Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 76
Föstudagur 28. nóvember 200876 Helgarblað „Ég átti von á að það yrði góð mæt- ing. En kannski ekki alveg svona góð,“ segir Gunnar Sigurðsson, for- svarsmaður borgarafundanna, um fundinn í Háskólabíói síðastliðinn mánudag. Eins og kunnugt er troð- fylltu fundargestir salinn sem tekur þúsund manns í sæti en hátt á annað þúsund mættu. Fjöldi fólks þurfti því að gera sér að góðu að standa frammi í anddyri og fylgjast með umræðun- um á sjónvarpsskjám. „Þetta sýnir kannski hve þörfin er mikil fyrir fólk að koma saman og fá einhvern botn í þessi mál öll. Og að taka þátt í þessu í stað þess að vera bara ýtt til hliðar og fá ekki að gera neitt eða segja neitt. Fundurinn gekk ótrúlega vel enda mjög vel skipulagð- ur. Fyrir utan þá sem mættu skilst mér að það hafi verið fimmtíu pró- senta áhorf á fundinn í sjónvarpinu. Það eru engar smá áhorfendatölur.“ Til samanburðar má geta þess að í síðustu áhorfsmælingu Capacent- Gallup var Spaugstofan með tæp- lega fimmtíu og sjö prósenta áhorf en dagskrárliðurinn í öðru sæti, Út- svar, með einungis rúmlega fjörutíu prósent. Stútfullur af þakklæti Gunnar hefur komið eins og storm- sveipur inn í þjóðfélagsumræð- una undanfarnar vikur. Hann hefur staðið fyrir þessum vikulegu borg- arafundum frá því skömmu eftir að stóru viðskiptabankarnir þrír fóru á hausinn einn af öðrum. Fyrstu fund- irnir fóru fram í Iðnó, þegar það var sprungið var komið að NASA en svo dugði ekkert minna en Háskólabíó. Og reyndar dugði það ekki til. „Ég er svo stútfullur af þakklæti til allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn í undirbúningi þessara funda,“ segir Gunnar. „Allir gera þetta í sjálfboðavinnu. Sumir þeirra sem eru í þessu hafa misst vinnuna á meðan aðrir gera þetta samfara vinnunni sinni. Atvinnurekendur okkar hafa verið ótrúlega þolinmóð- ir því auðvitað tekur það sinn tíma að standa í þessu.“ Hópurinn telur hátt í þrjátíu manna þverskurð úr þjóðfélaginu, bæði fólk sem hefur komið nálægt pólitík og fólk sem aldrei hefur svo mikið sem strokist við nokkurn ís- lenskan stjórnmálaflokk. Hópurinn hefur ekki myndað sér langa fram- tíðarsýn að sögn Gunnars. Þó hitt- ist hann á föstum tíma einu sinni í viku, hefur sett á laggirnar vefsíðuna borgarafundur.org og hefur mynd- að nokkra minni hópa, meðal ann- ars einn sem sér um textagerð, ann- an sem er í kvikmyndagerð og enn annan sem rýnir í hugmyndafræði. Síðastnefndi hópurinn veltir meðal annars fyrir sér hvað aflaga hafi farið þegar þjóðin er komin jafn langt frá merkingu orðsins „lýðræði“ og raun- in er. Í gær, fimmtudag, fengu Gunnar og félagar svo aðstöðu í Borgartúni 3 þar sem eins konar miðstöð verð- ur starfrækt á vegum hópsins. Þang- að getur fólk komið og rætt málin og boðið fram krafta sína í starfseminni ef svo ber undir. Hópur Gunnars og félaga hljóm- ar eins og vísir að stjórnmálaflokki. „Ég get ekkert fullyrt um það,“ segir Gunnar en hann sjálfur hefur aldrei tengst neinum stjórnmálaflokki. „Þetta er þverpólitísk breiðfylking fólks úr öllum flokkum og hreyfing- um sem þú finnur, auk einhverra sem tengjast ekki neinu slíku. Reynd- ar hefur enginn ennþá sagst vera eða hafa verið í Framsóknarflokknum,“ segir Gunnar og brosir. „En við ætl- um ekkert að fara að skemma þetta með einhverjum rosalegum pólit- ískum yfirlýsingum um hitt og þetta. Við erum þarna aðallega til þess að reyna að opna umræðuna og kom- ast í návígi við stjórnmálamennina. Þegar ég var búinn að horfa á blaða- mannafund eftir blaðamannafund, án þess að fá nein svör, þá bara fékk ég nóg og fór af stað. Hvað verður úr þessu veit enginn.“ Sér fram á gjaldþrot Gunnar sér fyrir sér að verða gjald- þrota ef fram fer sem horfir. „Ég hef alltaf lifað við það að vera skuldug- ur, allt frá verðbólguskeiðinu upp úr 1980 á þeim tíma þegar ég keypti mína fyrstu íbúð. Fyrir tæpum tveimur árum ákvað ég svo að breyta mínu lífsmunstri, keypti minni íbúð og gerði mín plön,“ segir Gunnar en hann býr núna í Hólmgarði fyrir ofan Bústaðaveg. „Síðan þá hef ég staðið algjörlega í skilum og sá fram á að geta ráðið við þetta. Síðan breytist þetta auð- vitað allt við þessar aðstæður. Ég sé ekki fram á að geta ráðið við mínar skuldbindingar innan einhvers x- tíma ef þetta heldur svona áfram. Ég sé því ekki betur en að ég verði einn af þeim sem fara á hausinn, hvort sem mér líkar betur eða verr. Fólk vill helst ekki tala um þetta í fjölmiðlum en mér finnst að fólk verði bara að fara að viðurkenna þetta.“ Gunnar vinnur sem verkefnis- stjóri hjá Emmes ís þar sem hann hefur starfað síðustu ár. Hann hef- ur hins vegar samfara því verið með annan fótinn í leiklistinni. „Ég hef alltaf unnið mjög sjálfstætt. Ég var að reka sjoppur hér áður fyrr og hef svo tekið að mér ýmis verkefni, til dæmis í sölu- og markaðsmálum fyrirtækja og við að endurskipuleggja dreifing- arleiðir. Svo var ég að vinna lengi hjá Sól-Víking en fór síðan af meira afli í kvikmyndirnar og leiklistina,“ segir Gunnar. Hann lærði leiklist og leikstjórn í Bretlandi á árunum 1994 til 1997, fyrst í Emerson College og svo Bris- tol Old Vic leiklistarskólanum. „Síð- astliðin tólf ár hef ég unnið við hitt og þetta tengt leiklistinni. Ég hef með- al annars leikstýrt ýmsum áhuga- leikhópum um land allt, sett upp barnaleiksýningar, unnið við sjón- varpsmyndir og sett upp verk í Borg- arleikhúsinu. Árið 1997 tók ég breska útskriftarnemendur úr Bristol hing- að heim og við settum upp sýning- una Northern Lights, sem hét Ísaðar gellur á íslensku. Verkið fjallaði um þrjár stúlkur frá Hull á Englandi sem komu til Íslands til að vinna í fiski á Suðureyri við Súgandafjörð. Þá fór ég með hópinn á Tálknafjörð þar sem þau æfðu leikritið og unnu í frysti- húsi til að kynnast þessu frá fyrstu hendi.“ Með í þeim hópi var leikar- inn Oded Fehr sem hefur getið sér nokkuð gott orð í Hollywood, meðal annars leikið í kvikmyndinni Deuce Bigalow: Male Gigalow og Mummy- myndunum. Kröpp kjör í æsku Gunnar var orðinn þrjátíu og fimm ára þegar hann fór út í leikstjórnar- námið. Hann segist hafa dreymt um það í æsku að starfa innan leiklistar- heimsins en lítið gert til að láta verða af því. Reyndar hafði Gunnar aðeins daðrað við drauminn með starfi sínu innan áhugaleikfélags með nokkuð viðeigandi nafn, leikfélaginu Leynd- ir draumar. Í náminu í Bretlandi breyttust gildi og lífsviðhorf Gunnars mjög mikið. „Í Emerson College voru nemendur af þrjátíu og fjórum mis- munandi þjóðernum og maður lærði því að meta allt öðruvísi fólk en mað- ur þekkti áður, fólk sem hafði önn- ur trúarbrögð, viðhorf og sjónar- mið. Eins og þú veist þá verður fólk oft vinir þeirra sem líkist því sjálfu, en þarna fór maður að vingast við fólk sem maður hefði kannski aldrei vingast við áður. Þetta opnaði líf mitt einhvern veginn, gerði mig þokka- lega umburðarlyndari og víðsýnni.“ Gunnar fæddist á fæðingarheim- ilinu í Kópavogi árið 1959, sonur Sig- urðar Jóhannessonar og Huldu Reg- ínu Egilsdóttur. Faðir hans, sem nú er látinn, vann lengst af fyrir Reykja- lund en móðir Gunnars vann nán- ast alla tíð í mjólkurbúð í Kópavogi. Gunnar er yngstur í fjögurra syst- kina hópi sem samanstóð af þrem- ur drengjum og einni stúlku. For- eldrar Gunnars skildu þegar hann var sex ára og segir hann að mamma hans hafi alið þau systkinin meira og minna upp ein. Hann er ekki frá því að það hlut- skipti að vera sonur einstæðrar móð- ur og yngstur í systkinahópnum hafi mótað hann að einhverju leyti. „Já, ábyggilega. Ég ætla ekkert að þræta fyrir það. Auðvitað voru þetta oft töff tímar, við vorum frekar fátæk og maður þurfti að berjast fyrir sjálf- an sig. En ég er þokkalega sáttur við það sem gekk á í gamla daga og líð- ur vel með það hver ég er og hvaðan ég kem.“ Ekki gott að vera á sjó Gunnar var líka mikið í sveit sem krakki, vetur sem sumar. „Ég var erf- iður krakki og var því bæði í sveit og á barnaheimilum. En þetta var ekk- ert alvarlegt,“ segir Gunnar og lækkar róminn. Hann fór fyrst á sjóinn þrett- án ára gamall og að loknu skyldu- námi hellti hann sér út í sjómennsk- una af fullum krafti. Flutti þá úr Kópavoginum vestur á Tálknafjörð til bróður síns, sem var sex árum eldri, og stóð Gunnar vaktina í fiskveiðum og beitingu þar til hann var tuttugu og eins árs. „Þetta var þetta klassíska verbúð- arlíf í einangruðu fiskiþorpi á Vest- fjörðum. Mikið líf og fjör eins og menn segja og ótæpilega drukkið. En það býr gott fólk á Tálknafirði og það þoldi manni ýmsan óskundann,“ segir Gunnar og hlær. „Það sýndi manni umburðarlyndi því maður var ágætlega duglegur til sjós. Og maður varð mjög harður á þessu, enda má segja að ég hafi aldrei verið unglingur heldur fór frá því að vera krakki yfir í að verða ung- ur maður.“ Þrátt fyrir árin á sjónum og dugn- aðinn þar átti starfið aldrei almenni- lega við Gunnar. „Mér fannst ekkert gott að vera á sjó. Ég hélt bara að ég ætti að vera þar af því að ég þekkti ekkert annað.“ Síðan Gunnar hætti á sjónum rúmlega tvítugur að aldri hefur hann varla stigið um borð í bát. Og hann hætti ekki bara sjómennsk- unni á þessum tímapunkti heldur hætti hann líka að drekka. „Það er búið að segja svo marg- ar fyllibyttusögur í svona viðtölum að ég nenni ekki að gera þetta að svoleiðis viðtali,“ segir Gunnar og brosir. Þegar blaðamaður spyr hann samt aðeins nánar út í það hvernig gekk að þurrka sig upp segir Gunn- ar það hafa tekið smá tíma. „Ég fór í nokkrar meðferðir á Silungapolli og Sogni. Þetta var svolítið lengi að fara úr mér. En mér finnst mjög eðlilegt að drekka ekki í dag og finnst ekkert merkilegt við það.“ Kynnist konunni í draumnum Gunnar er fráskilinn fjögurra barna faðir; afkvæmin eru allt stúlkur á aldrinum sextán til þrjátíu og þriggja ára. Hann á auk þess einn fósturson sem fyrrverandi eiginkona hans átti af fyrra sambandi. Barnabörnin eru orðin sex og það sjöunda á leiðinni. Fyrir hálfu ári kynntist Gunnar svo portúgalskri konu, Cörlu Sofiu að nafni, í gegnum sameiginlega vin- konu þeirra. Fyrsta skiptið sem þau hittust var fyrsti dagur Cörlu hér á landi. Og það var býsna sérstök upplifun fyrir Gunnar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég er ekki mikið fyrir frásagn- ir af því að fólk sjái fyrir framtíðina og svoleiðis. En mig dreymdi þessa konu sex mánuðum áður en við hitt- umst í fyrsta sinn. Í draumnum stóð hún inni í stofu hjá mér og var að tala mig. Þegar ég sá hana fyrst stóð hún svo á nákvæmlega sama stað og mig dreymdi hana og leit nákvæm- lega eins út,“ segir Gunnar og lyftir brúnum með bros á vör. Aðspurður segir Gunnar samtal þeirra í draumnum ekkert hafa ver- ið markvert. Bara „hello“ og fleira í þeim dúr en ekkert sem benti til þess að þarna væri kominn einhver örlagavaldur í lífi Gunnars. „Ég bara mundi eftir þessum draumi þegar ég sá hana standa þarna.“ Gunnar kveðst ekki hafa sagt Cörlu frá því strax þarna að hún hefði birst honum í draumi nokkr- um mánuðum áður. „Nei nei, ég bara heilsaði henni. Ég ætlaði ekki að fara að fæla þessa fallegu konu í burt strax á fyrsta degi,“ segir hann og hlær. Þremur dögum seinna fóru Gunnar og Carla út að skemmta sér með öðru fólki, fóru svo skömmu seinna út að borða og að sögn Gunnars fundu þau Carla fljótt að þau voru eitthvað tengd. „Við fórum því að vera saman og búum saman í dag,“ segir hann en Carla er fjórtán árum yngri en Gunnar. Stend með sjálfum mér Carla vinnur á hjúkrunarheim- ili í Garðabæ og líkar vel. En þeg- ar efnahagshrunið hófst lækkuðu laun hennar vegna þess að minni yfirvinnu var þá að fá. Í ofanálag þarf hún að borga tvöfalt meira fyr- ir gjaldeyrinn sinn til að geta borgað af skuldum í Portúgal. Carla hefur því farið að velta fyrir sér að undan- förnu hvort það borgi sig fyrir hana að vera á Íslandi. Til tals hefur komið hjá Gunn- ari og Cörlu að flytja til Portúgal. „Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þangað en eins og staðan er í dag ætla ég að standa með mér. Það er líka ennþá verra ástandið í efna- hagslífinu í Portúgal. Og auðvit- að á maður ekkert að hugsa svona. Maður á að hugsa hvernig maður geti staðið upp og haft áhrif. Þannig eiga Íslendingar að hugsa miklu oft- ar. Ég ætla að sigla í gegnum þenn- an storm og sjá hvað gerist. Standa með sjálfum mér. Það er planið.“  kristjanh@dv.is „Þegar ég var búinn að horfa á blaða- mannafund eftir blaðamannafund, án þess að fá nein svör, þá bara fékk ég nóg og fór af stað.“ „Mér fannst ekk- ert gott að vera á sjó. Ég hélt bara að ég ætti að vera þar af því að ég þekkti ekkert annað.“ Carla Sofia vitjaði gunnars í draumi hálfu ári áður en þau hittust fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.