Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 107
107
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
bergkviku en safnist upp eftir það
við niðurbrot kalís. Allar Ar-mæl-
ingar á sýnum þessarar rannsóknar
voru gerðar á einstökum grunn-
massakornum bergsins, sem ein-
angruð voru undir smásjá. Eftir að
sýnin koma úr kjarnaofninum eru
þau hituð upp í þrepum og 40Ar/39Ar
mælt í því gasi sem losnar við hvert
hitaþrep. Á 3. mynd eru sýnd línu-
rit yfir velheppnaðar Ar-mælingar
þar sem flatt róf endurspeglar gæði
aldursákvörðunarinnar.
Á 3. mynd eru líka sýndar niður-
stöður U-Pb aldursgreininga á zirkon
í þeim bergsýnum af Austurlandi
sem gáfu lægsta og hæsta aldur-
inn. Á línuriti sem sýnir samsætu-
hlutfall blýs (207Pb/206Pb) sem fall
af 238U/206Pb má draga svokall-
aða „geochron“, sem er aldurskúrfa
jarðar; hún er fremur lárétt við
lágan aldur (3. mynd) en nær lóð-
rétt við háan aldur (lágt 238U/206Pb).
Flest bergsýni jarðar falla á beina
blöndunarlínu þar sem efri skurð-
punktur við „geochron“-kúrfuna
endurspeglar samsætuhlutfall blýs,
en neðri skurðpunkturinn sýnir
myndunaraldur sýnisins. Þriðja
mynd sýnir allt að 16 greiningar á
mismunandi zirkonkristöllum úr
hverju sýni, og reiknuð er besta lína
í gegnum mæliniðurstöðurnar til
að finna skurðpunktana og þar með
aldur sýnisins.
Í þeim tilfellum þar sem hægt
var að beita báðum aldursgreiningar-
aðferðunum eru niðurstöður sam-
hljóða nema í innskotsbergi, þar sem
aldursmunur er á kristöllun zirkon-
steindarinnar og afgösun bergkvik-
unnar. Athyglisverð undantekning
er frá Fagradalseldstöðinni, austan
Vopnafjarðar, þar sem eldra sýnið
er ísúrt hraun nærri sjávarmáli í
Búri en yngra sýnið dasítgúll ofan
af Hellisheiði. Aldursmunurinn er
Eldstöðvakerfi
– Volcanic
system
Staðsetning
– Locality
Hnit
– Coordinates
Sýnanúmer
– Sample
number
Berggerð
– Rock type
Ar/Ar-aldur
– Ar/Ar age
U/Pb-aldur
– U/Pb age
K/Ar 6
– K/Ar
Fagridalur
Búr
N 65°45.63
W 14°31.38 Bur3
Basaltískt
íslandít
14,7 ± 0,4
Hellisheiði
N 65°43.74
W 14°30.65 Hell1 Dasít dóma 13,4 ± 0,2
Refsstaðir Lambadals-skarð
N 65°40.15
W 14°48.40 Ref1 Rhýólít 12,7 ± 0,3
Borgarfjörður
eystri
Höfn
N 65°32.18
W 13°45.39 Hofn1 Rhýólít
12,8 ± 0,2
12,8 ± 0,1
Hvítserkur
N 65°25.75
W 13°45.59 Hvs2
Rhýólítískt
flikruberg 12,5 ± 0,6
Húsavík
N 65°23.67
W 13°41.16 Hus1
Rhýólítískt
flikruberg 13,1 ± 0,2
Reyðarfjörður Reyðar-fjörður
N 64°58.86
W 13°53.23 Rey3 Rhýólít 11,3 ± 0,1 11,9
Reyðarfjörður Sandfell
N 65°55.66
W 13°52.66 San1
Rhýólítískur
gúll
11,7 ± 0,1
Breiðdalur Berufjörður
N 65°45.99
W 14°24.21 Beruf1 Rhýólít
9,1 ± 0,2
9,2 ± 0,2
9,2 ± 0,3
Streitishvarf
N 64°43.85
W 13°59.29 Streit1a Rhýólít gangur
10,1 ± 0,2
10,1 ± 0,2
10,7 ± 0,2
Austurhorn Hvalnes-skriður
N 64°26.35
W 14°30.19
Hval 4 Granófýr
5,7 ± 0,6
5,3 ± 0,7
6,6Hval 1a Granófýr 6,6 ± 0,4
Hval 2 Gabbró 6,5 ± 0,2
Vesturhorn
N 64°15.63
W 14°59.63
Ves1 Gabbró 3,7 ± 0,1
6,6
Rustanöf Ves2 Granófýr 4,3 ± 0,2 3,9 ± 0,1
1. tafla. Aldur, berggerð aldursgreindra sýna, sýnanúmer, hnit og staðsetning sýna og tilheyrandi eldstöðvakerfi. – Summary table
giving sample names, volcanic systems, location, coordinates, rock type and age.