Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 64

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 64
Náttúrufræðingurinn 64 Varmabúskapur háhitakerfa Náttúrulegt varmatap og varma- flutningur Erfitt er að skýra náttúrulegt varma- tap háhitasvæða, þar sem það hefur verið mælt, nema með því að gera ráð fyrir að varmagjafinn undir kerf- inu sé mjög heitur, þ.e. kvika eða storknuð innskot sem eru enn mjög heit. Varminn frá kvikunni berst út í grannbergið með leiðingu og geislun þar eð kvikan er mjög heit og heitari en umhverfið. Sama á við um háhitakerfið yfir kvikunni. Því verður engin endurnýjun á varma í háhitakerfi með kvikuvarmagjafa nema með streymi nýrrar kviku upp í rætur jarðhitakerfisins og/eða inn í það. Allar líkur eru á því að berg- lag aðskilji kviku og botn hrær- ingar. Varmaflæðið gegnum þetta lag hlýtur að vera það sama og sá varmi sem jarðhitavökvinn tekur til sín og skilar upp í efri jarðlög og til yfirborðs. Til að skýra náttúrulegt varmatap háhitasvæða verður þetta lag að vera þunnt, fáeinir tugir eða hundruð metra. Niðurstöður borana í hraunið sem rann úr Eldfelli á Heimaey 1973 eru taldar varpa ljósi á það hvernig grunnvatn kælir kviku.72,73 Hiti sem mældist í einni borhol- unni meðan sjó var dælt á hraunið er sýndur á 14. mynd. Sjórinn hrip- aði ofan í hraunið þar til hann hafði breyst í gufu sem streymdi til yfir- borðs. Uppstreymi gufunnar stillti hitastigið á 100°C þar sem hræring vatns og gufu átti sér stað. Neðan þessa dýpis hækkar hitinn í um 950°C á um tveggja metra kafla, sbr. 14. mynd, en þá var komið niður í kviku. Þetta tveggja metra lag er varmaleiðnilagið milli kviku og hræringar á vatni og gufu. Leiðni- lagið varð þynnra ef dæling sjávar á hraunið var aukin en þykknaði ef dregið var úr dælingu eða henni hætt. Þetta sannar að varmatapið upp í gegnum leiðnilagið var í takt við varmaflutning til yfirborðs með gufu. Með tímanum færðist leiðni- lagið niður í gegnum hraunkvik- una. Ætla má að varmatap frá kviku í rótum háhitakerfa sé með svip- uðum hætti en líklega þó flóknara. Í kvikuhólfi getur átt sér stað hræring sem leiðir til þess að heitari kvika berst upp undir þak kvikuhólfsins um leið og kæld, afgösuð og eðlis- þyngri kvika sekkur. Eins geta tektónískar sprungur haft áhrif á rennsli grunnvatns að kvikunni, og gerð jarðmyndana og lögun þeirra hlýtur að hafa áhrif á lögun flatarins milli leiðnilags og kviku. Hræring og írennsli Hræring grunnvatns í háhitakerfum leiðir til þess að varmi flyst frá varmagjafanum með vatni og gufu upp í efri jarðlög. Þar sem eingöngu vatn eða yfirhituð gufa eru til staðar jafnast hitinn út, en ef blanda af vatni og gufu er í jarðhitalindinni ákvarðar þrýstingur hitann og stillir hann á suðumarksferilinn (7. mynd). Meðan háhitakerfi eru ung að árum leiðir hræringin til þess að rúmmál heits bergs og jarðhitavökva vex þar til stöðugt ástand næst, en þá tapast allur varminn sem frá kvik- unni kemur með grunnvatni, sem streymir frá jarðhitakerfinu og út í andrúmsloftið. Ef háhitakerfi rekur frá fleka- skilum og slitnar að lokum frá kviku- varmagjafanum hefur hið heita berg með jarðhitavökvanum breyst í varmanámu sem upphaflega er heitari en umhverfið. Kerfið kólnar hægt, mest eftir flæði kalds grunn- vatns gegnum kerfið en einnig eitt- hvað með varmaleiðingu. Að því getur komið að háhitakerfi þróist yfir í lághitakerfi, eins og dæmin frá Laugarnessvæðinu í Reykjavík og að Reykjum og Reykjahlíð í Mos- fellsbæ sanna. Nær öll kvika sem myndar storku- berg á Íslandi kemur úr möttli, af dýpi þar sem bergið er deigt. Því verður að telja víst að lækkun á þrýstingi með niðurdrætti vatns í háhitakerfi, vegna nýtingar á til- tölulega litlum bletti, hafi lítil sem engin áhrif á myndun og upp- 14. mynd. Kæling hraunsins á Heimaey sem rann úr Eldfelli 1973. Sjó var dælt á hraunið sem skilaði sér til baka sem gufa. Gufuuppstreymið stillir hita á 100°C. Varmaleiðnilag aðskilur bráð og gufu. Sá varmi sem streymir gegnum leiðnilagið er sá sami og gufan flytur til yfirborðs. – Cooling of the lava on Heimaey that formed in 1973 from the erup- tion of Eldfell. Seawater was pumped onto the lava that was returned to the surface as ascending steam. The rising steam fixes temperature at 100°C. A conductive layer sepa- rates magma and steam. The heat transferred by conduction through the separating layer equals the heat brought to the surface by the rising steam. Hiti – Temperature (°C) D ýp i – D ep th (m ) Suða – Boiling Leiðnilag – Conductive layer Bráðið hraun – Molten lava
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.