Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 92

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 92
Föstudagur 28. nóvember 200892 Konan Handgerðar gjafir nú ættu þær konur sem eru lagnar í höndunum og kunna að prjóna, sauma, mála eða þæfa að rifja upp sína takta og nýta þá í jólagjafirnar í ár. Á aðventunni getur orðið afar gaman að sitja heima með kertaljós og smákökur og leika sér í höndunum. Fyrir þá sem fá gjafirnar er líka fátt eins skemmtilegt og að fá góðan trefil, vettlinga, þæfða nælu eða lítið sætt málverk frá ein- hverjum sem manni þykir vænt um. Sænskt rannsóknarteymi komst að þeirri niður- stöðu að sterk tengsl væru á milli slæmra leiðtoga og lífshættulegra hjartasjúkdóma og hjartaáfalla. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skortur á stuðningi á vinnustað léti starfsfólki líða sem það væri vanmetið sem olli því að það varð mjög stressað. Stressið leiddi til óheilbrigðs líf- ernis eins og reykinga, slæms mataræðis, drykkju of mikils áfengis og lítillar hreyfingar en allir þess- ir þættir ýta undir hjartasjúkdóma. Sænsku sérfræðingarnir sem unnu að rann- sókninni rannsökuðu yfir 3,000 starfsmenn í heil- an áratug og komust að því að ef að manneskja vann fyrir slæman yfirmann í fjögur ár eða meira jókst hættan á alvarlegum hjartavandamálum um heil 64%. Sérfræðingarnir lögðu að lokum mikla áherslu á að fólk sem ynni undir slæmum yfirmönnum reyndi að halda sér í góðu formi til að takast á við stressið og álagið sem því fylgir. Við höfum örugglega öll dregið það einhvern tímann að mæta til vinnu sökum óhæfs yfirmanns: Slæmur yfirmaður lífSHættulegur umsjón: kolbrún pÁlína helgadóttir, kolbrun@dv.is líður beSt á vellinum hólmfríður magnúsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu. Hvað borðar þú í morgunmat? „Það er svolítið misjafnt, annaðhvort fæ ég mér hafragraut eða gríp með mér banana og skyr.“ Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? „íslenska vatnið .“ Hvar líður þér best? „Á fótboltavellinum þegar ég keppi fyrir hönd íslands, sérstaklega á íslandi því við eigum frábært stuðningsfólk.“ Hvaða bók er á náttborðinu þínu? „Það er nú bara engin bók þar í augnablikinu.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég held mér helst í formi á stigvélinni í World Class með guggu.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „Ég nota kanebo-púður og maskara, ég er ekkert að hafa þetta of flókið.“ Hvar kaupir þú helst föt? „Ég kaupi fötin mín yfirleitt bara í útlandinu, finnst það langskemmti- legast og svo er líka miklu meira úrval en nokkurn tímann hér.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „Fer í eitthvað rosalega gott spa eða nudd og svo ligg ég bara með tærnar upp í loft.“ Hvert er þitt helsta fegurðarráð? „Það mun vera að stunda líkamsrækt, borða hollan mat og drekka nóg af vatni. Þá geislar fegurðin sem aldrei fyrr.“ Hver er þín fyrirmynd? „andrea olga Færset, gamla kempan.“ Kona viKunnar Jólin eru komin hjá Bobbi Brown og hefur glæsileikinn sjaldan verið meiri. Glæsilegar og nytsamlegar vörur af öllum stærðum og gerðum í hátíðlegum umbúðum. flott með bobbi brown um jólin Þrenna í flottu veski Þessi glæsilega glossþrenna svíkur engan. Glæsilegir litir í flottri gull- tösku. Túbuglossin komin aftur Túbuglossin vinsælu í litlu umbúð- unum eru komin aftur. Um er að ræða fjögur ólík gloss í pakka. Allt frá náttúrulegum litum sem henta vel á daginn til glæsilegra glamúrlita sem henta vel fyrir jólaglöggið. Klassísk varapalletta Með þessa litapallettu í veskinu ert þú klár í hvað sem er. Frábær blanda af klassískum litum Bobbis Brown með glossaðri áferð. Hið fullkomna augnskuggabox Þetta glæsilega augnskuggabox skartar fjórum litum. Með þess- ari frábæru litablöndu sem hér er á ferð geturðu náð fram einstaklega náttúrulegu útliti en einnig geturðu skapað hina fullkomnu kvöldförðun. Dökka litinn má jafnvel nota til að skerpa augabrúnirnar. Nýjung fyrir jólin Þegar jólin nálgast eiga konur það til að sækja í aðeins meiri glamúr en gerist og gengur. Þessi skemmtilega nýjung frá Bobbi Brown býður upp á tvo ólíka kremaugnskugga og tvo ólíka ælænera. Tilvalið fyrir hátíð- arnar. Nauðsynjaeign Þetta skemmtilega þriggja pensla sett er algjör skyldueign fyrir konur sem mála sig á annað borð. Pensl- arnir geta haft gífurlega mikið að segja um útkomuna og því mikilvægt að hafa þá góða. Klassískt penslasett Fyrir þær sem eru aðeins lengra komnar eða hafa áhuga á að gera betur þeg- ar kemur að förðun er gott að eiga þetta glæsilega fimm pensla sett. Draumur allra kvenna Þetta unaðslega demantslitaða snyrtibox freistar eflaust margra kvenna sem eiga svolítið af snyrtivörum. Hægt er að raða snyrtivörunum í röð og reglu í boxinu og er meira að segja gert ráð fyrir nauðsynlegustu penslun- um í lokinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.