Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 12
Föstudagur 28. nóvember 200812 Helgarblað FLÓTTINN ÚR FJÁRVANA GIFT Fjárfestingafélagið Gift er hársbreidd frá því að verða gjaldþrota. Inn í félaginu voru allar eignir og verðmæti Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Verði Gift gjaldþrota missa fimmtíu þúsund manns eignarrétt sinn. Sigurður G. Guðjónsson hæstarétt- arlögmaður, segir það jaðra við brot á hegn- ingarlögum gagnvart fólkinu, fari félagið í þrot. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknar, er í fulltrúarráðinu. „Núna virðist félagið ekki eiga nein- ar eignir, aðeins skuldir,“ segir lög- fræðingurinn Sigurður G. Guðjóns- son, varðandi fjárfestingafélagið Gift sem er á barmi gjaldþrots. Fé- lagið var stofnað á síðasta ári þegar fulltrúarráð Eignarhaldsfélags Sam- vinnutrygginga samþykkti að færa eignir Samvinnutrygginga inn í Gift. Gjörningurinn varð umdeildur, þá sérstaklega í ljósi þess að um fimm- tíu þúsund manns eiga eignarrétt í félaginu í ljósi þess að þeir greiddu tryggingar í áravís. Heildarupphæð- in sem almenningur á tilkall til er þrjátíu milljarðar, fé, sem nú virðist vera tapað. Áttu að fá hlut í Gift Samvinnutryggingar eru sennilega eitt umdeildasta fyrirbæri landsins. Tryggingafélagið Sam- vinnutrygg- ingar var stofnað árið 1946 en það sam- einað- ist svo bruna- bótafé- laginu í VÍS árið 1989. Þeir sem tryggðu hjá Sam- vinnutrygg- ingum árið 1987 til 1988, og héldu áfram að tryggja hjá VÍS fram í júní 2006, áttu að fá hlut sinn greiddan í hlutabréfum Giftar. VÍS varð verulega umdeilt þeg- ar Finnur Ingólfsson, ásamt Helga S. Guðmundssyni og fleiri fram- sóknarmönnum, var sakaður um að misnota sjóðinn í fjárfesting- ar, þar á meðal til kaupa á Búnað- arbanka Íslands, síðar Kaupþing, árið 2003. Margir vildu meina að þar hefði átt sér stað stærsta banka- rán sögunnar. Samvinnutryggingar urðu alræmdar í ljósi þess að fram- sóknarmenn stjórna sjóðnum, þar ber hæst, Finnur Ingólfsson, Helgi S. Guðmundsson, og svo Valgerð- ur Sverrisdóttir sem nú situr í full- trúaráðinu. Öll komu þau að einka- væðingarferli Búnaðarbankans, Valgerður var þá ráðherra, Helgi og Finnur kaupendur. Þrjátíu milljarða skuld Það var svo í júní á síðasta ári sem fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga, samþykkti að stofna dótturfélagið Gift. Þá var jafn- framt samþykkt að leggja allar eign- ir inn í félagið sem voru 60 milljarðar en eigið fé var 30 milljarðar. Í kjölfarið hefur Gift farið um víðan völl og fjár- fest í mörgum félögum og fyrirtækj- um. Þar ber hæst Exista og Kaupþing, en bankinn var þjóðnýttur í október. Þá átti Gift einnig í Landsbankanum og Glitni, sem einnig hafa verið þjóð- nýttir. Gift átti síðan hluta í Straumi- Burðarás, sem skilaði nýlega tapi, vel yfir tuttugu milljarða. Því er ljóst að Gift er komið í veruleg vandræði með fé almennings. Kreppan er næstum búin að knésetja félagið áður en það kemst í hendur þeirra fimmtíu þús- und einstaklinga sem hafa eignar- rétt í því. Ólögleg skilanefnd „Með því að samþykkja skila- nefndina án þess að fá löggildingu, er fulltrúaráðið komið í þá stöðu að það gæti verið að brjóta lög,“ segir hæstaréttalögmaður- inn Sigurður G. Guðjóns- son, sem gagnrýndi tilurð Gift á sínum tíma harðlega. Hann segir að skilanefnd- in svokallaða, sem átti að vinna að slitum Giftar, sé ekki lögleg. „Ég veit ekki til þess að það sé einhver lög- gilding sem þeir hafa fengið og því engar lagalegar forsendur til þess að annast þessi störf,“ segir Sigurð- ur um skilanefndina en formaður hennar er Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður. Samkvæmt heimasíðu Sam- vinnutrygginga þá kemur fram í pistli á síðasta ári að skilanefndin myndi slíta félaginu í fyrsta lagi í október á síðasta ári. Það var Þór- ólfur Gíslason, þáverandi formað- ur stjórnar Giftar, sem það skrif- aði, en hann sagði sig úr stjórn í mars síðastliðnum. Ekkert bólar á skilum skilanefndarinnar og nú er raunveruleg hætta á að verð- mætin hafi tapast í því efnhagslega fárviðri sem hefur ríkt hér á landi undanfarið. Valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það á ekki að láta menn sem telja sig hafna yfir lög leika sér með verðmæti sem þeir eiga ekki.“ Valgerður Sverrisdóttir Formaður Framsóknarflokksins situr í fulltrúaráði samvinnutrygginga. Fari gift í þrot er hætt við að málið muni koma henni í óþægilega pólitíska stöðu. Sigurður G. Guðjónsson segir það jaðra við brot á almennum hegningarlögum fari gift í þrot en fimmtíu þúsund manns eiga tilkall til pening- anna sem nú eru tapaðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.