksveitinni dr.
spock segir meðlimi sveitarinnar
tilbúna að spila á undarlegustu
stöðum. – DV
„Mér finnst þú
vera svalur. Það
er enginn sem
gæti fyllt upp í
þína skó.“
Ragnar Sólberg um ragnar bjarnarson
söngvara. – Fréttablaðið.
„Það er sorglegt að
venjulegar umræður og
skoðanir séu ekki frjálsar.“
Katrín Oddsdóttir, laganemi, svarar
gagnrýni samnemenda sinna í Hr.
– Vísir.is
„Ég myndi
pottþétt fara að
vinna í fiski ef
þess þyrfti, án
þess að hugsa mig um.“
Friðrika Geirsdóttir segir að það þýði
ekkert að neita að vinna í slori þar
sem fiskurinn sé það sem gefi okkur
líf. – Vikan.
Ógn íslensku elítunnar
Leiðari
Brenglun íslenskrar blaðamennsku var ein af rótum þess að þjóðfélag-ið keyrði í þrot. Fjölmiðlar stýrðust
af hagsmunum stjórnvalda á kostnað sann-
leikans. Myndband G. Péturs Matthíassonar,
fyrrverandi fréttamanns RÚV, af dónaskap
og andlegu ofbeldi forsætisráðherra í viðtali,
er hrópandi dæmi um að fjölmiðlar stund-
uðu markvisst að fegra ímynd ráðamanna.
Hliðverðir fjölmiðla hafa skipulega rit-
skoðað ógeðfellda framkomu valdafólks í
þjóðfélaginu. Margir valdamenn viðhafa
hótanir, hrokafull svör og rakinn dónaskap,
án þess að almenningur viti af því. Þetta hef-
ur verið klippt út úr myndböndum og fal-
ið almenningi vegna brenglaðra hugmynda
um að blaðamenn eigi að fegra ímynd ráða-
manna. Stjórum sumra fjölmiðla virðist vera
sama um að fólk hafi almennt gríðarlegan
áhuga á að vita hvort ráðamenn hafi á sér
þessar hliðar og að það geti skipt sköpum í
kosningum.
Á undanförnum mánuðum hefur þetta
verið að breytast, með háværri kröfu reiðs
fólks sem vill vita sannleikann óritskoðaðan.
Viðbrögð elítunnar í þjóðfélaginu eru jafnan
að saka fjölmiðla um „æsifréttamennsku“. Í
þroskuðum lýðræðisríkjum komast stjórn-
málamenn ekki upp með slíkar innantómar
upphrópanir, þeir eru látnir svara efninu
og segja af sér ef tilefni er til.
Helga Lára Haarde, dóttir forsætisráð-
herra, skrifaði nýlega á vef ungra sjálf-
stæðismanna almennar og órökstuddar
ásakanir í garð íslenskra fjölmiðlamanna.
Helga Lára hneykslast á því að fjölmiðla-
menn „grilli“ stjórnmálamenn. Henni þyk-
ir einnig einkennilegt að fjölmiðlar skyldu
hafa sagt frá því að mótmælendur við lög-
reglustöðina á Hverfisgötu hefðu verið
beittir piparúða, og bætir við þeirri rang-
færslu að þeir hefðu verið sagðir saklausir í
fjölmiðlum. Mögulega hefur hún meiri vel-
þóknun á lýsingu Morgunblaðsins á upp-
þotunum 1949: „Trylltur skríll ræðst á Al-
þingi.“
Einhverjir mikilvægustu hagsmun-
ir ráðamanna eru að fjölmiðlar nái ekki
að gefa almenningi upplýsingar um mis-
gjörðir þeirra. Það er þeim í hag að rit-
skoða, veikja trúverðugleika fjölmiðla og
koma í veg fyrir kosningar. Á móti er það
lýðræðinu og almenningi nauðsynlegt að
sem flestar upplýsingar komist upp á yf-
irborðið með öllum tiltækum ráðum. Ís-
lenska elítan mun halda áfram að ráðast
gegn fjölmiðlum opinberlega. Hún mun
halda áfram að hóta fjölmiðlamönnum
á laun sem segja allan sannleikann. Hún
mun beita gríðarlegum áhrifum sínum til
að útiloka öfluga gagnrýnendur frá fjöl-
miðlum. Hún mun reyna allt og þess vegna
verðum við öll að hafa augun opin.
Elíta valdaflokks Íslands hefur plantað
meðlimum sínum í helstu stofnanir lands-
ins og stærstu fjölmiðlana. Meðlimir elít-
unnar hafa stjórnað stærsta dagblaðinu,
haft ítök í frísjónvarpi, átt ritstjóra á stærsta
fríblaðinu og þau réðu útvarpsstjórann sem
réðst gegn G. Pétri fyrir að segja sannleik-
ann. En þau eiga ekki DV, ekki fréttastofu
Stöðvar 2 og ekki Útvarp Sögu.
Jón trausti rEynisson ritstJóri skrifar. Elíta valdaflokks Íslands hefur plantað meðlimum sínum í helstu stofnanir landsins og stærstu fjölmiðlana.
bókstafLega