Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 102

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 102
Náttúrufræðingurinn 102 þá kröfu að framleiðendur efna fyrir almennan markað séu með CE-vottun á því þannig að fyrir liggi allar upplýsingar um gæði þess. Áður en rannsóknir hefjast á svæði fyrirhugaðrar vegagerðar eru allar tiltækar heimildir skoð- aðar svo staðsetja megi jarðmynd- anir þar sem líklegt er að finnist nothæft efni til vegagerðar. Heim- ildirnar geta verið skólaritgerðir, skýrslur, berggrunnskort og upp- lýsingar úr námu- og rannsókna- kerfi Vegagerðarinnar. Í námukerf- inu er staðsetning allra náma lands- ins sýnd á korti og loftmynd, auk þess sem þar er að finna almennar upplýsingar um efnið í námunum. Í rannsóknakerfinu eru skráðar niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar á efninu. Loftmyndir á tölvutæku formi eru mikið not- aðar við þessa undirbúningsvinnu. Til eru ágæt kort af berggrunni landsins í mælikvarða 1:500.000 og einnig nokkur landshlutakort í mælikvarða 1:250.000. Nákvæmari kort í mælikvarða 1:50.000 eru ein- ungis til af örfáum svæðum. Heild- armagn lausra jarðlaga hér á landi er óþekkt enda hefur jarðgrunn- urinn ekki enn verið kortlagður. Það er þó vel þekkt að magninu er mjög misskipt og að skortur er í sumum landshlutum en yfirdrifið efni í öðrum. Æskilegt er að gefin verði út jarð- grunnskort af landinu, en útgáfa slíkra korta hefur að mestu einskorð- ast við virkjunarsvæði. Nákvæm- ari vitneskja um magn og dreifingu lausra jarðlaga myndi stuðla að hag- kvæmari og umhverfisvænni nýt- ingu þeirra, þannig að t.d. hágæða- efni og merkilegar setmyndanir séu ekki ofnýttar. Þegar um nýja efnistökustaði er að ræða er gerð úttekt á fyrirhug- uðu námusvæði, til magn- og gæða- könnunar, með greftri í setnámum og borunum í bergnámum. Stöku sinnum er beitt jarðeðlisfræðilegum aðferðum og tækjum, svo sem jarð- sjá, til að rannsaka þykkt og lag- skiptingu setlaga. Oft þarf einnig að rannsaka eldri námur ef litlar upplýsingar liggja fyrir um námuna. Rannsóknir beinast að því að kanna þykkt jarðvegs sem ýta þarf ofan af, skrá millilög í efninu og mæla þykkt efnisins sem á að vinna, þ.e. dýpi á klöpp eða dýpi niður að setlagi af lakari gæðum sem ekki er sóst eftir til efnistöku. Einnig er mæld vatns- staða í gryfjunni. Tekin eru sýni af efninu og þau send til greiningar á rannsóknastofu þar sem skorið er úr um berggæði. Borun í berg getur bæði verið svarfborun og kjarnaborun. Með svarfborun er hægt að mæla bor- hraða, sem gefur hugmynd um eigin- leika bergsins og lagskiptingu auk þess sem taka má sýni af svarfinu til berggreiningar. Kjarnaborun gefur mun gleggri mynd af lagskiptingu bergsins og millilögum en auk þess er æskilegt að taka kjarna af berginu til að rannsaka bergtæknilega eigin- leika þess á rannsóknastofu. Ýmsar ástæður eru fyrir aukinni notkun bergs til vegagerðar. Víða um land er skortur á malarefnum sem standast þær kröfur sem gerðar eru til burðarlags- og styrktarlags- efnis, og því getur verið hagkvæmt að nýta sprengt berg enda þótt vinnsla þess, sérstaklega losun, sé nokkuð kostnaðarsöm. Set í malar- námum eru oftast blanda berggerða af mismunandi gæðum, en gæði í góðum bergnámum eru yfirleitt jafn- ari. Einnig eru malarnámur oft sand- ríkar og fremur snauðar að grófu efni, þannig að ekki næst nægilega hátt brothlutfall við vinnsluna til að hægt sé að framleiða burðarhæft efni með góðan stöðugleika. Sprengt og malað berg hefur hinsvegar nær 100% brothlutfall. Óheppileg korna- dreifing og kornalögun, þ.e. ein- korna opin kornadreifing og flög- ótt og ílöng korn, hefur oft verið vandamál við vinnslu bergs, en með heppilegum vinnsluaðferðum er hægt að ná fram hagstæðri korna- dreifingu og kornalögun við vinnslu á flestum berggerðum. Það einkennir íslenska jarðlaga- staflann að einsleit berglög eru oft fremur þunn, en á milli þeirra eru lakari millilög. Í nágrannalönd- unum er vegagerðarefni oft unnið úr þykkum einsleitum berghleifum, t.d. graníti. Millilög, svo sem setlög og aðlæg lakari berglög og einnig sprungufyllingar, geta valdið tals- verðum erfiðleikum við vinnslu úr bergnámum. Efni úr slíkum lögum má í mörgum tilfellum blanda við fyllingarefni, en við vinnslu styrktar- lags, burðarlags og slitlags þarf yfir- leitt að hreinsa slíkt efni frá áður en bergið er malað og/eða því ekið út í veg. Sprungumynstur, straumflögun og kristalbygging eru ráðandi eigin- leikar varðandi stærðir og lögun grjóts sem verður til við sprengingar. 3. mynd. Rannsóknagryfja við Jökulsá í Lóni. Ljósm. Reynir Gunnarsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.