Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 119

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 119
119 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags eftir að gosi lýkur, eru ekki líklegir til skýringar. Móbergshraun Gosefni hlaðast ekki alltaf upp við gos undir jökli á þann hátt sem á undan er lýst. Í hallandi landslagi hafa stundum myndast lög, einkum úr hýalóklastíti, sem greinilega hafa runnið langa vegu, líkt og venjuleg hraun. Móbergshraunum af þessu tagi, frá fyrri hluta ísaldar, hefur verið lýst frá nokkrum stöðum á Suðausturlandi og Suðurlandi. Í efri hluta Dalsheiðar í Skyndidal í Lóni er 22 km löng gosmyndun sem mælist að jafnaði um 2 km á breidd og um 150 m á þykkt – upprunaleg lengd kann að hafa verið 35 km.57 Þessi móbergshraun koma úr jaðri Öræfajökulsgosbeltisins, sem nú er hulinn jökli. Meginhluti Dalsheiðar- lagsins er hýalóklastít með einstaka bólstrum, en neðsti hluti lagsins er samhangandi smástuðlað basaltlag og frá því kvíslast kubbabergsæðar upp í hýalóklastítið. Skýring Walker og Blake57 var sú að Dalsheiðar- lagið hafi myndast undir daljökli í Skyndidal. Upprunalega hafi runnið hraun í göngum eftir bræðsluvatn undir jöklinum, hraunið hafi síðan smám saman víkkað göngin út og við það hafi myndast hýalóklastít vegna hraðkælingar ofan frá og frá hliðum. Í Svínafelli í Hornafirði og Borgarhafnarfjalli í Suðursveit eru samskonar móbergshraun.57 Á Síðu og í Fljótshverfi í Vestur- Skaftafellssýslu er að finna víðáttu- mikil móbergshraun frá fyrri hluta ísaldar.67 Hraunin hafa oftast sam- bærilega uppbyggingu og Dals- heiðarlagið og þau hvíla oft á jökul- bergi.12,31 Talið er að þessi hraun hafi myndast við eldgos undir jökli á svæðinu suðaustan Lakagíga og Grímsvatna og hafi síðan runnið til suðausturs undir jökli. Stærstu gosmyndunina af þessu tagi er að finna í Skaftártungu og er hún talin vera um 35 rúmkílómetrar.68 Sam- bærileg en verulega umfangsminni hraun af þessari gerð hafa verið greind í hlíðum Eyjafjallajökuls.59 Þessi móbergshraun sem tilheyra móbergsmynduninni hafa runnið undir jökli út frá háhrygg Eyja- fjallajökuls til suðurs, vesturs og norðurs. Á svæðinu vestan Vatnajökuls eru allmargar stórar en flatvaxnar bólstrabergsmyndanir, t.d. Laun- öldumyndun við suðvestanvert Þórisvatn og Bláfjöll norðan Jökul- heima.41 Þessar bólstrabreiður geta verið 100–300 m þykkar en breiddin margfalt meiri enda ná sumar nokkrum rúmkílómetrum að stærð. Þær eru yfirleitt teygðar í suðvestur- norðausturstefnu eins og aðrar gos- myndanir á þessu svæði. Möguleg skýring á þessum myndunum er að þær hafi orðið til í stórum gosum undir þykkum jökli. Setmyndanir Eins og áður var getið er hluti hýalóklastíts móbergsmyndunar- innar í raun og veru setmynd- anir.20,24,27,28,30,69 Þessi hluti hennar er lítið rannsakaður og er erfitt að svo stöddu að segja til um hversu útbreiddar þessar setmyndanir eru. Þó er þær að finna við flestöll móbergsfjöll. Þetta er að stofni til hýalóklastít sem flust hefur til um tugi eða hundruð metra frá gos- opinu. Þetta berg hefur stundum verið kallað setmóberg til aðgrein- ingar frá gosmóbergi. Skriðumynd- anir, sérstaklega eðjustraumar, eru algengar í hlíðum fjallanna; eins hefur hýalóklastít víða sest til við eldfjallið í rennandi eða kyrrstæðu vatni. Í sumum tilvikum hafa mynd- ast settungur í geilar í jöklinum sem umlukið hefur eldfjallið meðan á gosi stóð, líkt og suðaustan í Kálfs- tindum,24 vestan í Tindaskaga54 og í Brekknafjöllum og Jarlhettum.30 Bólstrabrotabreksíu þá sem stundum myndast í jöðrum sökkulbólstra- bergsins, t.d. í Mosfelli í Mosfells- sveit70, verður einnig að flokka sem set, því sennilega er þar um hrun að ræða í nýmynduðu bólstrabergi. Hraunfótsbreksían, sem myndast þegar hraunþekja rennur út í vatn, er hins vegar af flestum talin hluti af hraunmynduninni. Töluverður hluti hins óharðnaða hýalóklastíts hefur borist með jökul- ám langt út á láglendi og þaðan út á landgrunn meðan á eldgosum stóð og í kjölfar þeirra, einkum í jökulhlaupum. Hér bætist svo við venjulegt jökulrof og vatnsrof á fjöll- unum, en þessi fjöll eru greinilega 5. mynd. Lengd og breidd móbergsfjalla frá síðari hluta ísaldar, sem greind hafa verið í ýmsum heimildum sem hryggir og stapar í Vesturgosbeltinu og Austurgosbeltinu. Hryggurinn sem myndaðist í Gjálpargosinu 1996 er einnig sýndur.81 – Length and width of tindars and tuyas in the Western Volcanic Zone and Eastern Volcanic Zone. The tindar formed in the 1996 Gjálp eruption is also shown.81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.