Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 31
31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
köntuðum steinum í dyngjunni
líklegast ættuð úr frostveðruðum
klettabeltum og skriðurunnum
hlíðum Melagils. Talsvert af grjót-
hnullungum er um og yfir 1 metri
í þvermál og þeir stærstu 8–10 m3.
Langás grjótsins á yfirborði dyngj-
unnar hefur ekki ríkjandi stefnu
samsíða stefnu snjóflóðanna. Þetta
gæti orsakast af mikilli hæð og bratta
dyngjunnar ármegin í farveginum (4.
mynd) sem virkar eins og snjóflóða-
vörn, sprengir upp flóðið og veldur
óreglulegu flæði snævarins eftir að
flóðið skellur á dyngjunni; hins
vegar var ríkjandi stefna langása
(vefta) ekki könnuð í jarðsniðinu.
Steinarnir á yfirborði eru ýmist mjög
ferskir að sjá, með rispum, hvössum
brotum, skítugir og gróðurvana, lík-
lega frá síðustu vetrum eða gamlir,
veðraðir og fléttugrónir eða jafnvel
hálfsokknir í jarðveg.
Yfirborð dyngjunnar er vel gróið,
nema hluti hennar næst ánni þar
sem grjót þekur 10–50% yfirborðs-
ins. Mosi, gras og lyng vex á milli
steina. Auk staksteina finnast malar-
dreifar, ættaðar úr Þveránni eða
lausum skriðum í Melagili, hér og
þar á dyngjunni. Því til viðbótar er
talsvert af gróðurleifum, t.d. mis-
stórum torfum, ásamt lyngi og
jarðvegi sem snjóflóðin rjúfa af yfir-
borði aurkeilunnar neðan Melagils.
Stórt bjarg hefur rofið um 1 m breitt
og 60–70 cm djúpt skarð í topp
dyngjunnar. Skarðið er nú algróið
af aðalberjalyngi sem bendir til
að dyngjan hafi náð núverandi
hæð fyrir nokkrum áratugum hið
minnsta.
Farvegur snjóflóðanna sem
myndað hafa dyngjuna Ysta-Naut-
hól er hrikalegur, nær frá 1200 m
hárri fjallsbrúninni niður í dalbotn í
270 m hæð. Upptakasvæðið í Mela-
gili er ógróið trektlaga skarð, um
800 m að breidd ofantil, með kletta-
snösum og skriðurunnum hlíðum
sem snúa mót suðri (SV-SA). Botn
skarðsins endar í þröngu og djúpu
klettagili, í um 700 m hæð, sem sker
hlíðina í nokkrum stöllum niður
undir hlíðarfót. Þar tekur úthlaups-
svæði snjóflóðanna við, breið og víð-
áttumikil aurkeila sem lækurinn úr
gilinu hefur grafið alldjúpan farveg
í. Keilan er slétt að ofan og endar í
háum bakka við farveg Þverár. Beint
handan ár hefur snjóflóðadyngjan
hlaðist upp úr því efni sem snjó-
flóðin hafa borið með sér.
Um 1 km framan við Ysta-Naut-
hól (3. mynd) er önnur myndarleg
dyngja, Mið-Nauthóll, með svipuð
einkenni og sú fyrrnefnda. Laus-
leg athugun sýnir að stærð dyngj-
anna og umfang er svipað. Framar
á dalnum eru fleiri dyngjur, sem
ekki hafa verið mældar né skoðaðar
nákvæmlega, þar á meðal Fremsti-
Nauthóll. Þær eru talsvert mismun-
andi, enda er talið að stærð þeirra og
lögun ráðist af snjóflóðafarveginum,
tíðni snjóflóðanna og aðstæðum á
úthlaupssvæðinu.
Aurkeilurnar neðan giljanna á
Þverárdal (5. mynd) eru töluvert
stærri en snjóflóðadyngjurnar og
ljóst að myndun þeirra verður ekki
eingöngu rakin til snjóflóða líkt og
myndun dyngjanna. Meginferlin í
byggingu keilnanna eru vatnsfram-
burður, aurskriður og snjóflóð.
Þar sem aurskriður eiga lík-
lega stóran þátt í að byggja upp
aurkeilurnar á Þverárdal er ekki
hægt að túlka þær sem eiginlegt
snjóflóðalandform. Hins vegar eiga
aurskriðurnar líklega lítinn þátt í
uppbyggingu snjóflóðadyngjanna
handan Þverár. Ef aurskriður falla á
aurkeilurnar og allt niður í dalbotn
berst megnið af þeim áfram niður
með Þveránni sem eins konar aur-
eða eðjuflóð, en einhver hluti þeirra
getur borist yfir ána og upp í and-
brekkuna. Aurskriður eru í eðli sínu
oft mjög vatnsríkar og fljótandi og
fylgja þarafleiðandi farvegum vel,
jafnvel stórar skriður,18 og má sem
dæmi nefna skriðuföll á Norður-
landi vorið 1995.19
Önnur jarðfræðileg
ummerki snjóflóða á
Tröllaskaga
Stærð landforma og magn setefna
í snjóflóðum ræðst helst af set-
framboði í viðkomandi snjóflóða-
farvegum ásamt tíðni og gerð snjó-
flóðanna. Algengustu ummerkin,
og þau sem oft er erfiðast að þekkja,
eru staksteinar. Stærri ummerki eru
snjóflóðadyngjur, aurkeilur og rof-
ummerki ýmiskonar. Að snjóflóða-
dyngjunum undanskildum hafa
höfundar fundið öll þessi ummerki
víða á Tröllaskaga. Rannsóknir á
snjóflóðaaðstæðum í Svarfaðardal,
Hörgárdal og Öxnadal hafa m.a.
leitt í ljós hve algeng þessi fyrir-
bæri eru.
5. mynd. Grjótdreifar og staksteinar liggja á stórum aurkeilum sem eru neðan snjóflóða-
farveganna á Þverárdal. – Below the avalanche paths in the Þverárdalur valley there are
large debris cones covered with tounges of debris rocks and scattered boulders. Ljósm./
Photo: Skafti Brynjólfsson, 2010.