Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 123

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 123
123 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags eldgosinu stóð. Reynslan úr Gjálpar- gosinu sýnir þó að hér verður að hafa allan vara á. Í þessu gosi rann bræðsluvatn burt jafnharðan, og vatnsborðið stóð allan tímann um 150–200 m fyrir neðan yfir- borðsflöt jökulsins eins og hann var fyrir gosið. Engin hraunþekja myndaðist í gosinu. Athuganir á móbergsfjöllum í Vesturgosbeltinu og víðar benda ennfremur til þess að hæð vatnsborðs hafi stundum verið breytileg meðan á gosi stóð. Í nokkrum fjöllum, m.a. Hlöðufelli og Skriðu í Vesturgosbeltinu, eru hraunþekjur beinlínis á tveimur hæðum með lagi af hýalóklastíti á milli. Í þeim tilvikum hefur vatns- borðið hækkað verulega meðan á gosi stóð. Að öllu samanlögðu er líklegt að aðstæður séu það breyti- legar, þegar gos verður undir jökli, að bræðsluvatn standi í sumum tilvikum uppi skammt neðan við jökulbrún en renni í öðrum tilvikum jafnharðan burt. Mót hraunþekju og hraunfóts- breksíu hafa verið ákvörðuð eða áætluð í 32 móbergsfjöllum í Vestur- gosbeltinu. Hæð vatnsborðs í þessum fjöllum virðist hafa legið frá 50 til 550 m yfir landinu umhverfis. Þessar tölur gefa hugmynd um þykkt jökuls í Vesturgosbeltinu þegar þessi fjöll mynduðust, en myndunartíminn dreifist á 2–3 síð- ustu jökulskeið. Flest bendir til þess að stærð og þykkt jökuls hafi verið töluvert breytileg á hverju jökul- skeiði. Nú er talið að við hámark síð- asta jökulskeiðs, fyrir um 25 þúsund árum, hafi jökull þakið allt landið og náð langt út á landgrunnið.85 Tengsl eru milli stærðar og þykktar jökla.86 Við hámarksútbreiðslu ísaldarjökul- sins voru um 120–150 km frá Vestur- gosbeltinu að jökuljaðri, en það svarar til 1–1,5 km ísþykktar. Ekkert móbergsfjall í Vesturgosbeltinu með hraunþekju virðist því myndað í ísaldarjöklinum þegar hann var í hámarki. Leidd hafa verið að því sterk rök að þegar jöklar minnka og draga fer úr því fargi sem þeir eru á landinu aukist myndun kviku í möttlinum undir því.87 Hefur öflug gosvirkni í upphafi nútíma, einkum myndun stórra dyngja, verið rakin til þess- arar auknu kvikumyndunar.88 Dreif- ing hryggja og stapa á síðari hluta ísaldar er mjög svipuð og dreifing gossprungna og dyngja á nútíma í hinum ýmsu hlutum gosbeltanna. Þetta bendir til þess að sama skýr- ing eða sömu skýringar eigi við um dreifingu hryggja og stapa á ísöld og um dyngjur og gossprungur á nútíma. Tengist stapar farglétt- ingu vegna minnkandi jökla myndi það skýra af hverju þeir eru svo rúmmálsmiklir í samanburði við aðrar gosmyndanir, því að kvikuað- streymi væri meira og stöðugra en á öðrum tímum. Jökulfargið er mest í hámarki jökulskeiðs, þegar jökul- inn er stærstur og þykkastur. Standi hámarkið í tiltölulega skamman tíma miðað við lengd jökulskeiðs- ins má vera að líkur á myndun stapa við þær aðstæður séu litlar, þar sem kvikuframboð ætti að vera mun minna en þegar farginu tekur að létta. Lokaorð Þótt skilningur á meginatriðum í uppbyggingu móbergsfjalla hafi legið fyrir um nokkurt skeið, og nýleg eldgos í Surtsey og í Vatna- jökli hafi varpað ljósi á mikilvæga þætti í hegðun slíkra gosa, er enn margt óunnið. Nákvæm kortlagning móbergsmyndunarinnar og sundur- greining í einstakar gosmyndanir er skammt á veg komin. Margt er á huldu um aðstæður við myndun móbergshrauna og bólstrabreiða. Þótt óljóst sé hver afdrif íslenskra jökla verða á næstu öldum, er ljóst að eldgos í jöklum verða enn um sinn eitt helsta einkenni eldvirkni hér á landi. Að sama skapi er ljóst að jökulhlaup í tengslum við eldgos verða, a.m.k. í náinni framtíð, fylgi- fiskur margra eldgosa. Áframhald- andi rannsóknir á móbergsmynd- uninni og á gosum í jöklum geta því í senn verið mikilvægur liður í framlagi Íslendinga til vísinda og nauðsynlegur hluti viðbúnaðar vegna jökulhlaupa og gjóskufalls í tengslum við eldsumbrot. Summary The Moberg formation and sublacial volcanic eruptions Over the last 3 million years glaciers have repeatedly covered parts of Iceland, and during the height of re- cent glaciations they covered the whole island and large parts of the insular shelf. Volcanic eruptions under these Pleistocene glaciers have created land- forms that are prominent in the vol- canic zones. These subglacially and in- traglacially generated formations range from tuyas, tindars (hyaloclastite ridges), moberg and pillow lava sheets and several types of sedimentary beds. These landforms are not unique to Iceland, they are also found in other volcanically active and at times ice- covered regions, such as Northwestern Canada and parts of Antarctica. In Iceland, volcanism in glacial periods has been very prominent, and it de- fines the Moberg formation, composed of rocks formed during 0.78–0.01 Ma before present (the Brunhes geomag- netic epoch excluding the Holocene). This formation covers about 11,200 km2 of the present volcanic zones and if presently ice-covered regions of the vol- canic zones are included, the formation covers 15,000 km2. The formation is mostly composed of basalts and the main units found are pillow lavas, hy- aloclastite tuffs, flow-foot breccias, cap lavas and minor intrusions. Transport of the hyaloclastites by meltwater and glaciers led to re-deposition of parts of the hyaloclastites, forming sedimentary beds in places. Although the Pleistocene edifices are eroded to some degree, it is clear that some of the landforms gener- ated in eruptions under ice sheets have been resistant to erosion. A key factor in preserving the edifices seems to be rela- tively fast alteration of the unconsoli- dated hyaloclastites into consolidated palagonite. This process seems to be quite fast and data from the submarine eruption in Surtsey in 1963–1967 and the subglacial Gjálp eruption in 1996 in- dicates that mild hydrothermal altera- tion had consolidated these edifices within a few years after their formation. It has long been noted that the height of the passage zone (water level during
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.