Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 12 menn eru stundum stimplaðir öfgamenn, eða eitt- hvað í þá áttina, og jafnvel alvörumenn úr hófi. Mér fannst Þorleifur jafnan mega kallast einarður. Þótt skoðanir hans væru hreinar og beinar var jafnan grunnt á stríðni eða gáska hjá Þorleifi og fengu ýmsir að kenna á því, jafnvel nokkuð harkalega. Hann notaði stundum þá aðferð að espa og jafnvel ergja menn vísvitandi til dáða eða athafna, og glotti þá við tönn. Þetta er tvíbent aðferð og mun oft hafa valdið skammtíma misskilningi sumra manna. Í flestum tilvikum mun þó málið hafa skýrst, einkum fyrir nemendum hans, áður en langt um leið og all- flestir munu þeir þá hafa sæst á sjónarmið hans og yfirleitt skilið hvatninguna réttum skilningi, og þá fór hún oftar en ekki að virka eins og til var ætl- ast. Þegar Þorleifur beitti þessu við samstarfsmenn sína í nefndum og ráðum og í stjórnun, eða við andstæðinga á opinberum vettvangi, var stundum annað uppi á teningnum, enda eiga fullvaxnir menn gjarnan erfiðara með að sjá og viðurkenna eigin mis- skilning og mistök en ungdómurinn, þótt að sjálf- sögðu ætti það að vera á hinn bóginn ef skynsemi og reynsla ein réðu viðbrögðum manna. Baráttuað- ferðir Þorleifs þóttu því ekki alltaf af mýkri toganum eða samkvæmt hefðinni. En hann var heiðarlegur og fór ekki á bak við menn með undirferli. Hann tefldi hins vegar gjarnan bæði hratt og djarft og kom því oft andstæðingum sínum í opna skjöldu, og sumir hafa í einfeldni talið það til óheiðarlegra aðferða. Óheiðarleika átti hann ekki til, en hann gat verið erfiður andstæðingur. Þeir sem á annað borð þekktu Þorleif vissu hins vegar vel að hann meinti það sem hann sagði og fylgdi baráttumálum sínum fast eftir. Þannig gátu jafnan allir vitað hvar þeir höfðu hann ef þeir viðurkenndu fyrir sjálfum sér að hann væri sterkur og ósérhlífinn baráttumaður þess mál- staðar sem hann hafði kjörið sér. En Þorleifur vann ekki síður að ýmsum framfaramálum í kyrrþey og án þess að mikið bæri á. Hann átti því aðkomu að ýmsum málum sem hvorki eru á allra vitorði né voru hávær fréttamál meðan á þeim stóð. Sem dæmi um óhefðbundnar baráttuaðferðir hans má nefna „dósamálið“ fræga. Einn góðan sunnudag árið 1987 fór Þorleifur, ásamt Björk dóttur sinni, út með nokkra ruslapoka og þau tíndu upp allar sjáan- legar gosdósir og önnur tóm einnota drykkjarílát meðfram nokkrum götum í Langholtshverfinu. Þessi ílát flokkuðu þau eftir framleiðendum innihaldsins og skiluðu þeim síðan til réttra eigenda. Umbúð- irnar voru jú kirfilega merktar eigendum sínum, og sem skilvísir borgarar komu þau óskilamununum til réttra eigenda. Einhverra hluta vegna hafði Sjón- varpið komist á snoðir um ætlan þeirra, og fylgdi þeim feðginum í skilaleiðangrinum og sagði frá málinu í fréttum. Eigendur dósanna brugðust mis- jafnlega við heimsókninni eins og skjalfest var á filmu. Fram að þessu hafði allmikil en ómarkviss umræða verið um umgengni manna og sóðaskap utanhúss í borginni; umbúðamálin voru í ólestri en einnota umbúðir í gífurlegri sókn. Upp úr þessu kom alvöruumræða og síðan umbúðalög og skilagjöld og málið fékk gagnlegan farveg og farsælan endi. Það er ágætt dæmi um þær úthugsuðu aðferðir sem Þorleifur gat fundið upp á að nota og beitti gjarnan í baráttumálum, eins og í handboltanum. Upp úr þessu athæfi þeirra feðginanna varð til hugtakið „dósafeðgin“. Páll Imsland, jarðfræðingur Þakkir Upplýsingar úr eftirmælum í Morgunblaðinu og símaviðtölum við eftir- talda einstaklinga hafa verið notaðar: Auður Sveinsdóttir, Elín Pálma- dóttir, Grétar Guðbergsson, Guðmundur E. Sigvaldason, Gunnlaugur Hjálmarsson, Helgi Hallgrímsson, Hreinn Haraldsson, Jón Eiríksson, Kristinn J. Albertsson, Leifur A. Símonarson, Margrét Hallsdóttir, Reynir G. Karlsson, Þorgeir Þorgeirsson og Þröstur Ólafsson. Heimildir 1. Ari Trausti Guðmundsson 1982. Ágrip af jarðfræði Íslands: handa skól- um og almenningi. Örn og Örlygur, Reykjavík. 186 bls. 2. Durham, J.W. & MacNeil, F.S. 1967. Cenozoic migrations of marine invertebrates through the Bering Strait Region. Bls. 326–349 í: The Bering Land Bridge (ritstj. Hopkins, D.M.). University Press, Stanford. 3. Guðmundur G. Bárðarson 1922. Ágrip af jarðfræði. Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri. 89 bls. 4. Guðmundur G. Bárðarson 1927. Ágrip af jarðfræði. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 2. útg. 200 bls. 5. Guðmundur G. Bárðarson 1945. Ágrip af jarðfræði. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 3. útg. 192 bls. 6. Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson 2001. Jarðfræði – svell er á gnípu, eldur geisar undir. Iðnú, Reykjavík. 304 bls. 7. Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson 2003. Jarðargæði – Jarðfræði NÁT 113. Iðnmennt – Iðnú, Reykjavík. 259 bls. 8. Jóhann Ísak Pétursson & Jón Gauti Jónsson 2004. Almenn jarðfræði. Iðnú, Reykjavík. 274 bls. 9. Crichton, M. 2004. State of Fear. Harper Collins, New York. 603 bls. 10. Páll Imsland 1999. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur 1931–1999. Minn- ingartala í Vísindafélagi Íslendinga 28. apríl 1999. 11. Páll Imsland 2011. Þorleifur Jóhannes Einarsson (f. 29.8.1931, d. 22.3.1999). Erindi á Vorráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands, 15. apríl 2011. Ágrip erinda og veggspjalda. Bls. 52. 12. Sigurður Þórarinsson 1968. Þorleifur Einarsson: Jarðfræði – saga bergs og lands. Ritdómur. Skírnir 142. 167–169. 13. Trausti Einarsson 1972. Eðlisþættir jarðarinnar og jarðsaga Íslands. Almenna bókafélagið, Reykjavík. 267 bls. 14. Þröstur Ólafsson 1999. Þorleifur Einarsson, prófessor: 29.08.1931– 22.03.1999. Tímarit Máls og menningar 2. 6–9. 15. Örnólfur Thorlacius 1968. Þorleifur Einarsson: Jarðfræði – saga bergs og lands. Ritdómur. Saga 6. Bls. 164–166. Ritskrá Þorleifs Einarssonar, tekin saman af Páli Imsland, er birt á heima- síðu Hins íslenska náttúrufræðifélags (www.hin.is).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.