Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 53

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 53
53 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Evrópusambandið flokkar „geo- thermal energy“ (jarðvarmaorku) sem endurnýjanlega orkulind og skilgreinir hugtakið á þessa lund í Official Journal of the European Union:10 „… energy stored in the form of heat beneath the surface of the solid earth“ eða „orka á formi varma undir yfir- borði hinnar föstu jarðar” (þýð. höf.). Eins skilgreinir Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna jarðvarma sem end- urnýjanlega orkulind. Í Survey of Energy Resources, bls. 462, stendur orðrétt:11 „Jarðvarmaorka er yfirleitt flokkuð sem endurnýjanleg auðlind þar sem endurnýjanleg lýsir einkennum auð- lindarinnar: Orkan sem tekin er úr auðlindinni endurnýjast stöðugt á tímakvarða svipuðum þeim sem orku- vinnslan nær yfir“. (þýð. höf.) og er vitnað í Valgarð Stefánsson12 í þessu sambandi. Af ofangreindu orðalagi mætti ráða að sá sem ritar í Survey of Energy Resources sé ekki sannfærður um niðurstöðu Valgarðs eða að sérfræð- ingar um þessa auðlind séu ekki allir á sama máli. Raunar er það svo að Guðmundur Pálmason5 kemst að þeirri niðurstöðu að rétt sé að líta á jarðhitann sem endanlega orkulind, því lítið sem ekkert muni um endur- nýjun varmans í jarðhitakerfum sem nýtt eru að einhverju marki. Niðurstöður Mannington o.fl.13 og Glover og Mroczek14 sýna að litið er á Wairakei-jarðhitasvæðið á Nýja-Sjálandi sem varmanámu með tiltekinn endingartíma. Vinnslu- saga og eiginleikar þessa svæðis hafa líklega verið athuguð ítarlegar en á nokkru öðru jarðhitasvæði. O'Sullivan o.fl.15 komast að þeirri niðurstöðu að endurnýjunartími einstakra jarðhitakerfa sem tekin eru til nýtingar sé í réttu hlutfalli við hversu mikill varmi er tekinn úr kerfunum með vinnslunni umfram náttúrulegt varmatap. Feta þeir í fótspor Sanyal16 sem áður hafði komist að þessari niðurstöðu. Jafn- framt telur Sanyal16 rétt að líta á þessa orkulind sem endanlega því hagkvæm vinnsla gerir oftast kröfu á upptöku varma úr jarðhitakerfum langt umfram náttúrulegt varmatap frá þeim og þar með varmanámi úr heitu bergi kerfanna. Endurnýjunar- tími háhitakerfa sem nú eru nýtt er að mati Sanyal16 oft tífalt lengri en tímabil vinnslu, þ.e.a.s. 500–1000 ár miðað við 50–100 ára vinnslu- tíma eins og t.d. í Kröflu og á Nesja- völlum. Gunnar Böðvarsson17 og Trausti Einarsson18 deildu um það um ára- bil hvort lághitinn á Íslandi væri í eðli sínu endurnýjanleg fremur en endanleg orkulind. Trausti taldi þessa orkulind vera æstæða, þ.e. endurnýjanlega, en Gunnar taldi hana tímabundið fyrirbæri, þ.e. endanlega. Hitamælingar í djúpum holum á nokkrum lághitasvæðum sem boraðar voru eftir að þeir Trausti og Gunnar settu upphaflega fram tilgátur sínar um uppruna lághitans sýna svo ekki verður um villst að varmagjafi lághitakerfanna er heitt berg í rótum þeirra. Svein- björn Björnsson19 mun hafa bent á þetta fyrstur manna, en nokkru síðar hnykktu Axel Björnsson o.fl.20 á því að tilgáta Gunnars væri rétt og studdu álit sitt vandaðri úttekt á lághitanum. Frá sjónarhóli eðlisfræði stenst flokkun Evrópusambandsins og Orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna ekki. Vissulega endurnýjast varm- inn í jörðinni, en það gerist ákaflega hægt. Nefna má að sú varmaorka sem er í efstu 10 km jarðskorp- unnar undir Íslandi jafngildir þeim varma sem flæðir inn í jarðskorp- una úr dýpri jarðlögum á 1,3 millj- ónum ára.3 Það gefur hugmynd um endurnýjunartímann. Svo virð- ist sem flokkun Evrópusambands- ins sé byggð á áhyggjum af hlýnun jarðar og súrnun sjávar vegna bruna jarðefnaeldsneytis (jarðgass, jarðolíu, kola) en ekki á eðlisfræðilegum eig- inleikum jarðhitalindarinnar. Vist- vænar orkulindir eru flokkaðar sem endurnýjanlegar en óvistvænar sem endanlegar. Hvort eða að hve miklu leyti jarð- varmalindin er endurnýjanleg yfir tiltekið tímabil varðar eðli hennar, þótt umfang vinnslu hljóti óhjá- kvæmilega einnig að koma við sögu. Með sanni má segja að jarðhiti sé endurnýjanleg orkulind ef nýtingin felur í sér beislun sjálfrennslis úr laugum og hverum, því slík nýt- ing gengur ekki á auðlindina. Öðru máli gegnir um nýtingu í stórum stíl, þ.e.a.s. verulega umfram nátt- úrulegt varmatap. Slík nýting felur í sér varmatöku langt umfram nátt- úrulegt varmatap og ekki verður séð að nýtingin örvi varmaflæði í kerfið í takt við aukna varmatöku úr því. Gagnvart slíkri nýtingu ber að líta á einstök jarðhitakerfi sem varmanámur. Á 3. mynd sést að bein nýting jarðvarma hefur vaxið gífurlega á undanförnum tveimur áratugum, langmest með aukinni notkun varmadæla. Má nefna að Svíar nota nú meiri jarðvarma en Íslendingar með þessum hætti.2 Frá sjónarhóli eðlisfræði er ekki fullkomlega ljóst að hve miklu leyti varmadælur sem flokkast undir „geothermal heat pumps“ nýta varma úr iðrum jarðar og að hve miklu leyti sólar- orku sem viðheldur meðalárshita grunnt í jörðu. Slíkar varmadælur eru einnig nefndar „ground source heat pumps“ á ensku, og er það nákvæmara orð að mínu viti. En þetta skiptir ekki máli, heldur hitt að hér er um að ræða vistvæna orkulind sem er endurnýjanleg, a.m.k. sólarhlutinn af henni. Skil- greiningin sem miðað er við fyrir jarðvarmadælur hjá Evrópusam- bandinu er sú að um jarðvarma sé að ræða ef nýtingardýpið er neðan 30 feta (9 m) en ofan þessa dýpis er það sólarorka. Í raun er ekki rétt að binda sig við tiltekið dýpi því jarðfræðilegar aðstæður, eins og þykkt lausra jarðlaga og úrkoma, eru breytilegar frá einum stað til annars og ráða nokkru um það á hvaða dýpi sólarorkan og jarð- varmaorkan mætast. Sumarúrkoma, sem sígur niður í jarðveg og setlög, getur vissulega ráðið hita í þessum jarðmyndunum niður á meira en 9 m dýpi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.