Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 54
Náttúrufræðingurinn 54 Orkubúskapur jarðar Jörðin myndaðist úr geimryki fyrir rúmum 4.500 milljón árum. Í upp- hafi var hún mjög heit, jafnvel bráðin að hluta.21 Geimryksagnir- nar öðluðust hreyfiorku þegar þær drógust hver að annarri fyrir áhrif þyngdaraflsins. Þessi orka breyttist í varmaorku þegar agnirnar komu saman og stöðvuðust. Jörðin hitnaði enn frekar við niðurbrot skamm- lífra geislavirkra efna. Þegar jörðin var enn ung, ef til vill ekki meira en 10 milljón ára, lenti hún í árekstri við aðra reikistjörnu sem líklega hefur verið á stærð við Mars.22 Við áreksturinn bráðnaði jörðin að miklu leyti þegar hreyfiorka reiki- stjarnanna breyttist í varmaorku og efni úr jörðinni þeyttist út í geim- inn og myndaði tunglið.22 Yfir- borð jarðar varð fljótandi hraun- tjörn. Hægt og hægt kólnaði jörðin niður, en niðurbrot langlífra geisla- virkra efna myndar varma sem við- heldur háum hita í jörðinni. Þau geislavirku efni sem mestan varma mynda með niðurbroti sínu eru 238U (lesið úran-238), 235U (úran- 235), 232Th (þóríum-232) og 40K (kalíum-40). Sá varmi sem myndast í jörðinni leitar út um yfirborðið með leiðingu og um eldfjöll og jarðhitakerfi og tapast að lokum út í geiminn. Ýmsir hafa metið þetta varmaflæði og þá fyrst og fremst þann hluta sem berst með leiðingu.23–26 Tölurnar liggja á bilinu 31.000–47.000 gígavött (GW). Síðasta matið, sem byggist á flestum mælingum, gefur hæsta varma- flæðið (47.000 GW) og er skekkjan metin ±3 GW. Inni í þessu mati er jarðhiti á sjávarbotni með 1.000– 2.000 GW en hvorki jarðhiti á landi né eldgos. Davis og Davis26 telja að talan mundi ekki hækka um meira en 1.000 GW ef jarðhita á þurrlendi væri bætt við. Hofmeister og Criss24 telja að sá varmi sem var til staðar í upphafi hafi tapast að langmestu út í geiminn. Nýlegar athuganir eftir kjarnorkuslysið í Japan í mars 2011 benda til að 24.000±9.000 GW af heildarvarmaflæðinu út um yfir- borð jarðar orsakist af niðurbroti geislavirkra efna.27 Því verður að ætla að hátt í helmingur nefnds varmaflæðis stafi af þyngdaraflinu og varma sem myndaðist í jörðinni þegar hún varð til. Gunnar Böðvarsson17 hefur metið varmaflutning inn í jarðskorpuna undir Íslandi og einnig hvernig þessi varmi skilar sér út um yfirborðið. Samkvæmt niðurstöðum Gunnars berast 80% (24 GW) varmans með kviku en 20% (6 GW) með leiðingu upp í jarðskorpuna, alls 30 GW. Helmingur þessa varma tapast með leiðingu út um yfirborðið en um fjórðungur í eldgosum og annað eins (~8 GW) með jarðhitavatni og gufu. Séu tölur Gunnars marktækar fyrir jörðina alla er varmaflutn- ingur með kviku til yfirborðs 2.000– 3.000 GW. Væri eldvirkni og jarð- hita á þurrlendi bætt við mat Davis og Davis26 mundi það hækka um 3.000–4.000 GW. Guðmundur Pálmason o.fl.28 hafa metið varmaforðann í jarðskorp- unni undir Íslandi niður á 3 km og Árkvartert berg - Plio-Pleistocene bedrock Síðkvarter hraun - Late Pleistocene lavas Síðkvartert móberg - Late Pleistocene hyaloclastites Basískt og súrt innskotsberg - Gabbro and granophyre Gosbelti - Volcanic zone Háhitasvæði - High-Temperature areaGeological map of Iceland by Haukur Jóhannesson and Kristján Sæmundsson 1999. 1:1.000.000. Icelandic Institute of Natural History. 4. mynd. Virk háhitasvæði. Virku gos- og rekbeltin eru sýnd með gráum lit en dökkgrái liturinn innan þeirra sýnir eldstöðvarkerfi með sprungurein. Fölgrái liturinn sýnir gosbelti þar sem rek er ekki virkt og grái liturinn innan þeirra eldstöðvakerfi. – Active high-tempera- ture systems. The active volcanic rift zones are shown in gray and the dark gray color within these zones shows volcanic systems with fissure swarms. The pale gray color represents non-rifting volcanic belts and the gray color within them volcanic systems.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.