Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 114

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 114
Náttúrufræðingurinn 114 hlaðist upp af eldgosum undir jökli, en telur ekki að nein skýringanna sé einhlít. Í yfirlitsgreinum sínum15,16 tók Guðmundur hins vegar af skarið, taldi móbergsfjöllin hafa orðið til við gos undir og í jökli og lagði þar með grunninn að núverandi þekkingu okkar um megindrætti móbergs- myndunarinnar. Áður hafði þýskur jarðfræðingur, Oetting, getið sér þess til að Hrútfell á Kili hefði myndast við eldgos sem hefði hafist undir ísaldarjökli og síðan náð upp í gegnum jökulinn, en grein hans virðist í fyrstu hafa farið framhjá íslenskum jarðfræðingum.17 Það er einnig athyglisvert að Jakob H. Líndal, bóndi og jarðfræðingur á Lækjarmóti í Víðidal, hafði kom- ist að sömu niðurstöðu þegar árið 1941. Jakob greinir frá því í dag- bók sinni18 að móberg geti verið afleiðing eldgosa undir jökli, og rjúfi gosið gat á jökulinn muni það sennilega geta breyst í hraungos og basalthella myndast. Nefnir hann Eiríksjökul sem sérlega stílhreint dæmi um slíkt gos. Á sama tíma og Guðmundur Kjartansson viðraði tilgátu sína um myndun móbergsfjalla við upp- hleðslu í eldgosum komst Mat- hews19 að sömu niðurstöðu um stapafjöll í norðurhluta Bresku-Kól- umbíu í Kanada. Bók Bemmelen og Rutten20 um móbergsstapa í Norður- gosbeltinu mun hafa orðið til þess að jarðfræðingar hafi almennt sann- færst um að þessi fjöll hefðu orðið til við eldgos undir jökli. Þorleifur Einarsson21,22 lýsti móbergsfjöllum á Hellisheiðarsvæðinu og sýndi fyrstur manna fram á að í sökkli þeirra er yfirleitt bólstrabergsein- ing sem verður til í upphafi gossins. Þetta kemur m.a. fram í Skarðsmýr- arfjalli og Stóra-Meitli. Guðmundur Sigvaldason23 undirstrikaði mikil- vægi bólstrabergsins og taldi að ummyndun hýalóklastítsins, sem ofan á lægi, yrði í skammvinnum jarðhitakerfum sem hefðu orku sína frá bólstraberginu. Ítarlegar rann- sóknir Jones24,25 á móbergsfjöll- unum norður af Laugarvatni leiddu í ljós hvernig og við hvaða aðstæður einstakar goseiningar fjallanna hafa myndast. Rit Jones hafa jarðfræð- ingar síðan haft til viðmiðunar í fræðum þessum. Á síðustu árum hafa framfarir, einkum í setlaga- fræði, verið hagnýttar til nánari lýs- ingar og skilnings á móbergsmynd- unum.26–32 Skilgreiningar hugtaka Í þessari grein er hugtakið móbergs- myndun einungis notað í þrengri merkingu þess, þ.e. um þær jarð- myndanir sem orðið hafa til við gos undir jökli eða í vatni á síðari hluta ísaldar (fyrir 0,78–0,01 milljón árum) og tengdar setmyndanir.16 Þetta hugtak hefur á seinni tímum enn fremur verið notað sem sam- heiti yfir allt gosberg og setberg sem myndast hefur á síðari hluta ísaldar.33 Ekki hefur verið full samstaða um notkun hugtaka á þessu fræðasviði, á það jafnvel við um hugtök sem oft hafa sést á prenti, eins og gjóska, móberg og hýalóklastít. Í 1. töflu er safnað saman helstu hugtökunum með tillögum um skýringar þeirra. Hraunþekja, hraunfótsbreksía og móbergshraun eru tillögur okkar um ný hugtök á þessu sviði. Hugtak – Term Skýring – Definition Gjóska ósamlímt brotaberg, sem myndast við sprengigos, án tillits til kornastærðar eða efnasamsetningar Túff fínkorna, samlímd og ummynduð gjóska, oft lagskipt Túffbreksía túff með stórum bergbrotum, stundum lagskipt (þursaberg) Hraunfóts- breksía skálaga brotaberg sem myndast framan við hraun sem rennur út í vatn Hýalóklastít brotaberg sem myndast þegar bergkvika kemst í snertingu við vatn; án tillits til kornastærðar eða efnasamsetningar og hvort það er óharðnað eða harðnað Palagónít ummyndað berggler, basískt eða ísúrt Móberg samlímt og ummyndað hýalóklastít, basískt eða ísúrt Bólstraberg gert úr ílöngum bólstrum sem eru oftast 0,5–1 m í þvermál; bólstrarnir eru gjarnan smástuðlaðir og glerjaðir að utan Kubbaberg smástuðlað berg, oft með sveipóttum stuðlum Hraunþekja hraun sem myndast í lok gossins og þekur hýalóklastítið að einhverju leyti og liggur ofan á hraunfótsbreksíunni Gosmyndun allt það gosefni sem myndast í einu eldgosi, einnig berggangar og önnur innskot sem rekja má til sama eldgoss Móbergsfjall eldfjall sem orðið hefur til við gos undir eða í jökli, eða í vatni Móbergshryggur ílangt eldfjall sem myndast hefur við gos undir eða í jökli, eða í vatni; lengd er meiri en tvöföld breidd; oftast án hraunþekju Móbergsstapi eldfjall sem myndast hefur við gos undir eða í jökli, eða í vatni; lengd er minni en tvöföld breidd fjallsins; yfirleitt með hraunþekju Móbergshraun flatt og víðáttumikið lag af hýalóklastíti sem hvílir á stuðluðu basalti; hefur runnið sem hraun undir jökli 1. tafla. Nokkur hugtök sem lýsa gosefnum og gosmyndunum undir eða í jökli eða vatni; sbr. m.a. Fisher og Schmincke,34 Þorleifur Einarsson33 og Sveinn P. Jakobsson & Magnús T. Guðmundsson.2 – Table with the principal Icelandic terms as regards sub- and intraglacial volcanism.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.