Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 63
63 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags að ræða að bora holur sem sumar yrðu notaðar til niðurdælingar en aðrar sem vinnsluholur. Með því að dæla vatni í borholur undir háum þrýstingi má mynda sprungur í berg- inu og vatnið sem dælt yrði niður um þessar holur mundi hitna við streymi eftir sprungunum gegnum heitt bergið að vinnsluholum. Eins og fjallað er um í næsta kafla er þessi orkulind ekki endur- nýjanleg sem neinu nemur, en hún er gífurlega stór og nýting hennar vistvæn. Sem dæmi má nefna að sá varmi sem fengist með því að kæla 1 km3 af graníti úr 200°C í 180°C dygði til að framleiða um 7 MW raf- afls í 20 ár. Samkvæmt upplýsingum á veraldarvefnum um evrópska verkefnið Hot Dry Rock Project, við Soultz í Þýskalandi (http:// ec.europa.eu/research/energy/ pdf/hdr_pres_en.pdf), er flatarmál bergs í Vestur-Evrópu með yfir 200°C á 5 km dýpi alls 125.000 km2. Sé miðað við að 10% varmans í 1 km þykku lagi af þessu bergi yrðu nýtt fæst að þessi varmaorka dugar til að framleiða um 10.000 MW raf- afls í 50 ár. Af þessu má ljóst vera að varmanáman er mjög stór, en 125.000 km2 svæði er aðeins 25% stærra en Ísland. Kvikukerfi Tilraunir hafa verið gerðar með nýt- ingu varma í hrauntjörn á Hawaii.29 Slík nýting er erfið vegna hins háa hita kvikunnar en hún felur í sér að láta vatn streyma gegnum varma- skipta sem settir eru niður í kvikuna. Efnið sem nota þarf í varmaskiptana, til að þeir þoli hinn háa hita og tær- ist ekki, er mjög dýrt. Kvikuvarmi í hrauninu á Heimaey, frá gosinu í Eldfelli árið 1973, var notaður til húshitunar um 15 ára skeið en þá var varmavinnslan orðin óhag- kvæm.70 Mun það vera eina dæmið um slíka nýtingu jarðvarma. Nýt- ingin fól í sér að dæla sjó á hraunið og safna gufunni sem myndaðist í drenrör og leiða hana í varma- skiptastöð. Það má hugsa sér að bora niður í kviku í innskotum og nota varmaskipta eða dæla niður vatni til að nýta varmann úr bráð- inni. Þá virðist mögulegt að örva megi nýtingu varma í rótum háhita- kerfa með því að bora förgunarholur langleiðina niður í kvikuna og nýta þá gufu sem verður til við suðu á förgunarvatninu með því að bora vinnsluholur, í nágrenni förgunar- holanna og hafa þær fyrrnefndu grynnri. Til þess að nýting af þessu tagi verði að veruleika þarf þó að leysa ýmis vandamál efnafræðilegs eðlis. Saga og varmabúskapur einstakra jarðhitakerfa Þróun háhitakerfa Öll jarðhitakerfi eiga sína sögu: upphaf, þróun og endalok. Tak- markaðar upplýsingar eru til um aldur einstakra kerfa hér á landi en mat, sem m.a. byggist á jarðfræði- kortlagningu á fornum rofnum háhitakerfum í jarðmyndunum frá kvarter og neógen, bendir til þess að hann geti verið allt frá tugþús- undum upp í hundruð þúsunda ára. Athuganir sýna að jarðhita- kerfið á Reykjanesi var virkt á ísöld og er því meira en 10.000 ára, líklega mun eldra.71 Sá möguleiki er fyrir hendi, eins og t.d. á Krýsu- víkursvæði, að sum háhitasvæði, eða hlutar þeirra, gætu verið mjög skammlíf, afleiðing eins smá-kviku- innskots sem leiðir af sér myndun gufuhvera í einhverja áratugi eða aldir, sbr. Hverinn eina. Eins og fram hefur komið liggja flest hin virku háhitasvæði lands- ins á eða mjög nálægt flekaskilum. Þrjú háhitasvæði eru þó alllangt frá slíkum skilum: Hveragerði, Geysissvæðið og Hveravellir á Kili. Háhitasvæði á flekaskilum eru ung jarðfræðilega, en þau sem liggja utan þeirra í eldra bergi eru talin eldri. Forn háhitakerfi er víða að finna utan gosbeltanna (5. mynd). Í berggrunni frá neógen eru þekkt alls 42 forn háhitakerfi (2,6–15 milljón ára) og 10 í berggrunni frá árkvarter (0,8–2,6 milljón ára). Um það bil eitt háhitakerfi hefur því myndast að meðaltali í hinum eldri berggrunni á 280 þúsund ára fresti. Innan virku gosbeltanna eru þekkt 27 háhitasvæði, en þau eru í 0–500 þúsund ára gömlu bergi. Því hefur eitt svæði myndast að meðaltali innan virku gosbeltanna hver 19 þúsund ár. Þegar háhitakerfi eldast kaffær- ast þau undir yngri hraunlögum. Á flekaskilunum geta þau sokkið undir ný hraunlög eða þau getur rekið frá þeim og að lokum út úr gosbeltunum. Ef þau berast út úr gosbeltunum tekur rof við og þannig skilar berg ummyndað af háhita sér aftur til yfirborðs. Það er einmitt hið ummyndaða berg sem er sönnun þess að um fornan háhita sé að ræða. Búast má við því að háhitakerfi séu til innan gosbeltanna þótt yfirborðsmerki finnist engin. Þessi kerfi hafa graf- ist undir yngri gosmyndunum um leið og þau rekur frá flekamót- unum til jaðra gosbeltanna. Eins gætu forn háhitakerfi utan gosbelt- anna verið fleiri en þau sem nú sjást á yfirborði. Raunar er það svo að þekkt eru tvö forn, grafin háhita- kerfi í berggrunni frá kvarter sem hafa breyst í lághitakerfi. Þetta eru Laugarneskerfið í Reykjavík og lág- hitakerfin að Reykjum og Reykja- hlíð í Mosfellsbæ. Ekki er vitað um ástæðu þess að virk háhitakerfi eru algengari í bergi frá nútíma og síðkvarter en í eldra bergi. Þó má nefna að kvikuinnskot geta hafa myndast oftar á síðkvarter en fyrr í jarðsögu Íslands, vegna þess að móberg sem myndast við eldgos undir jökli er eðlisléttara en hraun- lög og er því eðlisþyngdargildra fyrir rísandi basaltkviku þannig að hún hefur meiri tilhneigingu til að mynda innskot en ella. Þrátt fyrir óvissu um það hversu oft ný háhitakerfi myndast má ljóst vera af ofangreindu að ný háhita- kerfi myndast tiltölulega sjaldan og miklu sjaldnar en svo að stöð- ugt sé unnt að taka ný háhitakerfi í notkun þegar varmi í öðrum hefur verið fullnýttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.