Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 117

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 117
117 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gígi ofan sjávarmáls, úr fínlega lagskiptum lögum sem mest náðu 175 m þykkt. Sams konar fínlag- skipt hýalóklastít, sem sest hefur til á þurru landi, má víða sjá efst eða ofan til í hryggjum og stöpum móbergsmyndunarinnar. Lauslega áætlað er þessi fínlagskipti hluti hýalóklastítsins innan við 10–20% af rúmmáli alls hýalóklastíts eld- fjallanna í Vesturgosbeltinu. Nokkur hluti hýalóklastítsins ber merki um flutning af völdum vatns og telst því hreint setberg.27,28,30,54 Innskot, sem skotist hafa út frá aðalaðfærsluæðum eldstöðvarinnar, eru mjög algeng í móbergsfjöllum, einkum í hýalóklastítinu (2. mynd). Oft er um að ræða bergganga sem eru <1 m í þvermál, en minniháttar óregluleg innskot, sem kvíslast alla vega um fjallið, sjást víða.25,32,55 Feltgreiningar og bergefnagrein- ingar benda til að þessi innskot myndist tiltölulega seint í myndunar- sögu fjallanna, hugsanlega vegna þess að þá eru hliðar eldfjallsins farnar að gefa meira eftir og síga fram vegna sífelldrar bráðnunar jökulsins. Gosrásin kann að teppast tímabundið vegna slíkrar höggunar og kvikuinnskotin eiga þá greiða leið um plastískan og óreglulegan massa hýalóklastítsins. Til þessara innskota teljast einnig misstórir eitlar og lög af bólstrabergi í hýalóklastítinu.55,56 Í þessum til- vikum hefur innskotið líklega verið það hægfara og hýalóklastítíð það vatnsríkt að bólstrar hafa náð að myndast. Þótt rúmmál innskotanna sé lítið, miðað við heildarrúmmál eldfjallsins, er líklegt að hlutverk þeirra sé stórt, því athuganir í Vestur- gosbeltinu58 benda til þess að um- myndun og hörðnun hýalóklastíts- ins verði aðallega fyrir áhrif jarð- hitakerfa sem myndast tímabundið af völdum innskotanna, líkt og í Surtsey.45,50 Hraun myndast á kolli eldfjallsins ef eldgosið brýtur sér leið í gegnum jökulinn eða upp fyrir vatnsborðið (2. mynd). Þessar hraunþekjur eru frábrugðnar öðrum hraunum sem renna á þurru landi, að því leyti að við rennslið út í vatnið verða sprengingar, hluti hraunkvikunnar kvarnast og grófkorna hýalóklastít myndast. Framan við hraunfótinn myndast þannig hraunfótsbreksía, skálaga brotaberg þar sem lögum hallar 25–35° hornrétt frá hraunfæt- inum. Algengt er að bólstrabergs- taumar eða stakir bólstrar myndist innan um skálagað brotabergið. Hraunþekjur stapanna geta náð töluverðri þykkt og þau eru oft beltuð. Landslag það sem hraunin hvíla á er stundum mjög ójafnt þar sem stórir gjóskugígar hafa mynd- ast ofan við vatnsborðið, líkt og í Surtsey.52 Í Þórisjökli, suðvestan við Langjökul, er hraunstaflinn líklega allt að 300 m á þykkt, um 230 m í Hrútfelli á Kili og 220 m í Geitlands- jökli. Þar sem hraun er að finna á móbergshryggjum Vesturgosbeltis- ins er þykkt þeirra yfirleitt aðeins 10–40 m. Mesta þykktin er í Klukku- tindum, norðan Laugarvatns, um 70 m. Margt bendir til þess að brotaberg það sem myndast framan við hraunfótinn í móbergsfjöllunum hafi varðveist illa. Ástæðan er lík- lega sú að hraunfótsbreksían hefur oft ekki náð að harðna þar sem brotabergið er fjærst upptökum jarð- hitasvæða sem oft virðast myndast í þessum gosmyndunum, og það er því auðrofið af jöklum. Óvenju- falleg opna með hraunfótsbreksíu er vestan til í Eiríksjökli. Form gosmyndana Guðmundur Kjartansson skipti mó- bergsfjöllunum í tvær formgerðir, hryggi og stapa.14,16 Þær rannsóknir sem síðan hafa farið fram á móbergs- mynduninni sýna að fyrrnefnd flokkun á fullan rétt á sér svo langt sem hún nær.3 En bæta þarf við þriðju formgerðinni, hinum sérkennilegu móbergshraunum sem stundum eru víðáttumikil og myndast hafa við sérstakar aðstæður. Meginuppi- staðan í flestum þessum fjöllum og lögum er móberg.31,57–59 Móbergshryggir og móbergsstapar Það er einkenni móbergshryggja, sérstaklega þeirra sem lítt eru rofnir, að þeir mynda röð af tindum með nokkuð jöfnu millibili. Hér má sjá samsvörun við sprungugos á nútíma, þar sem virknin hefur oft- ast einangrast við ákveðna gíga sem einnig standa með nokkuð jöfnu millibili, þótt gosið hafi á endilangri sprungunni í byrjun (3. mynd). Lengd hvers hryggjar 3. mynd. Móbergshryggir í Vesturgosbeltinu, suðvestur af Hlöðufelli. Aðgreining gos- myndana er byggð bæði á kortlagningu og bergfræðilegum athugunum. – Typical tindar morphology southwest of Hlöðufell, the Western Volcanic Zone. Ljósm./Photo: Sveinn P. Jakobsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.