Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 29
Helgarblað
Helgi heiðarlegi
Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, er
ein af hetjum kreppunnar fyrir að neita að þiggja
starfskostnaðargreiðslur fyrir starf sitt nema leggja
út reikninga fyrir útlögðum kostnaði. Þingmenn
eiga rétt á rúmlega 60 þúsund króna greiðslu
vegna kostnaðar í starfi en þurfa ekki að gera grein
fyrir þeim peningum með reikningaskilum, líkt og
Helgi gerir. Helgi fær því endurgreitt það sem hann
eyðir en afþakkar restina.
Gat ekki setið hjá
aðgerðarlaus
Gunnar Sigurðsson leikstjóri, eins og
fjölmargir Íslendingar, gat ekki setið
heima hjá sér aðgerðalaus og beðið
eftir því að íslensk stjörnvöld gæfu
almenningi almennileg svör. Sjálfur
varð hann verulega fyrir barðinu á
efnahagsástandinu fjárhagslega.
Gunnar tók sig til ásamt góðum hópi
fólks og efndi til vikulegra borgara-
funda. Fundirnir verða stærri með hverri
vikunni og segir Gunnar íslenska
borgara ólma í að láta rödd sína
heyrast. „Ég ætla að halda áfram með
þessa fundi og gera mitt besta til að
koma af stað umræðu og upplýsinga-
streymi gagnvart almenningi og fólkinu
í landinu. Vonandi náum við að breiðast
út, verða stærri, öflugri,“ sagði Gunnar í
viðtali við DV á dögunum.
Gefur góð
kreppuráð
Lára Ómarsdóttir fjölmiðlakona
hefur misst vinnuna oftar en
margur á árinu. Hún hefur þó ekki
enn bugast vegna þess, heldur
haldið ótrauð áfram verkefnum
sínum. Vert er að nefna að á hinu
vinsæla Facebook hefur hún að
undanförnu gefið lesendum
sínum afar góð kreppuráð þar
sem spara má aura. Ráð sem
höfða eflaust til margra á þessum
erfiðu tímum.
Lára er þar að auki á kafi í hinum
ýmsu verkefnum. Leiðandi afl í
Hetjur kreppunnar
Jólaba2008& skemmtun
Fram Koma:
Þórhallur Sigurðsson ( Laddi )
Rúnar Júlíusson
Sigríður Beinteinsdóttir & Grétar Örvarsson
Magni ( Á móti sól )
Eyþór Ingi ( úr Bandinu hans Bubba )
Ragnar Bjarnason
Hljómsveitin Dalton
Kántrýsveitin Klaufarnir
Land og synir og Hreimur
Sprengjuhöllinn
André Bachmann
þriðjudaginn 9 des. verður jólaball fatlaðra haldið á Hilton Reykjavik Nordica.
Húsið opnar kl: 19.15 Skemmtun stendur frá kl: 20.00 - 23.00.
Hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? Heldur uppi fjörinu
Kynnar eru: Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson,
dagskrárgerðarmenn.
FRÍT
T IN
N
Áhersla á að aðstandendur mæti með sínu fólki
Öskjuhlíðaskóli
Þökkum veittan stuðning
eru þægilegir aðhaldsbolir fyrir
konur á öllum aldri, hannaðir af konum. Þeir grenna
og móta líkamann sjáanlega og eru einnig mjög
þægilegir. Hægt er að vera í þeim einum og sér eða
nota undir önnur föt.
*Síðermabolir
*Hlírabolir
*Brjóstgjafabolir
Grenna og móta mittið
Oprah mælir með
Sími: 866-8785 - dagnyloasig@gmail.com
http://yummietummie.com/
ÁÐUR EFTIR