Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 67

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 67
67 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags jarðhitakerfi í Kaliforníu og Nevada sem nú eru nýtt og komst að þeirri niðurstöðu að stuðullin fyrir nýtni varma í bergi lægi á bilinu 0,05–0,2. Niðurstöðurnar að ofan má nota til að sjá hversu lengi einstök háhita- kerfi gætu enst, sé rúmmál þeirra þekkt. Ef gert er ráð fyrir 10% poruhluta og 350°C heitu vatni dygði vökvinn í 1 km3 bergs til að framleiða raforku sem jafngildir 15 MW í 30 ár. Ef unnt reynist að nýta allan varmann í berginu niður í 150°C, sem er hámark, dygði þessi 1 km3 í rúm 200 ár. Ef til vill væri eðli- legra að miða við kælingu í 180°C og í mesta lagi 20% nýtingu varma úr bergi. Þá lækkaði talan úr 200 árum um 60 ár og í tæp 100 ár væri nýtnin 50%. Varmabúskapur lághitakerfa Sé gert ráð fyrir að hitastigull sé á bilinu 60–100°/km í berggrunni frá neógen og kvarter á Íslandi, nemur varmaflæði með leiðingu upp í gegnum jarðskorpuna 102–170 mW/m2, eða 102–170 kW á ferkíló- metra (km2). Þessi varmastraumur samsvarar 0,26–0,43 sekúndulítra rennsli úr 100°C heitum hver og er þá gert ráð fyrir að vatnið sé 5°C þegar það sígur niður í berggrunn- inn. Á lághitasvæðum gefur þetta varmaflæði vísbendingu um hversu hratt lághitinn endurnýjast. Á Laug- arnessvæðinu í Reykjavík var dælt að meðaltali 138 L/s (50 MWt) af 128°C vatni úr jarðhitakerfinu á árinu 2010 og í Mosfellsbæ 780 L/s (154 MWt) af 88°C vatni.77,78 Þessi varmaupptaka svarar til varma- flæðis upp í gegnum jarðskorpuna á 400–670 km2 svæði fyrir Laugarnes en 1500–2500 km2 fyrir Mosfellsbæ. Rennsli úr hverum á stærsta lág- hitasvæði landsins, í Reykholtsdal, er nálægt 400 L/s af mestmegnis sjóðandi vatni og varmaflæðið er áætlað 156 MW (9. mynd). Því ætti að vera ljóst að varmastraumur með leiðingu upp í gegnum jarðskorp- una getur alls ekki skýrt varmaafl þessa lághitasvæðis og ekki heldur lághitans í heild sinni. Þessi niður- staða er ekki ný.5,20,41 Ennfremur ætti að vera ljóst að nefndur varma- straumur dugar engan veginn til að viðhalda varmaorku í lághitakerfum Orkuveitu Reykjavíkur miðað við varmatöku úr þeim. Það munar nánast ekkert um þessa endurnýjun. Ef gert væri ráð fyrir að flatarmál Laugarnessvæðisins væri 10 km2 næmi endurnýjunin þar 1,5–2,5%; fyrir Mosfellsbæ væri talan 1,0–1,5% miðað við 25 km2 flatarmál svæð- isins, eins og Guðmundur Pálma- son5 gengur út frá. Hins vegar geta varmanámur lághitasvæðanna verið stórar. Þannig áætlar Guð- mundur Pálmason5 fyrir lághita- svæðin í Mosfellsbæ að á 50 fyrstu árum vinnslu sé búið að taka upp 1,8% af nýtanlegum varma og miðar hann þá við að rúmmál jarðhita- kerfisins sé 75 km3. Alls óvíst er þó 19. mynd. Hundraðshluti varma í basalti sem fall af poruhluta (holrými). Bláa línan og sú rauða tákna jarðhitakerfi sem upphaflega eru 100° og 150°C heit og er reiknað með kælingu niður í 50°C. Græna og svarta línan tákna 250° og 350°C jarðhitakerfi sem kæld væru í 150°C. – Percentage of heat stored in basalt as a function of porosity. The blue and red lines represent geothermal systems initially at 100°and 150°C assuming cooling to 50°C. The green and black lines represent geothermal systems initially at 250°and 350°C assuming cooling to 150°C. 50 60 70 80 90 100 0 0,05 0,1 0,15 0,2 0,25 0,3 % v ar m a í b er gi – % s to re d he at in ro ck Poruhluti – Porosity 350–150°C 150–50°C 250–150°C 100–50°C 20. mynd. Fjöldi umskipta kalds grunnvatns fyrir jarðhitavatn í jarðhitakerfi þar til þau hafa verið kæld í 50°C and 150°C sem fall af poruhluta bergsins. Sýnd eru fjögur tilfelli, þau sömu og á 19. mynd. – The number of exchange of recharging cold ground water for geother- mal water in geothermal systems until they have cooled down to 50°C and 150°C, respec- tively, as a function of rock porosity. The same four scenarios are shown as in Figure 19. 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 0 0,05 0,1 0,15 0,2 0,25 0,3 350–150°C 150–50°C 100–50°C 250–150°C Poruhluti – Porosity U m sk ip ti va tn s í j ar ðh ita ke rfi – E x ch an ge o f w at er in a g eo th er m al s ys te m
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.