Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 66

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 66
Náttúrufræðingurinn 66 nýtingar verið metið. Mannington o.fl.13 hafa metið lækkun varma- orku í bergi og vökva á Wairakei- svæðinu með líkanreikningum fyrir breytilega niðurdælingu (17. mynd) og metið endingu svæðisins. Niður- staða þeirra er sú að niðurdæling í borholusvæði leiði ekki til lengri endingartíma. Eftir um 100 ára vinnslu (til 2053; spá 50 ár fram í tímann frá 2003) er niðurstaða þeirra sú að orkuforði umfram 180°C hafi minnkað úr 1600 PJ í 500–600 PJ, eða um 63–69%, og að nýtanleg varmaorka svæðisins til raforkuframleiðslu verði uppurin eftir um 150 ára vinnslu. Varmi í jarðhitakerfum er að hluta í vökvanum og að hluta í berg- inu, allt eftir holrýminu en einnig svolítið eftir hitanum. Þótt gufa sé mun varmaríkari hamur en vatn, minnkar varmainnihald vökvans eftir því sem meiri gufa er í jarðhita- lindinni vegna þess hve rúmmáls- frek hún er (18. mynd). Þessi munur minnkar þó eftir því sem hiti nálg- ast krítíska punktinn (374°C) og verður sá sami í þessum punkti. 19. mynd sýnir hversu stór hluti varmans er bundinn í vökvanum eftir holrými (poruhluta) í berginu, og er þá gert ráð fyrir að engin gufa sé til staðar. Sýnd eru fjögur dæmi, tvö fyrir lághitakerfi og tvö fyrir háhitakerfi. Varðandi lághitakerfin er gert ráð fyrir að varminn nýtist þannig að samsvari kælingu niður í 50°C og að upphafshiti sé annars vegar 100°C en hins vegar 150°C. Fyrir háhitakerfin er gert ráð fyrir nýtingu niður að 150°C, frá 350°C og 250°C upphafshita. Með samanburði við forn háhitakerfi gæti holrými í virkum háhitakerfum legið að meðal- tali á bilinu 10–20%.75 Þessar tölur gefa til kynna að 80–90% varmans séu í berginu. Líklega eru samsvar- andi tölur hærri í lághitakerfum vegna lægra poruhluta. Nýting varma úr bergi verður með því að kalt írennslisvatn kemur í stað þess vökva sem tekinn er upp um borholur og að vatnið hitni með snertingu við heitt berg jarðhitakerf- isins og kæli það um leið. 20. mynd sýnir hversu oft mætti skipta um vatn uns jarðhitakerfið, vatn og berg væri kælt niður eins og gert var ráð fyrir á 19. mynd. Samkvæmt 20. mynd mætti skipta þrisvar til sjö sinnum um vökva í háhitakerfi ef poruhlutinn lægi á bilinu 10–20% og svipað á lághitasvæðum ef poru- hluti væri um helmingi minni. Ofan- greindar tölur ber að skoða sem hámark, því líkur eru á að ekki sé unnt að nýta allan varmaforðann í berginu. Það er háð því hversu langt er á milli vatnsleiðandi sprungna í jarðhitakerfinu. Lovekin76 skoðaði 18. mynd. Rúmmál gufumettaðs vatns (blár ferill) og vatnsmettaðrar gufu (rauður ferill) í lítrum á kg (l/kg) sem fall af hitastigi. Fjólublái ferningurinn táknar krítíska punktinn. – Volume of vapor saturated liquid (blue line) and liquid saturated vapor (red line) in liters per kg (l/kg) versus temperature. The purple square designates the critical point. 1 10 100 1000 10000 100 150 200 250 300 350 400 Hiti – Temperature (°C) R úm m ál v at ns /g uf u – Vo lu m e liq ui d/ va po r ( l/k g) 17. mynd. Varmaupptaka úr Wairakei-jarðhitasvæðinu á Nýja-Sjálandi og spá um endingu þess miðað við kælingu í 180°C. Frá Mannington o.fl.13 Athuguð voru 4 mismunandi tilfelli. 1. Blá lína: Förgun affallsvatns um borholur innan svæðisins fram til 2053. 2. Svört lína: Engin förgun affallsvatns um borholur. 3. Græn lína: 30% förgun í svæðið og 30% utan þess fram til 2053. 4. Rauð lína: Förgun utan svæðisins. – Extraction of heat from the Wairakei geothermal system and prediction of the longevity of the reservoir assuming cooling to 180°C. Four scenarios were modeled. 1. Blue line: waste fluid disposal into wells within the field until 2053. 2. Black line: no injection of waste fluid into drillholes. 3. Green line: 30% injection within the field and 30% outside until 2053. 4. Red line: injection outside field. 2000 1800 1600 1400 1200 1000 0 200 400 600 800 1950 1960 1970 1980 1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 Ár – Year V ar m af or ði – S to re d he at ( P J)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.