Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 101

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 101
101 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags jökuláa, auraset, fjöruset, skriðuset og gosefni eru þau lausu jarðlög sem eru enn í myndun á þurru landi og skipta verulegu máli við efnisöflun. Efniseiginleikar jarð- myndana Setlög úr margskonar jarðmynd- unum hafa löngum verið valin til vinnslu vegagerðarefna með tilliti til þess að setið henti í viðkomandi lag vegarins án þess að leggja þurfi í mjög mikinn kostnað við vinnslu efnisins. Þannig hafa menn t.d. valið að vinna malarslitlagsefni úr skriðum eða jökulruðningi, sem eru jarðmyndanir með nægilegt magn af fínefnum, þ.e. syltic og leir, til að binda yfirborð slitlagsins. Sylti getur hins vegar verið mjög fokgjarnt og er mikilvægt að hlutfall leirs sé sem hæst, en slíkt efni er t.d. í skriðum sem eru blandaðar rauðum milli- lögum. Fyrir burðarlag og styrktar- lag er hins vegar leitað að frostfríu efni með lítið magn af fínefnum, en slíkt efni er t.d. í áreyrum og malar- hjöllum. Náttúruleg kornadreifing efnisins, þ.e. magn fínefna, sand- hlutfall og steinastærð, hentar þó sjaldnast til nota í efri lög vegarins án þess að vinna efnið, þ.e. mala það og harpa. Með efnisvinnslu er hægt að stýra kornadreifingu, brot- hlutfalli og kornalögun. Grunneiginleikar bergsins, svo sem kristalbygging, gropa og um- myndun, ráða miklu um berggæði, þ.e. tæknilega eiginleika á borð við styrk, veðrunarþol og slitþol. Sem dæmi má nefna að basalt getur verið lítið eða ekkert ummyndað og með gott veðrunarþol (frostþol) eða mikið ummyndað og með lítið veðrunarþol og allt þar á milli. Á sama hátt getur steinefni verið þétt og með mikinn styrk eða gropið (blöðrótt) og með lítinn styrk. Mikilvægt er að velja sterkt og veðrunarþolið berg til vinnslu í efstu lög veghlotsins en minni kröfur eru hins vegar gerðar til bergs sem nota á neðar í veghlotinu. Basískt gosberg frá míósen og plíósen (blágrýti), þ.e. 2,6–16 milljón ára gamalt berg, er oft talsvert ummyndað, en basaltlög frá ísöld (grágrýti), þ.e. 0,1–2,6 milljón ára, eru tiltölulega lítið ummynduð en geta verið nokkuð blöðrótt. Dyngju- basalt er oft með mjög opna kristal- byggingu og hefur því fremur lítinn styrk og slitþol. Í jarðlagastaflanum frá míósen og plíósen er þess helst að vænta að finna tiltölulega lítið ummyndað basalt í þéttu bergi, t.d. þóleiíti, fjarri megineldstöðvum þar sem slíkt berg ummyndast hægar og bergið er ekki nægilega gropið til að heitt vatn hafi náð að leika um það og valda ummyndun frum- steinda yfir í leirsteindir. Dyngju- basalt hentar oft vel til vinnslu rof- varnargrjóts, enda er algengt að það sé stórstuðlað og myndi nægilega stóra steina við sprengingar til að hentugt sé í ölduvörn. Vegakerfið er samtals 12.862 km að lengd. Þar af eru 7.730 km með malarslitlagi en 5.132 km veganna eru með bundnu slitlagi. Fram- leiðsla á nothæfu malarslitlagi er því mikilvægur þáttur í starfi Vegagerðarinnar. Æskilegur efn- iseiginleiki malarslitlags er góð kornadreifing með hæfilegu magni fínefna, og er mikilvægt að hluti fínefnanna sé í leirstærðum til að tryggja rakaheldni slitlagsins. Auk þess þurfa steinefni í malarslitlag að hafa hæfilegan styrk og veðr- unarþol. Jarðmyndanir sem henta best til að framleiða gæðaefni í malarslitlag eru helst framhlaup og skriður á svæðum frá míósen- og plíósentíma um norðan- og aust- anvert landið, sérstaklega á þeim stöðum þar sem efnið er blandað fínefnaríkum rauðum millilögum. Á móbergssvæðum sunnanlands eru ekki slíkar jarðmyndanir. Hins vegar er hægt að flytja leirinn um nokkuð langan veg til íblöndunar við mölun á steinefni þar sem skortur er á fínefnum. Jökulruðn- ingur getur verið með nægilegu heildarmagni fínefna, en þau eru fyrst og fremst í syltarstærðum. Syltið er ekki nægilega rakaheldið og fýkur slíkt efni því auðveldlega úr veginum í þurrkatíð. Efnisleit Á síðustu árum hafa kröfur til stein- efna sem notuð eru í vegagerð aukist mikið. Er það einkum vegna auk- innar kröfu um burðarþol vega og vegna mikillar aukningar á notkun bundins slitlags. Hefur þetta haft í för með sér aukna vinnu jarðfræð- inga við leit að góðum efnum sem næst notkunarstað og auknar rann- sóknir á gæðum efnanna. Við leit að heppilegum efnistöku- stöðum þarf að hafa í huga að efnið standist gæðakröfur og að efnis- námið verði hagkvæmt hvað varðar kostnað við losun og flutning efnis- ins. Einnig er mjög mikilvægt að hafa ávallt í huga að efnistakan valdi ekki mikilli röskun á umhverf- inu. Mestar kröfur eru gerðar til efnis efst í veghlotinu. Hagkvæmt getur verið, með tilliti til endingar og viðhalds vegarins, að velja ein- ungis hágæðaefni í slitlag og burðar- lag þó að kostnaður við losun efnis- ins sé mikill og flutningsvegalengd fari jafnvel yfir 10 km með burðar- lagsefni og yfir 30 km með stein- efni í klæðningu. Efni í fyllingu er helst ekki flutt lengri leið en 4–5 km og efni í styrktarlag ekki lengra en 5–10 km. Steinefni (fylliefni) í stein- steypu er oft flutt mun lengri vega- lengd, jafnvel yfir 200 km, enda er magn steypuefnis í t.d. brúarsteypu oftast einungis nokkur hundruð rúmmetrar í hverja brú. Fyrr á árum var steypan oftast framleidd á fram- kvæmdarstað en nú er hún yfirleitt flutt tilbúin frá steypustöðvum, oft langar leiðir. Á þéttbýlissvæðinu á suðvestur- horni landsins hefur það lengi verið venjan að bjóða vegagerðarverk út með þeim hætti að verktaki útvegi efni til verksins, og sér hann þá um að kaupa það á steinefnamarkaði. Evrópustaðlar fyrir steinefni gera c Sylti: fíngert set sem er að grófleika á milli leirs og sands (þvermál 0,002–0,063 mm). Orðanefnd verkfræðinga undir stjórn Einars B. Pálssonar lagði til að enska orðið silt skyldi vera þýtt sem sylti (kvk) og beygjast sylti, sylti, sylti, syltar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.