Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 27
27 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skafti Brynjólfsson, Brynjólfur Sveinsson og Sveinn Brynjólfsson Snjóflóðadyngjur í Skíðadal og ýmis önnur ummerki snjóflóða á Tröllaskaga Á Íslandi hafa snjóflóð valdið búsifjum og slysum frá örófi alda. Frásagnir af hörmungaratburðum má finna í annálum, bókum og ýmsum fjöl- miðlum í seinni tíð. Heimildir ná hins vegar fyrst og fremst yfir atburði sem orðið hafa við byggð eða á alfaraleiðum. Mikill fjöldi snjóflóða fellur utan alfaraleiða og þeirra verður yfirleitt ekki vart. Í seinni tíð hafa menn veitt því athygli að jarðfræðileg ummerki eftir snjóflóð geta varðveist lengi í náttúrunni þó að snjóa leysi að vori. Ummerki eins og snjóflóðagrjót, jarðvegstorfur og rofsár á jarðvegsþekjunni geta fundist hvar sem snjóflóð hafa fallið, en stærri ummerki eins og snjóflóðadyngjur og -keilur mynd- ast þar sem snjóflóð eru tíð. Öll þessi fyrirbæri er að finna á Tröllaskaga; snjóflóðagrjót og rofform eru mjög algeng og lætur nærri að þau séu undir hverju fjalli sem hefur upptakahalla snjóflóða. Snjóflóðadyngjur eru ekki eins algengar; þær finnast eingöngu þar sem snjóflóð eru mjög tíð og falla gjarnan þvert yfir grýtta árfarvegi, t.d. í Skíðadal og í framdölum Eyja- fjarðar og Fnjóskadals, og hlaða upp jarðefnum á bakkann handan árinnar. Eyðileggingarmáttur snjóflóða hefur lengi verið höfundum umhugs- unarefni, sér í lagi eftir mikið rask og gróðurskemmdir í kjölfar hrinu snjó- flóða haustið 1995. Eftir að hafa barið augum stærð og formfegurð snjó- flóðadyngjanna á Kóngsstaðadal fundu höfundar sig knúna til að rann- saka þær og lýsa í ritgerð. Að þekkja jarðfræðileg ummerki snjóflóða getur verið mjög mikilvægt við skipulag og hættumat á ákveðnum svæðum sem ætlunin er að nýta, t.d. undir mannvirki. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 27–34, 2012 Inngangur Snjóflóð eru sjaldan lengi sýnileg; þau falla oft í vondu veðri, hverfa undir nýjan snjó eða fjúka jafnvel burt. Flest hverfa þegar snjórinn bráðnar að vori en þau efnismeiri geta fyrnst á milli ára. Hins vegar geta jarðfræðileg ummerki snjóflóða varðveist lengi. Með snjóflóðum berst oft grjót, fínna set og torf sem situr eftir á yfirborði þegar snjóa leysir. Auk þess mynda snjóflóð rofform vegna núnings við undir- lag sitt, t.d. plógför, ýmis rofsár á jarðvegsþekju og rispur/brotsár í klappir og grjót. Með tímanum geta myndast sérstök landform þar sem setupphleðsla af völdum snjóflóða er mikil. Þannig má að nokkru leyti sjá tíðni og stærð snjóflóða og greina helstu hættusvæði með könnun á jarðfræðilegu ummerkjunum.1,2,3,4 Ummerki snjóflóða finnast víða á Íslandi. Í bókinni Skriðuföll og snjóflóð greinir Ólafur Jónsson frá fyrirbrigði sem hann kallaði „snjó- flóðahóla“ auk margra dæma um setframburð og rof á túnum og grónu landi vegna snjóflóða.5 Sig- urjón Rist gat um framburð snjó- flóða, svo sem grjótdreifar, stak- steina og snjóflóðadyngjur í Öxna- dal og framdölum Eyjafjarðar.6 Í tímaritinu Týli lýsti Helgi Hall- grímsson snjóflóðadyngjum, eða grjóthaugum eins og hann kallaði það, í dalbotnum við Eyjafjörð.7 Lík- lega eru höfundarnir allir að fjalla um samskonar landform þegar þeir ræða um snjóflóðahóla, snjóflóða- dyngjur og grjóthauga. Decaulne og Þorsteinn Sæmundsson hafa lýst snjóflóðagrjóti í Fnjóskadal og stuðst við útbreiðslu þess við kortlagn- ingu á mestu skriðlengd snjóflóða.8 Víða erlendis eru ummerki snjó- flóða ágætlega þekkt en þeim hefur t.d. verið lýst í Norður-Ameríku, Nýja-Sjálandi, Skotlandi og Skandi- navíu. Í rás tímans hefur hugtakið snjóflóðadyngja haft nokkur heiti í erlendum ritum, t.d. boulder ram- part, tongues, mounds eða ridge. Síð- ustu tvo áratugi hefur hugtakið ava- lanche boulder rampart eða depositional mounds verið að festast í sessi.1,3,9 Jarðfræðileg ummerki snjóflóða á Íslandi hafa verið rannsökuð nokkuð síðastliðin 15 ár. Í fyrstu könnuðu menn hvort þekkja mætti í sundur jarðfræðileg ummerki snjóflóða og annarra ofanflóða og þá hvort ummerkin nýttust til að meta mestu mögulega skriðlengd snjóflóða við gerð snjóflóðahættumats.4,8,10 Á Þverár- og Kóngsstaðadal, sem er afdalur Skíðadals (1. mynd), eru afar tilkomumiklar snjóflóða- dyngjur (2. mynd). Dalurinn heitir sínu nafni hvorum megin árinnar eftir bæjunum sem þar eiga landið, Þverárdalur að norðan en Kóngs- staðadalur að sunnan. Í þessari grein verður hann oftar nefndur Þverárdalur, því þar eiga snjóflóðin sem mynda dyngjurnar upptök sín. Ritrýnd grein
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.