Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 3

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 3
3 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags – Jarðfræðingur, kennari og frumkvöðull í náttúruvernd Þann 29. ágúst árið 2011 voru 80 ár liðin frá fæðingu Þorleifs Einars- sonar jarðfræðings. Þorleifur var flestum jarðfræðingum vel kunnur og mikils metinn. Hann var án efa einn af frumkvöðlum íslenskrar jarðfræði, var ötull við að benda á mikilvægi jarðfræðimenntunar og skapa störf fyrir jarðfræðinga, og var auk þess brautryðjandi í nátt- úruvernd. Þorleifur var lærifaðir margra jarðfræðinga og ákaflega góður sem slíkur. Hann bjó yfir ótrú- lega miklum fróðleik um jarðfræði og náttúrufar Íslands og rak aldrei í vörðurnar á þeim sviðum. Þor- leifur vann að margþættum rann- sóknum víða um land og eftir hann liggja mörg og merk ritverk. Bók hans Jarðfræði, saga bergs og lands lagði grunn að jarðfræðikennslu í íslenskum framhaldsskólum um áratugaskeið, enda var hún endur- útgefin margsinnis í breyttum og bættum útgáfum og undir ýmsum nöfnum. Jarðfræðafélag Íslands vildi heiðra minningu Þorleifs í tilefni af tímamótunum. Hans var minnst á vorráðstefnu félagsins 2011 en auk þess var leitað til félagsmanna um að skrifa greinar tengdar Þorleifi og fræðasviðum hans í Náttúrufræð- inginn, en Þorleifur sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1964 og var formaður þess 1966–1972. Óhætt er að segja að undirtektir félagsmanna hafi farið langt fram úr björtustu vonum og vill stjórn Jarðfræðafélags Íslands þakka höf- undum greinanna í þessu hefti fyrir framlag þeirra. Hér birtast 14 greinar og eru efnistök þeirra æði mismun- andi – eins og viðeigandi er og kannski lýsandi fyrir þann breiða fræðagrunn sem Þorleifur bjó yfir. Páll Imsland skrifar á fræðandi og skemmtilegan hátt um Þorleif og gefur góða mynd af ótrúlegu lífs- hlaupi, fjölbreyttum rannsóknum og félagsstörfum, svo ekki sé minnst á frækin íþróttaafrek. Hreggviður Norðdahl og félagar fjalla um lok ísaldar á Íslandi og Ívar Örn Bene- diktsson um myndun jökulgarða við Brúarjökul, en Þorleifur var meðal frumkvöðla í rannsóknum á menjum ísaldar og landmótun jökla á Íslandi. Þessu tengist og lýsing Skafta Brynj- ólfssonar o.fl. á snjóflóðadyngjum í Skíðadal. Þorleifur vann ötullega að rannsóknum á veður- og gróðurfars- sögu landsins og því eiga greinar Sverris A. Jónssonar o.fl. um skógar- sögu Fljótsdalshéraðs og Árnýjar E. Sveinbjörnsdóttur um fornveður- far lesið úr Grænlandsjökli vel við í þessu hefti. Hið sama má segja um grein Leifs A. Símonarsonar og Jóns Eiríkssonar um steingervinga og setlög, en Þorleifur gaf setlaga- fræði jafnan mikinn gaum. Þorleifur kom að rannsóknum á Öskjugosinu 1961, Surtsey 1963–1967 og Heimaey 1973 og því eru greinar Sveins P. Jak- obssonar og Magnúsar Tuma Guð- mundssonar um móbergshryggi og móbergsstapa, Olgeirs Sigmarssonar um gliðnunarhraða landsins og Árna Hjartarsonar um Alfred Wegener og landrekskenninguna einkar vel til fundnar, þótt að vísu hafi verið djúpt á viðurkenningu Þorleifs á landrek- inu. Umfjöllun Gunnars Bjarnasonar og Hreins Haraldssonar um jarð- fræði og vegagerð, Gísla Guðmunds- sonar um veðrun Alþingishússins og Stefáns Arnórssonar um endurnýjan- leika jarðhitakerfa tengjast áhuga og rannsóknum Þorleifs á hagnýtri jarðfræði. Náttúruvernd var Þorleifi ennfremur hugleikin og var hann afar öflugur á því sviði. Það á því vel við að ljúka heftinu með grein Sigmundar Einarssonar og félaga um fegurð og sérstöðu Íslands. Það er ljóst af viðbrögðum félags- manna Jarðfræðafélags Íslands að minning Þorleifs Einarssonar lifir í hugum þeirra, enda var hann án efa einn af fremstu jarðvísinda- mönnum samtímans, afkastamikill fræðimaður og frumkvöðull. Fyrir hönd JFÍ, Þorsteinn Sæmundsson formaður og Ívar Örn Benediktsson ritari Þorleifur Einarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.