Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 89

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 89
89 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags árunum 1756 og 1757 ferðuðust Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson um austanvert Ísland. Þeir fjalla ekki mikið um skóga á Fljótsdals- héraði fyrir utan að nefna að þeir séu til staðar og séu nægilega stórir til að nýtast við húsbyggingar.21 Ólafur Olavius ferðaðist um Ísland árin 1775–1777 og skrifaði nákvæma lýsingu á skógum Fljóts- dalshéraðs.22 Lýsir Ólafur hverri sókn fyrir sig. Um Hallormsstað segir Ólafur: „Í norðurhlíð Hallorms- staðarháls … er hinn frægi Hall- ormsstaðarskógur, sem talinn er vera þriðji stærsti skógur á Íslandi. En sakir illrar meðferðar er honum nú tekið greinilega að hnigna, líkt og öðrum skógum á landinu. Annars liggur sveitin í fjallshlíð, sem sögð er alvaxin grasi og skógi. Er hún því einkar vel til sauðfjárræktar fallin, því að á vetrum getur féð lifað á skóginum, þegar ekki næst til jarðar fyrir snjóþyngslum, en einnig veitir skógurinn því skjól í illviðrum.“22 Sýslu- og sóknalýsingar frá 1840 Árið 1840 sendi Hið íslenska bók- menntafélag bréf til allra presta og sýslumanna á Íslandi með nákvæmum spurningalista varðandi sóknir þeirra. Svörin við þessum spurningalistum átti síðan að nota til að gera nákvæma Íslandslýsingu en því verki var aldrei lokið. Meðal þess sem beðið var um voru upp- lýsingar um gróðurfar og skóga í sóknunum.23 Hjálmar Guðmundsson, prestur á Hallormsstað, lýsir sinni sókn svo: „Land þettað … var fyrrum þétt vaxið stórum birkiskógi og má ráða af stofnum þeim, er til skamms tíma hafa staðið og einstaka röftum í húsum, að þeir digrustu stofnar þeirra hafa verið frá 10 til 12 þuml. í þvermál. … Nú er allur hinn gamli skógur gjörfallinn og eyddur, mest af elli og fúa en víða upp vaxinn buskaskógur hentugur til kolviðar og brennslu en valla til rafts og tekur hann aftur á sumum að kala og spreka.“24 Stefán Árnason á Valþjófsstað skrifar svo um skóga á Fljótsdals- héraði almennt árið 1840: „Að skógar í Fljótsdal eru bæði undir lok liðnir, og líka ekki meiri en nú eru þeir, kemur væntanlega af illri með- ferð þeirra, og að þeir fyrir ellisakir ei hafa getað staðið heldur fúnað, sprekað og fallið af sjálfu sér.“25 Eldri sagnfræðingar Sigurður Gunnarsson var prestur á Hallormsstað frá 1861 til 1878 en hann kom fyrst í Fljótsdalshérað árið 1830. Ungur maður vann hann sem aðstoðarmaður við landmæl- ingar á hálendinu og öðlaðist við það mikinn áhuga á náttúrurann- sóknum.26 Hann skrifaði árið 1872 lýsingu á skógum Fljótsdalshéraðs, byggða á eigin athugunum og vitnis- burði eldri manna á svæðinu.27 Sigurður skrifar: „Um miðja 18. öld var Fljótsdalshjerað mjög víða skógi vaxið inn til dala og út um allar hlíðar, hálsa og ása, út um sveitir, allt út að eyjum eða láglend- inu inn af Hjeraðsflóa, nema á Jökul- dal voru skógar víðast hvar horfnir um þær mundir og ekkert eptir nema örnefni sem minntu á gamla skóga, t.a.m. Brúarskógur.“27 Sigurður segir að meðan á Kötlu- gosinu 1755 stóð hafi lauf og smáar greinar trjánna skrælnað upp sökum hita og þurrka. Eftir þetta hafi skógi farið að hraka og hinn stóri skógur síðan tekið að falla, einkum frá 1770, enda óspart notaður. „Þó voru enn eptir miklir skógar og víða, þegar Síðueldurinn kom upp 1783. Þá bar að nýju mikla ösku yfir Austurland, einkum Fljótsdalshérað, sem varð undirrót „móðuhallærisins seinna“. … Síðueldssumarið fór eins og fyrr af Kötlugosinu, eða verr, … Nú herti enn meira á fallinu í öllum skógum og fjellu þeir upp frá því unn- vörpum. Um næstliðin aldamót og rjett eptir þau voru hjer allir stærri skógar fallnir.“27 Sigurður kom sjálfur fyrst í Fljóts- dalshérað 1830 og getur vitnað um ástand skóganna eins og það var þá. Hann ritar að enn hafi verið nýti- legir skógar á Héraði á þeim tíma en engin tré hærri en 3 m. Þegar Sigurður skrifaði lýsingu sína höfðu flestir þeir skógarpartar sem tórðu 40 árum fyrr, er hann fyrst kom til héraðsins, horfið fyrir utan í landi Hallormsstaðar, Ranaskógur, og í Miðhúslandi.27 Fljótsdalshérað árið 1893 Árið 1893 fór Sæmundur Eyjólfsson um Fljótsdalshérað á vegum Bún- aðarfélags Suðurlands til að kanna skóga og skrifaði ári síðar skýrslu um ástand þeirra.28 Hann skrifar að litlir skógar séu eftir á Héraði þótt þeir hafi verið miklir í fyrnd- inni. Sæmundur skoðaði Hallorms- staðarskóg, sem hann síðan segir í skýrslunni að sé stærsti skógur á Íslandi. Að áliti Sæmundar var ástand skógarins slæmt; fé var enn beitt á skóginn en þó ekki lengur felld tré í honum. Hann segir þetta hafa skemmt öll yngri tré, sem séu lág og kræklótt, hin stærri tré séu fá og gömul og muni skógurinn ekki eiga sér framtíð nema hann verði algerlega friðaður.29 Sæmundur hitti gamlan bónda, Jón Einarsson frá Ytri Víðivöllum, sem sagði honum að þegar hann var yngri hafi skógurinn verið svo þéttur að erfitt hafi verið að koma fé til beitar. Skógurinn hafi verið höggvinn og eyddur með öllum leiðum, þar til nánast ekkert var eftir, og að ekki hafi verið eftirsjá að honum. Skógurinn hafi verið gagns- laus og þó svo að líklega verði upp- blástur þegar hann verði farinn, geri það ekki til því Jón sagðist mundu verða dauður þegar þar að kæmi. Sæmundur segir að viðhorf Jóns hafi ekki verið nein undantekning frá skoðunum annarra bænda á Héraði. Sæmundur lýkur lýsingu sinni með þeim orðum að hvergi hafi hann séð eins stórtæka og augljósa eyðingu skóga í seinni tíð og á Héraði.29 Síðari tíma sagnfræðingar Guttormur Pálsson skrifaði ritgerð um sögu skóga á Héraði 1948. Gutt- ormur ræðir um lýsingu Sigurðar og heldur áfram með söguna. Hann segir að skógum hafi hrakað á Hér- aði fram undir 1870 og á þeim tíma hafi aðeins verið skógur í landi 4–5 bæja. Eftir 1870 hafi hörfunin stöðv- ast, um aldamótin hafi skógur verið farinn að ná sér vel á strik og um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.