Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 84
föstudagur 28. nóvember 200884 Á ferðinni umsjón: ásgeir jónsson, asgeir@dv.is Jólastemningin verður hvergi eins mikil í heiminum og á jóla- mörkuðum Þýskalands enda hefur lengi verið talað um landið sem land jólamarkaðanna. Í hverri borg umbreytist miðbærinn og ilmur af jólaglögg verður allsráðandi. Þjóðverjar kunna svo sannarlega að draga fram eftirvæntingu jólanna. stemning í Þýskalandi Stelpur á öllum aldri ath. Nú er búðin full af skvísufötum, stærðir frá S - 3X. Kjólar, mussur, skyrtur, toppar, peysur, leggings, úlpur, gallabuxur í miklu úrvali og margt fl. Ný föt í hverri viku, og lygilegt verð! Nýjar vörur á vefsíðu diddy.is Verið velkomnar, alltaf heitt á könnunni. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Diddy.is Faxafeni 14 - S: 588 8400 Nýju vörurnar komnar! Alltaf sama góða verðið. Jólamarkaðir í Þýskalandi eiga sér langa hefð og gera margir Íslendingar sér ferð þangað á aðventunni til að fá jólastemninguna beint í æð. Þjóðverj- um tekst á einstakan hátt með huggu- legheitum og umstangi að draga fram eftirvæntingu jólanna hjá hverjum sem er. Vinsælustu og þekktustu stað- irnir sem við Íslendingar þekkjum eru Berlín og borg í Bæjaralandi sem heitir Würzburg. Einnig er markaði að finna í Köln og Rüdesheim. Handgert jólaskraut Würzburg er svipuð að stærð og Reykjavík og liggur í Bæjaralandi, um einn og hálfan tíma frá Frankfurt. Jóla- markaðurinn í Würzburg er vel þekkt- ur og fara margir ár hvert að heimækja hann. Markaðurinn hefst í byrjun að- ventunnar á torginu fyrir framan Mari- enkapelle og er í fallega skreyttum við- arbásum sem fylla torgið hátíðarblæ. Þjóðverjar, sem og aðrir gestir, streyma síðan að þegar líður á daginn og nær fjöldinn hámarki síðdegis og á kvöld- in. Það sem ber kannski helst að nefna sem ómissandi hluta af upplifuninni er jóladrykkurinn Glühwein og má enginn sleppa því ásamt bita af Leb- kuchen með. Á markaðnum kennir ýmissa grasa, hvort sem maður er að leita að jóla- gjöfum, jólaskreytingum eða bara ein- hverju sem kemur manni í jólaskap. Mest er úrvalið af handunnum vörum og má þar nefna jólavörur, kerti, skart- gripi, leirvörur ásamt ýmislegu matar- kyns sem tilheyrir jólunum. Góðgæti á borð við stollenbrauð, ávaxtakökur, brjóstsykur, konfekt og piparkökur, er að finna á jólamarkaðnum. Jólaskraut- ið sem má líka finna þar er afar fallegt og er úrvalið af handunnu glerskrauti, sem hengja má á jólatré, afar gott. Stórborgin Berlín Markaðirnir í Berlín, höfuðborg Þýska- lands, eru einnig engum líkir. Ekki bara að það er stórbrotið að upplifa borgina heldur eru jólamarkaðir úti um hana alla. Á aðalverslunargötunni Kufurstendamm er markaður ár hvert sem stendur við Gedenkniskirche . Má segja að hann sé sá vinsælasti. Þar er einnig sama úrval og flestum öðrum mörkuðum landsins ásamt gríðarlegu vöruúrvali í verslunum í kring. Fyrir þá sem vilja upplifa meira hentar Berlín vel, því borgin iðar af menningarlífi og gefst fólki tækifæri á að sjá leiksýning- ar, fara á tónleika, ganga um miðbæ- inn og skoða mörg fræg söfn. Auðvelt er að finna hótel í Berlín enda mörg í boði og getur Google á netinu hjálpað til við leitina. Köln er einnig aðlaðandi borg sem fer í jólabúning ár hvert og eru mark- aðir á hverju torgi með gjafavörum og lokkandi ilm frá jólaglögginu. Köln er milljón manna borg sem var nánast jöfnuð við jörðu í stríðinu en býður engu að síður upp á iðandi mannlíf. Óperuhús þar sem margir Íslending- ar hafa komið fram, kirkjur, söfn og yndislegur miðbæjarkjarni er það sem borgin hefur helst upp á að bjóða. Einnig má nefna hina frægu súkkul- aðiverksmiðju sem gestir Kölnar mega ekki láta fram hjá sér fara. Hægt er að fljúga með mörgum flugfélögum frá Stansted beint til Kölnar. Að lokum má nefna Rüdesheim en hana hafa Íslendingar nokkrum sinnum heimsótt í aðventuferðum til Þýskalands. Á jólunum rís upp jóla- markaður sem ber nafnið Jólamarkað- ur þjóðanna og er gaman fyrir áhuga- sama að sjá fallegt handverk frá hinum ýmsu þjóðum. Würzburg einn af vinsælustu jólamörkuðum evrópubúa er að finna í Würzburg og hafa fjölmargir Íslendingar farið í aðventuferð þangað til að fá jólastemninguna beint í æð. Kennir ýmissa grasa á þýskum jólamörkuð- um má finna allt frá sleikjó upp í handunnið glerjólaskraut. að ógleymdu glühwein. Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Vantar þig fjármálaráðgjöf? Þarftu að ná áttum í peningamálunum? lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld Hringdu núna! Það er auðveldara að taka á vandanum strax! GH Ráðgjöf Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020 Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.