Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 91
91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
og gefur það því hámarksaldur
fyrir framhlaupið og á sama tíma
mesta mögulega aldur á setinu í
tjörninni.45
Útrennsli er úr Helgutjörn til
norðurs en í suðurendanum eru
tvær uppsprettur. Tjörnin er um
70 cm djúp þar sem hún er dýpst.
Kjarni var tekinn úr miðri tjörn-
inni í apríl 2008. Borað var eins
djúpt og hægt var og fékkst 310 cm
langur kjarni. Notast var við eins
metra langan „rússabor“ sem er 50
mm í þvermál. Teknir voru voru
eins metra langir kjarnar við hverja
borun, með 50 cm skörun milli
kjarna. Heildarkjarnanum var lýst
á staðnum og öll öskulög skráð. Við
heimkomu var kjarninn opnaður og
sýnum til greininga safnað. Tekin
voru 22 sýni til frjógreiningar, hvert
þeirra 2 cm3, með 10 cm bili frá
toppi kjarnans niður á 210 cm dýpi.
Einnig voru tekin 13 sýni til efna-
greininga á öskulögum.
Undirbúningur við gerð frjósýna
fylgdi aðferð sem lýst er í ritgerð
Egils Erlendssonar frá 2007 og bygg-
ist á hefðbundinni aðferð frá Moor,
Webb og Collinson.46
Greining frjókorna og gróa var
gerð með hliðsjón af samanburðar-
safni í eigu Náttúrufræðistofnunar
Íslands, með samanburðargögnum
úr óbirtu handriti frá Margréti
Hallsdóttur og frjógreiningahand-
bókum.47,46 Plöntuhandbækur eftir
Hörð Kristinsson48 og Mossberg og
Stenberg49 voru einnig notaðar til
glöggvunar á flóru landsins.
Greiningin var framkvæmd með
Nikon Eclipse 50i-smásjá og not-
ast við 400- eða 600-falda stækkun.
Talin voru 300 landræn frjókorn í
hverju sýni.
Út frá niðurstöðum Lilju Karls-
dóttur44 var ekki greint á milli frjó-
korna birkis og fjalldrapa, heldur
voru öll frjókorn af þeirri ættkvísl
talin sem Betula ógreint.
Notast var við tölvuforritið
TILIA 250 við að breyta talningu frjó-
greiningarinnar í prósentur. Gert
var bæði magnbundið frjólínurit
(5. mynd) og prósentu-frjólínurit
(6. mynd) með tölvuforritunum
TILIA 2 og TGView 2.0.2.51
Gjóskulög voru greind í kjarn-
anum og var við greiningu þeirra
stuðst við gjóskutímatöl Guðrúnar
Larsen52 og Magnúsar Á. Sigurgeirs-
sonar.53 Tekin voru sýni úr gjóskulög-
unum og þau efnagreind til að sann-
reyna greiningu þeirra. Gjóskusýnin
voru efnagreind við jarð- og land-
fræðideild Kaupmannahafnarhá-
skóla, Geocenter Danmark. Hægt
var að gera nokkuð nákvæmt aldur-
slíkan byggt á þessum sex gjósku-
lögum og útreiknuðum setmyndunar-
hraða (4. mynd).
4. mynd. Aldurslíkan fyrir setkjarna úr Helgutjörn. Líkanið er byggt á gjóskutímatali.
Setmyndunarhraða má sjá í dálki hægra megin – Age/depth model for the “Helga” core.
0,8
1,5
1,4
1,0
1,6
1875 e. Kr.
1477 e. Kr.
1362 e. Kr.
1262 e. Kr.
915±15 e. Kr.
700 e. Kr.
Útreikn. 194 e. Kr.
0
25
50
75
100
125
150
175
200
0 500 1000 1500 2000
D
pi
–
D
ep
th
cm
Ár e. Kr. mm/ár– Age AD
3. mynd. Helgutjörn séð úr suðri. – Looking north over Helgutjörn. Ljósm./Photo:
Sverrir A. Jónsson 2008.