Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 110
Náttúrufræðingurinn
110
stefnu norðan Loðmundarfjarðar
önnur vísbending um breytilegt
spennusvið skorpunnar. Í árdaga
gosbeltisins hefur framsækið rek til
norðurs myndað eldstöðvar Borgar-
fjarðar, líklega á svipaðan máta og
Torfajökulssvæðið hefur myndast
síðustu árhundraðaþúsundir.11 Því
til stuðnings er óvenjumikið af súru
bergi á báðum svæðunum.
Breidd Íslands verður því ekki
skýrð með hraðari gliðnun jarð-
skorpunnar fyrr í jarðsögu Íslands.
Aðrir möguleikar eru að við rek-
beltaflutninga12,13,14 lokist hluti af
fyrrmyndaðri skorpu inni á milli
belta og bætist því við Ísland.15,16 Ef
sú skýring er rétt má allt eins reikna
með að elsta berg Íslands sé að finna
inni á miðjum Vestfjarðakjálkanum
fremur en út við ystu annes. Aðeins
með vönduðum aldursgreiningum
og nákvæmari kortlagningu jarðlaga
verður hægt að skýra óvenjulega
breidd Íslands. Flest bendir þó til
að kvikuframleiðsla möttulstróks-
ins undir Íslandi yfirgnæfi kviku-
myndun vegna flekagliðnunar og
það, ásamt vestnorðvesturfærslu
hryggjarkerfisins miðað við möttul-
strókinn, orsaki rekbeltaflutninga til
austsuðausturs.
Summary
Constant spreading rate through
the geological history of Iceland
The interaction between a rift zone and
a mantle plume leads to exceptional
situations in Iceland where the island is
50% wider than expected, given the
North-Atlantic spreading rate. In order
to give a better idea of the time frame of
this evolution, we present new
40Ar/39Ar and in-situ U-Pb dating on
zircon from volcanic systems in East
Iceland. The North Iceland Rift Zone
(NIRZ) was initiated at least 12 Ma ago.
Furthermore, during these last 12 Ma,
100 km
Sprungusveimur
Megineldstöð
Eldstöðvakerfi::
Tertíer berggrunnur Yngri pleistósen og hólósen berggrunnur
Plíó-pleistósen berggrunnur
KR
NIRZ
SIV
Z
MIVZ
Njarðvík
Fagridalur
Refsstaðir
Borgarfjörður
Barðsnes
Reyðarfjörður
Breiðdalur
Flugustaðir
Kollumúli
Þingmúli
Austurhorn
VesturhornViðborðsfjall
Álftafjörður
Lón
0 Ma 6 Ma 11 Ma
TFZ
10 Ma
5. mynd. Uppbygging Austurlands síðustu 11 milljónir ára. Brotnar línur tengja eldstöðvakerfin við upprunalega staðsetningu miðað
við 1 cm/ár, hálfan gliðnunarhraða. Brotni grái ferillinn táknar 10 Ma jafnaldurskúrfu (e. isochron) á Austurlandi. Útlínur eldstöðva-
kerfanna eru frá Kristjáni Sæmundssyni13. KR: Kolbeinseyjarhryggur; TFZ: Tjörnesbrotabeltið; NIRZ: Norðurlandsrekbeltið; MIVZ:
Mið-Íslandsgosbeltið; SIVZ: Suðurlandsgosbeltið. – Geodynamic evolution of eastern Iceland during the last 11 Ma. The thin dashed
grey lines illustrate the volcanic systems derived from their initial position, assuming a half-spreading rate of 1 cm/year. The larger dash-
dotted grey curve represents the 10 Ma isochron. The volcanic system locations are from Sæmundsson.13 KR: Kolbeinsey Ridge; TFZ:
Tjörnes Fracture Zone; NIRZ: North Iceland Rift Zone; MIVZ: Mid-Iceland Volcanic Zone; SIVZ: South Iceland Volcanic Zone.