Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 118

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 118
Náttúrufræðingurinn 118 (gosmyndunar) er oftast meira en tvöföld breidd hans. Í Vesturgos- beltinu eru lengstu hryggirnir á Jarlhettu- og Kálfstindasvæðunum, allt að 10 km á lengd (4. mynd). Stærstu hryggirnir hafa margir hverjir sökkulbólstraberg, eins og t.d. Kálfstindar eystri, en smærri hryggirnir eru flestir eingöngu úr hýalóklastíti. Nokkrir hryggir eru nánast eingöngu úr bólstrabergi. Þar á meðal eru Undirhlíðar sunnan Hafnarfjarðar, hryggir í Kreppu- tungu og Kverkfjallarana í Norður- gosbeltinu60 og Arnarbæli við Kjal- veg á Auðkúluheiði. Þar hefur eld- gosið hætt áður en kom að því að tvístrun kvikunnar hæfist og hýaló- klastít myndaðist. Í Vesturgosbelt- inu58 hafa fundist 20 hryggir þar sem eldgosið hefur komist í upp gegnum jökulinn og myndað hraun á toppnum; meðal þeirra eru Brekkna- fjöll og Langafell sunnan Langjökuls. Móbergshryggir einkenna Austur- gosbeltið, sérstaklega á Skaftár- og Tungnaáröræfum. Lengsti hryggur- inn er Skuggafjöll. Hann er 44 km á lengd, en mesta breidd er 3,8 km; Grænifjallgarður við Langasjó er 34 km á lengd.61,62 Í Norðurgosbeltinu, einkum í suðurhluta þess, er einnig að finna stóra móbergshryggi.63–65 Í stöpunum má yfirleitt aðeins greina einn stóran gíg, en þar sem staparnir eru flestir myndaðir á gliðnunarsvæðum er líklegt að í upp- hafi eldgossins hafi gosið úr sprungu, þótt hún kunni að hafa verið stutt. Ýmsir jarðfræðingar hafa bent á augljósa samsvörun stapanna við dyngjur á nútíma. Staparnir eru af ýmsum stærðum, en stærsti stap- inn á Íslandi er Eiríksjökull; mesta breidd hans er 8,1 km og mesta afstæð hæð er 0,9 km (5. mynd). Allt bendir til þess að fjallið hafi mynd- ast í einu eldgosi, ef undan er skilin lítil gosmyndun við Ögmundarjökul í austurhlíð fjallsins. Rúmmál Eiríks- jökuls er nú nálægt 48 km3. Ekki er hægt að meta nákvæmlega hversu mikið hefur rofist utan af fjallinu né hvernig landslag var fyrir myndun þess. Þó má fullyrða að Eiríksjökull sé langstærsta gosmyndunin sem hingað til hefur greinst á Íslandi. Aðrir stórir og vellagaðir móbergs- stapar eru t.d. Þórisjökull, Hlöðufell, Hrútfell á Kili, Herðubreið og Bláfjall í Norðurgosbeltinu. Stapagosin virð- ast oft hafa staðið lengur en hryggja- gosin, í sumum tilvikum jafnvel í áratugi. Þjófafell á Kili er hins vegar dæmi um stapa sem hætt hefur gosi á bólstrabergsstiginu, og Innra-Sand- fell á Kili er stapi sem hætt hefur gosi á hýalóklastítstiginu. Víða má sjá augljós merki þess að jöklar hafa rofið burt hraunþekju af stöpum og er Geldingafell sunnan Hvítárvatns einn slíkra stapa. Í Norðurgosbeltinu hafa tveir stapar verið rannsakaðir ítarlega, Bláfjall66 og Herðubreið.55 Nokkrir stapar úr súru bergi hafa verið greindir hér á landi og nægir þar að nefna Prestahnúk í Vestur- gosbeltinu.29 Á 5. mynd eru mælingar á lengd og breidd 68 lítt rofinna hryggja og stapa í Vesturgosbeltinu58 og 16 ungra hryggja í Austurgosbelt- inu.41,61 Hér sést að lítt rofnir hryggir og stapar greinast nokkuð vel í sundur, nema þeir minnstu. Með hliðsjón af því sem á undan er sagt má hugsa sér að skilgreina stapa sem móbergsfjall sem er styttra en sem nemur tvöfaldri breidd fjallsins. Móbergshryggur væri þá móbergs- fjall sem væri lengra en sem svarar tvöfaldri breidd. Vissulega koma upp vafaatriði með þessari flokkun. En með henni er sneitt hjá vanda- málum vegna tilvistar hraunþekju á hryggjum, en þær eru æði algengar eins og fram hefur komið. Nú er spurningin sú hvernig stendur á því að stundum myndast móbergshryggir og stundum stapar. Sennilegt er að form hvers fjalls ráð- ist einkum af þrennu: (1) upphaflegri lengd gossprungunnar, (2) magni bergkviku hverju sinni, og (3) hversu lengi gosið varir. Hér ber að athuga að lengd hvers goss ræðst m.a. af því hversu mikil bergkvika er fyrir hendi. Myndist löng gossprunga í tiltölulega skammlífu eldgosi dreifist bergkvikan á tiltölulega stórt svæði. Myndist stutt gossprunga, eða þá að kvikustreymi einangrast hratt á einn gíg, samfara því að framboð á bergkviku er nægt, getur eldgos varað lengi. Rannsóknir í Vesturgos- beltinu58 sýna að aðrir þættir, eins og mismunur á efnasamsetningu (seigju) bergkvikunnar, þykkt jökuls meðan á gosi stendur eða jökulrof 4. mynd. Móbergsstapar og móbergshryggir í Vesturgosbeltinu, suðvestan Langjökuls. Skriða er í forgrunni og Hlöðufell til vinstri. Skriðutindar sjást handan við Skriðu. – Intraglacial volcanoes in the region north from Laugarvatn. The tuyas Skrida (in the foreground) and Hlödufell (to the left). Skridutindar is seen behind Skrida. Ljósm./ Photo: Björn Rúriksson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.