Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 42
Náttúrufræðingurinn
42
Innsti hluti kjarnans, 0–11 m –
Aflögun í efri hlutanum er greini-
lega minni en í neðri hlutanum
og eru mörkin þarna á milli skýrt
afmörkuð af lítt hallandi siggengi.
Ofan siggengisins skiptast á FMA-
lög og öskulög sem eru lítið aflöguð.
Neðan siggengisins einkennist
aflögunin af samþjöppun, svo sem
opnum, hallandi og liggjandi fell-
ingum. Þar má einnig sjá fjölda
minni misgengja, ýmist siggengi
eða samgengi. Tvö greinileg sam-
gengi má sjá á 6–9 m þótt færslan
eftir þeim sé fremur lítil. Framan við
þessi samgengi eykst brotaflögun
eins og sjá má á litlum misgengjum
í öskulaginu frá Öræfajökli 1362
(7. mynd C).
Miðhluti kjarnans, 11–16 m – Þessi
hluti sniðsins einkennist af ásýnd
3, sandi og silti, sem orðið hefur
fyrir mikilli brotaflögun. Þetta sést á
fjölda misgengja, sem flest eru sam-
gengi með færslu til norðurs (þ.e.
frá jökli), þótt finna megi einstaka
samgengi með færslu mót jökli
(7. mynd D). Hnígandi aflögun er
einnig til staðar í þessum hluta, eins
og fellingar sýna á 13–16 m. Mæl-
ingar á misgengjum og fellingum
gefa sterklega til kynna þrýsting
úr suðri, sem kemur vel heim og
saman við flæðistefnu Brúarjökuls
í framhlaupinu 1890 (7. mynd D).
Ysti hluti kjarnans, 16–23 m – Á
bilinu 16–18 m má sjá sand-, fok-
sands-, mó- og öskulög sem standa
svo til lóðrétt en eru svo lítt hall-
andi til suðurs (mót jökli) á 20–23 m.
Þessi lög eru túlkuð sem innri og
ytri hluti samhverfu (7. mynd C). Ás
samhverfunnar sést ekki í sniðinu
en sést aftur á móti á yfirborðinu
framan við sniðið.
Snið 3
Snið 3 er rétt austan við snið 2 (1.
mynd). Hér er jökulgarðurinn 30–50
m breiður og allt að 15 m hár en er
enn breiðari og allt að 20 m hár litlu
austar í Kringilsárrana (8. mynd).
Sums staðar er innri hlið garðsins
nokkuð brött en ytri hliðin meira
aflíðandi, en annars staðar er þessu
öfugt farið. Engin merki sáust um
bráðnun dauðíss, en þó fundust
sökkholur sem benda til þess að
dauðís sem hafi verið til staðar hafi
að fullu bráðnað, eða að bráðnun
dauðíss sem enn er til staðar hafi
stöðvast. Innan við garðinn ein-
kennist landslagið af jökulkembum
og sprungufyllingum, en utan við
garðinn má sjá litla farvegi sem
eiga upptök sín í gosbrunnum sem
mynduðust þegar grunnvatn þrýst-
ist undan garðinum (8. mynd).13
Snið 3 nær frá kambi garðsins að
ysta hluta hans.
Þrjár ásýndir sets fundust í sniði
3: sandur og silt, FMA og öskulög
(1. tafla). Aflögun í sniðinu einkenn-
ist af fjölmörgum fellingum og mis-
gengjum. Skipta má sniðinu í tvennt:
(i) kjarninn (0–9 m ásamt litlu sniði
sem liggur samsíða langási garðs-
ins en þvert á meginsniðið, -0–2 m)
og (ii) ysti hlutinn (9–12,7 m) (8.
mynd A).
Kjarninn, 0–9 m og -0–2 m (snið
samsíða langási garðsins) – Þessi hluti
sniðsins sýnir langmestu aflögunina
og einkennist af fjölda fellinga og
7. mynd. Snið 2. Þrýstingur jökulsins frá vinstri til hægri. a) Þrívíð loftmynd af sniðinu og nánasta umhverfi þess. b) Ljósmynd af snið-
inu. c) Teikning af sniðinu í tveimur hlutum. d) Gröf sem sýna þrívíða legu misgengja og fellingaása í sniðinu. V1 táknar meðalstefnu
og halla, S1 táknar tölfræðilegan styrk reiknaðra meðaltala og n táknar fjölda mælinga. – Section 2. a) Overview of the section’s surround-
ings. b) Photograph of the section. c) Diagram of the section. d) Structural data.