Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 38
38 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Jólaland Ármanns Fagurkerinn og vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson hefur í gegnum áratugina sankað að sér sérstöku og fal- legu jólaskrauti frá ýmsum heimshornum og í upphafi aðventu færir hann heimili sitt í sannkallaðan jólabúning. DV fékk Ármann til að setja upp jólaslaufuna og segja frá nokkrum gersemum sem hann dregur fram fyrir jólin. FYRIR BÚSTAÐINN OG HEIMILIÐ Opið: má-fö. 12-18, lau. 11-16 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is Jólasveinninn „Elsta skrautið mitt er þessi handgerði jólasveinn. Ég var í Danmörku fyrir nákvæm- lega þrjátíu árum hjá góðum vini og móðir hans gaf mér þennan jólasvein í nóvember. Þá fannst mér þetta nú hálffáránlegt en ég var bara kurteis og þakkaði fyrir. Síðan bara kemur í ljós að hann er nú bara meiriháttar. “ KluKKurnar dingalinga- ling Þessa þýsku handmáluðu jólabjöllu fékk Ármann að gjöf frá vinahjónum árið 1982. „Þetta er minj- argripur um fyrstu jólin mín á Smára- götunni 1982 en það er svo merki- legt hversu miklar minningar svona smáhlutir geta kallað fram.“ JólabiKarinn „Þetta er heimagert. Ég hef skreytt þennan jólabikar í um tíu ár. Með öllum þessum jólaskreytingum fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina sem ég held að sé þeim, sem fást við skriftir, myndlist eða hvað sem er, mjög mikilvægt. Þeir eru bara með einhverja stæla, sem þykir þetta pjatt, og ég held að þeir hafi bara engan sköpunarkraft í sér. Ég blæs á allt svoleiðis tal.“ sKrautið fagra frá Kasmír „Þetta er handgert jólaskraut frá Kasmír á Indlandi. Þetta keypti ég þegar ég var á Indlandi í fyrra og byrjaði að kaupa jólaskraut í janúar. Ég var svo hrifinn af þessu.“ toppar Hvíta Húsið Að sjálfsögðu er saga á bak við jólatré Ármanns eins og flest það sem prýðir heimili hans. Sumarið 2000 var Ármann á leið frá Stykkishólmi út í Flatey. „Á meðan ég var að bíða eftir bátnum fór ég óvænt inn í Egilshús þar sem ég rakst á þetta jólatré til sölu. Það var nýsmíðað og ég ákvað þarna um hásumarið að kaupa það. Síðan fékk ég mér antíkliti og málaði það grænt og lagði stóra grenitréð af.“ Ármann segir litla tréð ofhlaðið skrauti en það sé með ráðum gert þótt ofhleðsla af þessu tagi sé ekki í hans anda. Fyrirmyndina sæki hann til Hvíta hússins en þar er jafnan sett upp ríkulega skreytt jólatré og Ármann vildi gera tilraun til þess að toppa Banda- ríkjaforseta í jólaskreytingum. Jólaslaufan Ármann hefur sett upp þessa líka fínu, rauðu slaufu upp á aðfangadagskvöld í hart nær þrjátíu ár. Skyrtan sem Ármann klæðist í ár er Indversk og þannig mætast austur og vestur í klæðaburði hans rétt eins og jólaskreytingunum. perlutréð Þetta forláta perlujólatré kemur frá Þýskalandi en það er skreytt dýrindis perlum sem Ármann segir að hæglega megi plokka af og búa til úr þeim fyrirtaks perlufesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.