Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 68

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 68
Náttúrufræðingurinn 68 hversu nærri lagi þessi rúmmálstala er. Mælst hefur kæling á vatni sem dælt er úr borholum bæði á Laug- arnessvæði og Reykja- og Reykja- hlíðarsvæðunum í Mosfellsbæ frá því að vinnsla hófst í stórum stíl, allt upp í 10°C í Laugarnesi frá upp- hafi vinnslu á 7. áratug síðustu aldar en 4–5°C að meðaltali. Að Reykjum í Mosfellsbæ er kælingin meiri, allt að 15°C en 6°C að meðaltali, en vinnsla í stórum stíl hófst þar skömmu eftir 1970. Samskonar tölur fyrir Reykja- hlíð í Mosfellsdal eru mun lægri, eða 4°C og 2°C. Setlaga- og þurrkerfi Endurnýjun varma í setlaga- og þurrkerfum á meginlöndum er mjög hæg og hægari en í jarðskorp- unni undir Íslandi, því hitastigull er lægri og ekki er um aðra varma- strauma að ræða en þá sem berast með leiðingu úr dýpri og heitari lögum jarðskorpunnar til að við- halda þessum kerfum. Samkvæmt Davis og Davis26 er varmaflæði upp í gegnum meginlandsskorpu að meðaltali 65 kW/km2, sem sam- svarar 0,19 kg/s rennsli af 100°C vatni á hvern ferkílómetra, og er þá miðað við að vatnið hafi upphaflega verið 20°C, þ.e. að það hafi hitnað um 80°C. Miðað við nýtingu þess- ara kerfa í einhverjum mæli ætti því að vera ljóst að nánast ekkert munar um endurnýjun varmans. Þessi kerfi ber að skoða sem varmanámur alveg eins og önnur jarðvarmakerfi. Nýting jarðvarmakerfa Þegar ráðist er í jarðhitaleit og bor- anir á jarðhitasvæði með umfangs- mikla vinnslu í huga, er ekki vitað hvort eða hversu hagkvæm vinnsla reynist. Ekki er heldur ljóst hversu stórt svæðið er eða hversu stóra virkjun sé æskilegt reisa frá sjónar- hóli hagkvæmni og upplýsinga um jarðhitalindina. Með hugtak- inu „umfangsmikil vinnsla“ er átt við að mun meiri varmi sé tekinn úr jarðhitalindinni um borholur en sem nemur náttúrulegu varmaflæði úr kerfinu. Þegar tekin er ákvörðun um bygg- ingu virkjunar er ekki heldur vitað hvernig jarðhitakerfið muni bregð- ast við vinnsluálaginu. Allir þessir óvissuþættir kalla á að fyrsta virkjun á hverju svæði sé eins lítil og mögu- legt er frá sjónarhóli hagkvæmni. Sé stefnan tekin á sem mesta nýtingu á tilteknu svæði þarf hún að eiga sér stað í þrepum yfir nokkurt tímabil, áratug eða meira, svo að hámarks- árangur náist. Eftir að virkjun hefur verið tekin í notkun er mikilvægt að gera vöktunarmælingar til þess að leiða í ljós viðbrögð jarðhitakerfisins við vinnsluálaginu. Sú grundvallar- breyting sem verður á jarðhital- ind við umfangsmikla vinnslu er lækkun á þrýstingi (grunnvatns- borði) í jarðhitalindinni vegna upp- töku á vatni (og gufu) um borholur. Í kjölfarið eykst írennsli á köldu grunnvatni í lindina miðað við nátt- úrulegt írennsli. Í kerfum með kvikuvarmagjafa dugar varmastreymi frá varmagjaf- anum til að viðhalda varma í heitu bergi jarðhitakerfisins við náttúru- legar aðstæður eða jafnvel til að bæta við þennan varma, sérstaklega þegar kerfið er ungt, ýmist með því að berg kerfisins hitnar frekar eða rúmmál heits bergs eykst. Aukið írennsli kalds grunnvatns í slík jarð- hitakerfi í kjölfar vinnslu, umfram náttúrulegt írennsli, leiðir til varma- náms úr heitu bergi kerfisins og/eða styttingar á endingartíma varmagjaf- ans, sbr. 14. mynd. Í lághitakerfum og kerfum í setlagatrogum er ljóst að nýtingin gengur á varmagjafann (heitt berg í kerfunum). Örvað írennsli kalds grunnvatns í jarðhitakerfi í vinnslu getur sýnt sig í lækkandi hitastigi vatns sem streymir inn í eða úr borholum. Ekki er þó unnt að nema kælingu af þessum toga ef áköf suða byrjar í aðfærsluæðum gufuhola, því þá ræður gufuþrýstingur hitanum. Í þeim tilfellum má oftast notast við mælingar á lækkun í styrk klóríðs eða annarra utangarðsefna í holu- renni til að meta kalt írennsli, sbr. 15. og 16. mynd, en í köldu grunn- vatni er styrkur þessara efna jafnan lágur en tiltölulega hár í jarðhita- vatni. Klóríð í jarðhitavatni getur verið af ýmsum uppruna, úr úrkom- unni, berginu sem vatnið streymir um eða frá kviku. Örvað írennsli kalds grunnvatns í kjölfar vinnslu eykur líkur á að vatnið taki í sig mun minna klóríð úr berginu en við náttúrulegar aðstæður. En það tekur til sín varma úr heitu bergi jarðhita- kerfisins og hitnar við það en kælir bergið um leið. Þetta vill leiða til þess að kælingar verði ekki vart um nokkurt skeið eftir að vinnsla hefst, jafnvel þótt styrkur klóríðs í holu- vatni lækki, en slík lækkun er þó fyrirboði kælingar. Mælingar á þrýstingslækkun í jarðhitakerfum og minnkað flæði úr borholum eru notaðar til að spá fyrir um viðbrögð kerfisins við vinnslu- álagi. Meðan vinnslusagan er stutt er spáin óviss, en hún verður þeim mun öruggari sem vinnslusagan er lengri. Æskilegt er að haga vinnslu á þann hátt að ekki sé tekinn meiri vökvi úr kerfinu um borholur en svo að þrýstingur fari ekki sílækkandi heldur náist stöðugt ástand eftir eitthvert tímabil vinnslu.79 Þetta stöðuga ástand næst þegar írennsli verður jafnmikið og upptaka vatns/ gufu úr tiltekinni jarðhitalind, en það felur ekki endilega í sér stöðuga upptöku varma, heldur minnkandi varmaupptöku ef kæling á sér stað. Ekki er rökrétt að flytja niðurstöður af jarðhitasvæði sem hefur verið í nýtingu um skeið yfir á nýtt svæði sem fyrirhugað er að nýta. Það sýnir reynslan. Engin tvö jarðhitakerfi eru eins. Hversu fljótt kæling verður og hversu mikil er háð því hversu nálægt jöðrum jarðhitasvæðis bor- holur liggja, hversu djúpt æðar eru í borholum, hversu áköf vinnslan er og hvernig lekt bergsins breytist í þrívídd. Sanyal16 og O'Sullivan o.fl.15 meta það svo að endurnýjunartími jarð- hitakerfa eftir að vinnsla er stöðvuð sé í beinu hlutfalli við þá varmatöku úr kerfinu vegna vinnslunnar sem er umfram náttúrulegt varmatap. Ef þessi aukna varmaupptaka er t.d. 10 sinnum meiri en náttúrulegt varma- tap á 50 ára vinnsluskeiði tekur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.