Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 62

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 62
Náttúrufræðingurinn 62 viðkomandi lághitasvæða. Þessi stig- ull byggist á mælingum í grunnum holum sem boraðar eru í þétt berg þannig að hitinn er ótruflaður af grunnvatnsrennsli. Ofan þess dýpis þar sem ferlarnir á myndunum sker- ast er hiti í jarðhitakerfinu hærri en í berginu umhverfis það, en á meira dýpi er hann lægri. Djúpt niðri er jarðhitakerfið „kuldapollur“. Upp- streymi heita vatnsins jafnar út hit- ann í jarðhitalindinni. Neðarlega í kerfinu hefur hitinn lækkað en ofar- lega hækkað. Þetta verður naumast skýrt með öðrum hætti en að heitt berg í rótum þessara lághitakerfa sé varmagjafi þeirra. Ennfremur er ljóst að írennsli í umrædd lághita- kerfi getur ekki verið komið langt að á miklu dýpi, því slíkt rennsli gerði rætur þeirra varla að kulda- pollum. Þessi eiginleiki hræring- arkerfa hefur lengi verið þekktur hér á landi. Sveinbjörn Björnsson19 benti fyrstur á hvaða sögu mældur hiti í djúpum borholum (13. mynd) segði um grunnvatnsstreymi og varmabú- skap þeirra. Í öllum aðalatriðum er ofangreind lýsing á hræringu grunn- vatns í lághitakerfum í samræmi við kenningu Gunnars Böðvarssonar17,41 um eðli varmanáms úr bergi í rótum þessara kerfa. Hún er hins vegar í andstöðu við eldri kenningu Trausta Einarssonar18 um lághitann, að hann sé æstæður, en hér ber þess að geta að þegar Trausti setti fram kenningu sína63,64 var lítið um borholugögn og því byggði hann á almennum grunn- vatnsfræðilegum forsendum. Axel Björnsson o.fl.20 hafa fært haldgóð rök fyrir því að líkan Trausta standist ekki. Lekt berggrunns er ekki nægi- leg til að skýra rennsli úr hverum og laugum á lághitasvæðum lands- ins og varmastraumur með leiðingu upp í gegnum jarðskorpuna getur ekki skýrt á viðunandi hátt orku- búskap lághitans, a.m.k. ekki hinna stærri lághitasvæða. Kerfi í setlagatrogum Í sumum setlagatrogum þar sem land sígur hafa myndast þykkir staflar setlaga af sandi, silti og leir með jarðhitavatni undir þrýstingi. Slík svæði geta verið mjög víð- áttumikil. Þau er t.d. að finna við Mexíkóflóa, í Texas meðfram fló- anum65 og í Ungverjalandi.66 Tvo samverkandi þætti þarf til að mynda slík kerfi, mikið holrými og góða lekt annars vegar og tiltölulega mikið varmaflæði úr dýpri jarðlögum hins vegar.67 Grunnvatnið í setlögunum gæti verið jafngamalt þeim og hefur þá lokast inni á milli korna um leið og þau settust til og mynduðu set- lögin. Þesskonar grunnvatn mætti nefna setlagavatn en það er oft til- tölulega salt. Sandlögin geta verið með mikið holrými og góða lekt en leirlögin eru þétt. Þegar setlögin hlaðast upp og fergjast undan þunga nýrra setlaga, þjappast þau saman og vatnsþrýstingur byggist upp í sandlögunum. Þegar borað er spýtist hið yfirþrýsta vatn upp um borholur. Því hefur þessi tegund jarðhitakerfa verið nefnd „geopressurized geo- thermal systems“ á ensku. Í setlögunum við Mexíkóflóa hefur hiti mælst allt að 200°C og vatnsþrýstingur 1000 bör. Lífrænt efni í þessum setlögum hefur umbreyst yfir í jarðgas. Gasmagnið er þó lítið og hefur ekki svarað kostnaði að nýta það. Sú hugmynd fæddist á áttunda áratug síðustu aldar að sam- nýting jarðgass og jarðhitavatns gæti reynst hagkvæm. Á níunda áratug síðustu aldar var sett upp tilrauna- stöð í Texas á vegum Bandarísku orkustofnunarinnar (U.S. Department of Energy). Tæknilega varð full- nægjandi árangur, en nýting var ekki talin arðbær á þeim tíma og því var tilraunastöðin rifin.68 Fyrstur manna til að lýsa jarð- hitakerfum í setlagatrogum varð Poli.65 Boldizár og Korim66 telja að jarðhitakerfi af þessari gerð nái yfir 4.000 km2 í Ungverjalandi, með 60–200°C vatni sem þegar er mikið nýtt í gróðurhús. Ekki hefur þó orðið af nýtingu jarðhitakerfa í setlagatrogum í verulegum mæli, nema í Ungverjalandi. Varmi í heitu og þéttu bergi Þeir þrír flokkar jarðvarmakerfa sem fjallað hefur verið um hér að framan einkennast af því að jarðlög kerfanna eru vatnslek. Bora má eftir heitu vatni/gufu og afla þannig varmaorku úr kerfunum með flæði vökva upp um holurnar. Þessi kerfi hafa ekki sérstakt heiti á íslensku, en tvö þau fyrstnefndu kallast „hydro- thermal systems“ á ensku og mætti einfaldlega nefna jarðhitakerfi á íslensku, eins og hér hefur verið gert, en þriðja flokkinn jarðþrýstikerfi (e. geopressurized systems). Íslenskt orð sem samsvaraði enska orðinu „geothermal system“ gæti þá verið jarðvarmakerfi, eins og raunar hefur verið notað hér. Ákaflega lítill hluti þess varma sem er til staðar í efstu hlutum jarðskorpunnar finnst í jarðhita- og þrýstivatnskerfum. Langstærsti hluti varmans er í heitu en þéttu, þ.e. óleku bergi, vegna þess hve slíkt berg er algengt. Þessi kerfi mætti nefna þurrkerfi (e. hot-dry rock system) en nýlega hafa þau verið nefnd „enhanced geothermal sys- tems“. Mér þykir rökréttara að halda sig við hina eldri venju, að nefna jarðhitakerfi eftir því hvað það er en ekki eftir því hvernig mennirnir breyta því enda ekki ljóst fyrirfram hvort það tekst, þ.e.a.s. hvort unnt verði að nýta varma í óleku heitu bergi. Það kemur ekki í ljós fyrr en borað hefur verið og bergið sprengt upp til að skapa lekt. Stór hluti bergs í jarðskorpu meginlandanna er úr graníti og myndbreyttu bergi sem hefur mjög lítið holrými og litla lekt. Ofan á þessu bergi eru allvíða setlög sem geyma mikið grunnvatn og geta verið vel lek, eins og t.d. sú setlaga- myndun sem nefnist „molasse“ og er fyrir norðan Alpanna og Pýrenea- fjalla og víðar við fellingafjöll. Þessi setlög hafa myndast við rof fellinga- fjallanna um leið og fjöllin hafa risið. Boranir í Sviss sýna að vinna má jarðhitavatn úr þessum setlögum.69 Sama á ekki við um granít og mynd- breytt berg. Mikið fé hefur verið sett í bor- anir í þétt berg meginlandsskorpu og þróun tækni til að nýta varmann í því beint og eins til raforkufram- leiðslu. Í stórum dráttum er um það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.