Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 79

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 79
79 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags byrjun yngra Dryasskeiðs gekk út Fossvogsdal.51,53 Tegundasamsetn- ing skeldýra í Fossvogslögunum og rannsóknir á samsætuhlutföllum súrefnis í skeljum úr lögunum benda til þess að á myndunartíma þeirra hafi sjávarhiti og selta verið með svipuðum hætti eða heldur lægri en nú er.52,53 Skeldýrafánur í setlögum sem mynduðust á Faxaflóasvæðinu undir lok Allerødskeiðs vitna því um mjög ólíkan sjávarhita. Jökul- todda í setlögum í Borgarfirði ber vitni um svellkaldan sjó, en jafnaldra skeljar í Fossvogslögunum benda til svipaðs eða heldur lægri sjávar- hita en þar er nú. Hugsanlega hafa áhrif kælingar og leysingarvatns frá jöklum verið meiri í Borgarfirði en á Reykjavíkursvæðinu.54 Eini setkjarninn á Íslandi sem nær aftur á mitt Allerødskeið er úr botni Torfadalsvatns á Skaga, en kjarninn varpar ljósi á umhverfis- og veðurfarssögu á landi á þessum tíma.55,56,57 Frjókornagreiningar á sýnum úr kjarnanum, ásamt mæl- ingum á magni kolefnis, segja til um gróðurfar í nágrenninu og líf- ræna frumframleiðslu í vatninu, en kísilþörungagreining veitir upp- lýsingar um vatnshita og ísþekju á Torfadalsvatni. Niðurstöður þess- ara rannsókna sýna að fljótlega eftir að svæðið umhverfis Torfadalsvatn varð íslaust, breiddist graslendi hratt út. Lífræn framleiðsla í vatninu var lítil í fyrstu, líklega vegna þess að það var ísi lagt mestan hluta ársins og umhverfið nánast túndra. Undir lok Allerødskeiðs hlýnaði verulega, lyngmói breiddist út og frumfram- leiðsla Torfadalsvatns jókst verulega. Um hríð, eða í um 300 ár í lok Alle- rødskeiðsins, var sumarhiti á Skaga líklega svipaður eða ögn hærri en hann er nú, um 10°C, áður en skyndilega kólnaði í upphafi yngra Dryasskeiðs. Þegar líða tók á Allerødskeið stækkuðu jöklar á Íslandi á ný. Samanlögð áhrif aukinnar fergingar landsins (vegna stækkandi jökla) og hækkandi sjávarborðs (vegna bráðnunar stóru meginlandsjökl- anna) gerðu það að verkum að sjávarstaða hækkaði á Íslandi og náði hámarki um miðbik yngra Dryasskeiðs.2,32 Framrás jökla á yngra Dryasskeiði Á síðustu árum hafa verið settar fram nokkrar tilgátur um líklega útbreiðslu jökla á Íslandi á yngra Dryasskeiði, en þá gengu þeir veru- lega fram miðað við stöðu þeirra á Bølling- og Allerødskeiði.1,2,43,54 6. mynd. Líkleg stærð jökla á Íslandi á yngra Dryasskeiði, fyrir um 12.000 árum skv. niðurstöðum rannsókna á legu fjörumarka og jökulgarða frá þeim tíma. Á Vestfjörðum, Snæfellsnesi og víðar hefur stærð jökla verið áætluð með tilliti til legu fjörumarka.2 Rauð lína umhverfis landið sýnir niðurstöðu líkanreikninga af stærð jökulsins við hámark síðasta jökulskeiðs.35 – Extent of glaciers in Iceland in Younger Dryas times (white area) based on radiocarbon-dated shells or marine mammal bones (red dots), raised shorelines and ice- contact features. Red solid line shows is the modelled extent of the LGM ice sheet.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.