Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 52
Náttúrufræðingurinn
52
Endurnýjanlegar og
endanlega orkulindir
Orkulindum jarðar hefur verið skipt
í tvo flokka, endurnýjanlegar og end-
anlegar. Endanlegar orkulindir eyð-
ast eftir því sem af þeim er tekið en
endurnýjanlegar orkulindir endur-
nýja sig jafnhratt eða hraðar en af
þeim er tekið. Það sem réttlætir þessa
skiptingu í tvo flokka er að flestar
þær orkulindir sem jarðarbúar nýta
falla vel undir hana. Sumar þessara
orkulinda endurnýja sig mjög hægt,
á milljónum eða tugmilljónum ára,
jafnvel lengri tíma, en aðrar mjög
hratt, sumar á fáum klukkustundum
eins og bein sólarorka eða vindurinn.
Enn aðrar orkulindir endurnýja sig á
áratugum eða árþúsundum eins og
viður og mór. Tvískiptingin er því
ekki annað en nálgun og vafalítið til
orðin vegna sívaxandi vinnslu jarð-
efnaeldsneytis, en endurnýjun þess
tekur vart skemmri tíma en tug-
milljónir ára og útlit er fyrir að þessi
orkulind verði uppurin eftir eina til
tvær aldir eða svo, a.m.k. ef notkun
heldur áfram að vaxa eins og hún
hefur gert undanfarna áratugi.10
a Tölur um forða (e. proved recoverable reserves) eru skilgreindar þannig: Kol/olía í þekktum kolalögum/olíulindum sem nýta má í framtíðinni miðað við núverandi
og væntanlegt fjármálaástand og með núverandi tækni. Tölur um stærð (e. proved amount in place) eru skilgreindar svo: Magn kola/olíu sem eftir er í þekktum
kolalögum/olíulindum sem hefur verið vandlega mælt og metið vinnanlegt miðað við núverandi og væntanlegt fjármálaástand og með núverandi tækni.
– Values for proved recoverable reserves are defined as follows: Coal/oil in known coal beds/reservoirs that can be recovered in future by present and expected economy
and present technology. Values for proven amount in places are defined as follows: amount of coal/oil in known coal beds/oil reservoirs that have been carefully meas-
ured and are considered extractable by present and expected economy and by present technology.
Land – Country
Framleiðsla
– Production
2008
Forði a (106 tonn)
– Reservea
106 tonnes
Ending (ár)
– Durablity
(years)
Stærð auðlindar
(106 tonn)
– Size (106 tonnes)
Ending (ár)
– Duration
(years)
Kol – Coal
Bandaríkin – United States 1.061,8 237.295 223 442.414 417
Rússland – Russia 326,5 157.010 481 194.000 594
Kína – China 2.782,0 114.500 41 ?
Ástralía – Australia 397,6 76.400 192 100.500 253
Indland – India 515,8 60.600 117 105.820 205
Þýskaland – Germany 194,4 40.699 209 ?
Kasakstan – Kasakstan 104,9 33.600 320 62.200 593
S-Afríka – South Africa 251,0 30.156 120 ?
Kólumbía – Columbia 73,5 6.746 92 ?
Kanada – Canada 68,1 6.582 97 22.022 323
Önnur lönd – Other countries 963,6 97.350 101
Samtals – World total 6.739,2 860.938 128
Hráolía og jarðgas – Crude oil and natural gas
Sádi-Arabía – Saudi-Arabia 515,5 34,518 67 264.063
Íran – Iran 220,1 17,329 79 137.610
Írak – Irak 119,3 15,478 130 115. 000
Venúsúela – Venezuela 131,6 13,997 106 99.377
Kúveit – Kuwait 137,3 13,679 100 101.500
Sameinuðu furstadæmin
– United Emirates
139,5 12,555 90 97.800
Rússland – Russia 488,5 10.647 22 79.000
Líbía – Lybia 86,5 5,712 66 44.271
Nígería – Nigeria 105,3 4,953 47 37.200
Bandaríkin – United States 305,0 3,429 11 28.396
Önnur lönd – Other countries 1.699,5 30,741 18
Samtals – World total 3.948,1 163.038 41
1. tafla. Vinnsla jarðefnaeldsneytis árið 2008, forði og stærð auðlinda. – Production of fossil fuel in 2008, reserve and resource size.