Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 138

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 138
Náttúrufræðingurinn 138 veðurfar á Eem-hlýskeiðinu út frá kjarnanum. Í neðstu 110 m kjarn- ans eru árlög verulega röskuð, en sennilega er þar að finna ís frá fyrra jökulskeiði eða ís sem er eldri en 130.000 ára. Mæliaðferðir Samsætur og gagnsemi þeirra sem hitamælar Vatn, og þar með ís, er gert úr frum- efnunum vetni og súrefni. Lang- algengasti atómmassi súrefnis er 16 (99,78%) en jafnframt er til örlítið af súrefni með atómmassann 17 og 18. Eins getur vetni verið misþungt. Langalgengasta atómþyngd vetnis er 1, en þyngra vetni er einnig til, bæði tvívetni með atómmassann 2 og þrívetni með atómmassann 3. Hinir mismunandi þyngdarflokkar sama frumefnis nefnast samsætur (e. isotopes). Mælingar á súrefnis- og vetnissamsætum eru gerðar í tæki sem heitir massagreinir. Hlutfallið (Rsýni) milli 18O og 16O (2H (D) og 1H í tilviki vetnis) er mælt. Þar sem R-gildin eru mjög lítil og breytileiki milli sýna einnig eru niðurstöður venjulegast gefnar upp sem frávik frá staðli (Rstaðall) í prómillum. Þetta frávik frá staðli er nefnt d-gildi og er skilgreint á eftirfarandi hátt: dsýni=[(Rsýni-Rstaðall)/Rstaðall] *1000‰ Í jökulís heimskautanna ákvarð- ast samsætugildin fyrst og fremst af því hitastigi þar sem rakinn þétt- ist í úrkomu. Sumarúrkoma er mun þyngri (þ.e. inniheldur meira af þungu samsætunni 18O) en vetrar- úrkoma, og eftir því sem kaldara er í veðri er þyngd úrkomu minni (þ.e. minna er af þungu samsætunni 18O). Rannsóknir sýndu að línulegt sam- band ríkir milli meðalárshita og sam- sætugilda meðalársúrkomu, eins og sýnt er á 5. mynd.30 Á Grænlands- jökli samsvarar 1‰ breyting í d-gildi um 2,5°C hitabreytingu.9 Með því að mæla samsætuhlutföll íssins má því, með ákveðnum leiðréttingum segja til um hitastigið á þeim tíma er snjór- inn féll á jökulinn.10 Hægt er að reikna út sk. tvívetnis- auka (e. deuterium excess) ef bæði súr- efnis- og vetnissamsætur eru mældar, en hann er skilgreindur sem: d = dD-8*d18O Rakastig á upprunastað úrkom- unnar og vindhraði stjórna tvívetnis- auka úrkomunnar. Þannig hefur tvívetnisauki verið notaður til að skilgreina upprunastað úrkomu sem fellur á Grænlandsjökul.6 Flakklengd (e. diffusion length) samsætna sem hitamælir Óháð aðferð til að meta fornhitastig út frá samsætumælingum á jökulís byggist á sk. flakki eða sveimi (e. dif- fusion) samsætna við hjarnmyndun í efstu lögum íssins. Þar eiga sér stað samsætuskipti í gufufasa í samliggj- andi holrýmum í ísnum, þannig að mismunur í samsætustyrk jafn- ast út. Mismunur á útjöfnun sam- sætuferla súrefnis-18 og tvívetnis kemur fram í mismunandi flakk- lengd (sveimlengd) samsætnanna HD16O og H218O við skilin milli hjarns og jökulíss efst í jöklinum, en hún er einungis háð yfirborðs- hitastigi þess tíma er snjórinn féll á jökulinn. Flakklengdina má meta með rófgreiningu (e. spectral analysis) á nákvæmt mældum sam- sætuferlum sem hafa mjög háa upp- lausn.31 Þannig má meta fornhita- stigið beint, án kvörðunar eða óná- kvæmra leiðréttinga eins og fylgja öðrum aðferðum við mat á forn- hitastigi. Niðurstöður Veðurfar á síðasta jökulskeiði Mælingar á súrefnissamsætum djúpkjarna frá Grænlandi sýna að veðurfar á síðasta jökulskeiði var mjög óstöðugt og sveiflaðist á milli fimbulkulda og tiltölulega milds veðurfars. NGRIP-kjarninn sýnir að 25 sinnum hafi veðurfar á síðasta jökulskeiði snögglega hlýnað og síðan kólnað aftur, en mun hægar. Hlýindakaflarnir, sem ýmist hafa verið kallaðir „Dansgaard/Oeschger“ (D/O) sveiflur eða „Greenland inter- stadials“ (GIS), vöruðu flestir í um 1.000–2.000 ár. Á 6. mynd er sýnt hvernig þessar sveiflur koma fram í Camp Century, Dye-3, GISP2, GRIP, Renland og NGRIP-kjörnunum. Á myndinni eru mildari skeiðin núm- eruð til að auðvelda samanburð milli kjarna. Á 7. mynd er búið að umreikna samsætuferil NGRIP-kjarnans yfir í hitastig og samræma við mældan hita í borholunni.32 Einnig er merkt inn á myndina hitastig á yngra drýas (-45°C) og á hámarki síðasta jökul- skeiðs (-52°C), sem byggt er á flakk- lengd samsætna við hjarn-/ísaskilin út frá rófgreiningu á hundruðum súrefnis- og vetnissamsætumælinga yfir þessi tímabil. Mælingarnar voru allar gerðar í massagreini Jarðvís- indastofnunar Háskólans. Myndin sýnir að flakkhitinn passar mjög vel við það hitastig sem metið er út frá samsætum og borholuhita (rauði ferillinn). Ennfremur sést glöggt að hitastig hefur sveiflast um 8–15°C á síðasta jökulskeiði og að því lauk á mjög skömmum tíma með um 12°C hitastigshækkun. Þessar miklu sveiflur í veðurfari á síðasta jökulskeiði, og sérstaklega á síðari hluta þess hafa verið skýrðar með breytingum á hafstraumum33,34 og breytingum á lofthringrás,35 eins 5. mynd. Línulegt samband ríkir milli núver- andi meðalárshita og meðalsamsætugilda í ársúrkomu (aðlagað frá Dansgaard o.fl.30). – A linear correlation between present mean annual temperature and isotopic concentra- tion in mean annual precipitation (modified from Dansgaard et al.30). -32 -30 -28 -26 -24 -22 -20 -18 -16 Hiti – Temperature (°C) -26 -28 -30 -32 -34 -36 S a m s æ tu g il d i d 1 8 O – is ot op ic c on ce nt ra tio n (‰ ) Camp Century GRIP Dye-3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.