Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 12
Föstudagur 28. nóvember 200812 Helgarblað
FLÓTTINN ÚR FJÁRVANA GIFT
Fjárfestingafélagið Gift er hársbreidd frá
því að verða gjaldþrota. Inn í félaginu voru
allar eignir og verðmæti Eignarhaldsfélags
Samvinnutrygginga. Verði Gift gjaldþrota
missa fimmtíu þúsund manns eignarrétt
sinn. Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt-
arlögmaður, segir það jaðra við brot á hegn-
ingarlögum gagnvart fólkinu, fari félagið í
þrot. Valgerður Sverrisdóttir, formaður
Framsóknar, er í fulltrúarráðinu.
„Núna virðist félagið ekki eiga nein-
ar eignir, aðeins skuldir,“ segir lög-
fræðingurinn Sigurður G. Guðjóns-
son, varðandi fjárfestingafélagið
Gift sem er á barmi gjaldþrots. Fé-
lagið var stofnað á síðasta ári þegar
fulltrúarráð Eignarhaldsfélags Sam-
vinnutrygginga samþykkti að færa
eignir Samvinnutrygginga inn í Gift.
Gjörningurinn varð umdeildur, þá
sérstaklega í ljósi þess að um fimm-
tíu þúsund manns eiga eignarrétt í
félaginu í ljósi þess að þeir greiddu
tryggingar í áravís. Heildarupphæð-
in sem almenningur á tilkall til er
þrjátíu milljarðar, fé, sem nú virðist
vera tapað.
Áttu að fá hlut í Gift
Samvinnutryggingar eru sennilega
eitt umdeildasta fyrirbæri landsins.
Tryggingafélagið Sam-
vinnutrygg-
ingar var
stofnað
árið 1946
en það
sam-
einað-
ist svo
bruna-
bótafé-
laginu
í VÍS
árið
1989.
Þeir sem
tryggðu
hjá Sam-
vinnutrygg-
ingum árið
1987 til
1988, og
héldu
áfram að tryggja hjá VÍS fram í júní
2006, áttu að fá hlut sinn greiddan í
hlutabréfum Giftar.
VÍS varð verulega umdeilt þeg-
ar Finnur Ingólfsson, ásamt Helga
S. Guðmundssyni og fleiri fram-
sóknarmönnum, var sakaður um
að misnota sjóðinn í fjárfesting-
ar, þar á meðal til kaupa á Búnað-
arbanka Íslands, síðar Kaupþing,
árið 2003. Margir vildu meina að
þar hefði átt sér stað stærsta banka-
rán sögunnar. Samvinnutryggingar
urðu alræmdar í ljósi þess að fram-
sóknarmenn stjórna sjóðnum, þar
ber hæst, Finnur Ingólfsson, Helgi
S. Guðmundsson, og svo Valgerð-
ur Sverrisdóttir sem nú situr í full-
trúaráðinu. Öll komu þau að einka-
væðingarferli Búnaðarbankans,
Valgerður var þá ráðherra, Helgi og
Finnur kaupendur.
Þrjátíu milljarða skuld
Það var svo í júní á síðasta ári sem
fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins
Samvinnutrygginga, samþykkti að
stofna dótturfélagið Gift. Þá var jafn-
framt samþykkt að leggja allar eign-
ir inn í félagið sem voru 60 milljarðar
en eigið fé var 30 milljarðar. Í kjölfarið
hefur Gift farið um víðan völl og fjár-
fest í mörgum félögum og fyrirtækj-
um. Þar ber hæst Exista og Kaupþing,
en bankinn var þjóðnýttur í október.
Þá átti Gift einnig í Landsbankanum
og Glitni, sem einnig hafa verið þjóð-
nýttir. Gift átti síðan hluta í Straumi-
Burðarás, sem skilaði nýlega tapi, vel
yfir tuttugu milljarða. Því er ljóst að
Gift er komið í veruleg vandræði með
fé almennings. Kreppan er næstum
búin að knésetja félagið áður en það
kemst í hendur þeirra fimmtíu þús-
und einstaklinga
sem hafa
eignar-
rétt í
því.
Ólögleg
skilanefnd
„Með því að
samþykkja skila-
nefndina án þess
að fá löggildingu,
er fulltrúaráðið
komið í þá stöðu
að það gæti verið
að brjóta lög,“ segir
hæstaréttalögmaður-
inn Sigurður G. Guðjóns-
son, sem gagnrýndi
tilurð Gift á
sínum
tíma
harðlega. Hann segir að skilanefnd-
in svokallaða, sem átti að vinna að
slitum Giftar, sé ekki lögleg. „Ég veit
ekki til þess að það sé einhver lög-
gilding sem þeir hafa fengið og því
engar lagalegar forsendur til þess
að annast þessi störf,“ segir Sigurð-
ur um skilanefndina en formaður
hennar er Kristinn Hallgrímsson
hæstaréttarlögmaður.
Samkvæmt heimasíðu Sam-
vinnutrygginga þá kemur fram í
pistli á síðasta ári að skilanefndin
myndi slíta félaginu í fyrsta lagi í
október á síðasta ári. Það var Þór-
ólfur Gíslason, þáverandi formað-
ur stjórnar Giftar, sem það skrif-
aði, en hann sagði sig úr stjórn í
mars síðastliðnum. Ekkert bólar
á skilum skilanefndarinnar og nú
er raunveruleg hætta á að verð-
mætin hafi tapast í því efnhagslega
fárviðri sem hefur ríkt hér á landi
undanfarið.
Valur GrettiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
„Það á ekki að láta
menn sem telja sig
hafna yfir lög leika sér
með verðmæti sem
þeir eiga ekki.“
Valgerður Sverrisdóttir Formaður
Framsóknarflokksins situr í fulltrúaráði
samvinnutrygginga. Fari gift í þrot er
hætt við að málið muni koma henni í
óþægilega pólitíska stöðu.
Sigurður G. Guðjónsson
segir það jaðra við brot á
almennum hegningarlögum fari
gift í þrot en fimmtíu þúsund
manns eiga tilkall til pening-
anna sem nú eru tapaðir.