Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 128

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 128
Náttúrufræðingurinn 128 Æfingaferðin yfir Vatnajökul Ferðin á Vatnajökul var fyrst og fremst æfingaferð eins og áður sagði. Sannreyna skyldi hvernig leiðangur með stóra lest klyfjahesta yfir tor- leiði og jökul gengi. En einnig var gert ráð fyrir tíma til vísindalegra athugana. Heimildirnar um þennan leiðangur eru einkum tvær. Þær eru ferðasaga Vigfúsar, Um þvert Grænland 1912–1913,1 og grein sem J.P. Koch skrifaði strax eftir ferðina, hugsanlega um borð í skipinu sem flutti þá til Grænlands, og birt var í Petermanns Geographische Mit- teilungen í október 1912 undir nafn- inu Die Reise durch Island 1912.2 En einnig segir frá Vatnajökulsferðinni í hinni miklu ritgerð um leiðang- urinn í heild sem Koch og Wegener birtu í Meddelser om Grønland 1930.4 Koch skrifaði ferðasögu leið- angursins strax eftir heimkomuna frá Grænlandi undir titlinum Gen- nem den hvide Ørken (Yfir auðnina hvítu)3 en þar getur hann ekki um Vatnajökulsförina. Wegener sneri henni á þýsku 1919 undir titlinum Durch die weiße Wüste.10 Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóns Eyþórs- sonar veðurfræðings 1948 undir nafninu Yfir hájökul Grænlands með íslenzka hesta.11 Það var bjart yfir Akureyri þann 14. júní 1912, daginn sem lagt skyldi upp í leiðangurinn á Vatnajökul. Morgunninn rann upp hlýr og skær, eins og sumarmorgunn við Eyja- fjörð getur fegurstur orðið. Leiðang- ursmenn komu allir saman til morg- unverðar á Hótel Akureyri, en 27 hestar stóðu óþolinmóðir í portinu við húsið. Auk þeirra fjögurra sem ætluðu til Grænlands voru tveir Íslendingar með í för, þeir Sigurður Símonarson, umboðsmaður Kochs frá Reykjavík, og Sigurður Sum- arliðason frá Bitrugerði í Eyjafirði, en hann hafði selt nokkur hross til leiðangursins. Eftir staðgóðan morgunverð létu ferðalangarnir ferja sig yfir Eyja- fjarðará, sem var í hroðavexti, riðu síðan yfir Vaðlaheiði og gistu um kvöldið í tjöldum hjá Ljósavatni. Næsta dag, sem var sunnudagur, var mannaferð mikil í héraðinu, því blót skyldi halda til sumarfagnaðar að Ljósavatni. Wegener og föru- nautar hans héldu hins vegar á móti umferðinni upp Bárðardal og komu að efsta bæ, Svartárkoti, um mið- nætti. Þar var keypt hey fyrir hest- ana og það bundið í bagga. Daginn eftir lagði klyfjuð lestin á Ódáðahraun. Nýr maður hafði nú bæst í för, Jón bóndi Þorkelsson frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Þótt hann væri maður roskinn og kominn á áttræðisaldur var engan kunnugri né betri leiðsögumann að fá um norðuröræfi Íslands. Hann hafði verið fylgdarmaður Þorvalds Thor- oddsens um Ódáðahraun. Koch talar um hann eins og heimsþekktan ferðagarp í grein sinni. Jón fór fyrir lestinni en í hvert sinn sem stansað var lét hann fjúka í kviðlingum og orti aldrei um annað en kvenfólk, 2. mynd. Leið Kochs og félaga frá Akureyri, um Bárðardal, Ódáðahraun og Vatnajökul. Gististaðir eru sýndir með punktum á leiðinni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.