Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 33
33 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gefið hugmynd um loftslag á mynd- unartíma. Aukin tíðni snjóflóða er t.d. yfirleitt tengd kaldara lofts- lagi og mikil tíðni skriðufalla tengd blautum og umhleypingasömum tímabilum. Á sama hátt er tíðni snjóflóða yfirleitt minni í mildara loftslagi. Lítil tíðni ofanflóða er talin benda til að veðurfar sé nokkuð stöðugt og umhleypingar í minna lagi.3 Með svipuðum rannsóknum og í Noregi mætti kortleggja snjóflóða- sögu og upphleðslu landformanna á Þverárdal og þannig hugsanlega fá mynd af snjóflóðasögu á Trölla- skaga. Líklega hefur virkni snjóflóða breyst í takt við loftslagsbreytingar og verið mest á kaldari tímabilum á borð við litlu ísöld. Engu að síður teljum við ólíklegt að snjóflóða- virkni hafi stöðvast alveg á hlýrri tímabilum, eins og fyrir um 5–8 þúsund árum þegar loftslag var mun mildara.23,24 Við teljum t.d. að aðstæðum hafi e.t.v. svipað til núver- andi aðstæðna sums staðar á vestur- strönd Noregs. Þar eru vetur mildir og rakir en engu að síður snjóþungt til hárra fjalla, þaðan sem snjóflóð geta borist niður á autt láglendi.3 Þess vegna teljum við, að ókönnuðu máli, myndunarsögu snjóflóðadyngjanna á Þverárdal teygja sig aftur til þess tíma er jökull hopaði úr dalnum. Hafi virkni snjó- flóða verið mjög lítil um skeið er líklegt að skógur eða kjarr hafi vaxið niður í dalbotninum, en merki um skóga hafa fundist upp í 450–500 m hæð í Skíðadal.25 Snjóflóðadyngj- urnar á Þverárdal eru í 200–300 m hæð yfir sjó. Trjáleifar gætu því fundist í dyngjunum hafi snjóflóða- virkni einhvern tíma verið það lítil að trjágróðri hafi gefist færi á að vaxa í og við snjóflóðafarvegina. Að lokum Eins og dæmi frá síðustu áratugum sanna, búa snjóflóð á Íslandi yfir gríðarlegum krafti og öflugum rof- mætti. Það ætti því ekki að koma á óvart hversu stórtæk þau eru við myndun og mótun landslags til dala og fjalla. Helstu gerðir jarðfræðilegra ummerkja af völdum snjóflóða finn- ast allar á Tröllaskaga. Rofform, stak- steinar og grjótdreifar eru algengustu ummerkin. Snjóflóðadyngjurnar á Þverárdal og Holárdal eru hins vegar mikilfenglegustu ummerkin á svæðinu og með þeim mestu sem höfundar þekkja á Íslandi. Vel má greina helstu snjóflóðafarvegi víða á Tröllaskaga með jarðfræðilegum ummerkjum einum saman, og á það líklega almennt við um marga eða jafnvel flesta snjóflóðafarvegi á landinu öllu. Snjóflóðadyngjurnar eru afger- andi landform sem talið er að myndist nær eingöngu við setburð snjóflóða. Fersk yfirborðsummerki og stærð dyngjanna benda til að stór snjóflóð séu mjög tíð á afdölum Skíðadals, Þverárdal og Holárdal. Stærðin bendir einnig til að snjó- flóðavirkni hafi varað þar í þús- undir ára. Summary Geomorphological evidence of snow avalanches in the Trölla- skagi peninsula, northern Iceland Snow avalanches are a constant threat in Iceland; accounts of tragic accidents from recent decades and centuries are preserved in the literature. Avalanches are more likely to be reported from the vicinity of buildings, roads or traditional hiking routes, than in uninhabited areas or areas rarely visited. However, from geomorphological evidence a large number of avalanches are known to oc- cur in such areas. As the understanding of geomorphological evidence of snow 7. mynd. a) Jarðvegstorfa undir Dunhagaskarði í Hörgárdal > 1 m2 að stærð, borin fram af snjóflóði. b) Rofsár eftir stórt snjóflóð í október 1995 á Upsadal ofan Dalvíkur. Neðst á myndinni er Brunnklukku- tjörn en flóðið féll yfir hana, skóf upp leirbotn hennar og dreifði yfir árhvamminn svo sjá mátti ljósa slikju sumarið eftir. – a) Pile of soil and vegetation below an avalanche path in the Hörgárdalur valley, eroded and transported by a snow avalanche. b) Erosional landforms made by a huge avalanche in October 1995 can still be seen in the slopes of Upsadalur val- ley, Dalvík, N-Iceland. Ljósm./Photos: a) Brynjólfur Sveinsson, 2009; b) Sveinn Brynjólfsson, 2011. a) b)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.