Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 142

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 142
Náttúrufræðingurinn 142 einungis er háð yfirborðshitastigi þess tíma er snjórinn féll á jökul- inn, er ljóst að hitastig á NGRIP og GRIP var það sama á hámarki síð- asta jökulskeiðs (um -50°C). Skýr- ingin sem þykir líklegust á mismun samsætuferlanna á jökulskeiðinu er að loftmassar annars vegar á GRIP og hins vegar á NGRIP hafi haft mismunandi uppruna. Þá hafi stærð Laurentide-jökulsins, hafís og íshella Norður-Atlantshafsins leitt til þess að NGRIP hafi fjar- lægst sjó. NGRIP-svæðið hafi þá fengið úrkomu úr loftraka sem hafði ferðast yfir norðurhluta Laurentide- jökulsins, kólnað og orðið samsætu- lega léttari en loftraki sem kom yfir GRIP-svæðið. Þessar niðurstöður benda til þess að vatnshringrás sjávar og lofthjúps á jökulskeiðum yfir Grænlandi sé frábrugðin því sem hún er nú. Nútími (hólósen) Veðurfar á nútíma, en svo nefnist tímabilið frá lokum síðasta jökul- skeiðs til okkar daga, hefur verið stöðugt miðað við veðurfar á síðasta jökulskeiði. Þegar rýnt er nákvæm- lega í gögn er þó ljóst að töluverðar breytingar hafa orðið á þessu tæp- lega 12 þúsund ára tímabili. Mesta og örasta sveiflan var fyrir 8.200 árum, en þá kólnaði mjög snögg- lega um einar 4–5 gráður, hélst kalt í 100–200 ár en hlýnaði síðan jafn- snöggt á ný. Þetta stutta kuldakast kemur vel fram í öllum kjörnum á Grænlandi og þess virðist hafa gætt á öllu N-Atlantshafssvæðinu. Minni en greinileg kuldaköst hafa einnig orðið fyrir 11,3 þúsund árum og 9,3 þúsund árum. Að öðru leyti eru samsætuferlar ískjarnanna yfir hólósen-tímabilið mjög mismun- andi. Til dæmis er ekki hægt að benda á sameiginlegt „Holocene Climate Optimum“ fyrir kjarnana, en svo nefnist hið óvenjulega hlýja tímabil fyrir um 9.000–6.000 árum sem þekkt er úr mörgum óháðum veðurfarsgögnum af Norðurslóðum. Lengst af voru því rannsóknir á stöðugum samsætum úr ískjörnum Grænlandsjökuls túlkaðar þannig að veðurfarsbreytingar á nútíma væru svæðisbundnar. Vinther o.fl.42 sýndu fram á, með því að bera saman samsætuferla fjögurra djúp- kjarna (Camp Century, NGRIP, GRIP og Dye-3) annars vegar og samsætuferla jökulhettanna Agassiz á Ellesmere-eyju á heimskautasvæði Kanada og Renlands við Scoreby- sund á austurströnd Grænlands hins vegar, að mun líklegri skýring á þessum mismun á milli kjarna sé breytileg yfirborðshæð jökuls- ins, en hún hefur áhrif á samsætur í úrkomu. Breytingar á yfirborðs- hæð Agassiz- og Renland-jökulhett- anna voru metnar út frá sögu land- riss eftir síðasta jökulskeið. Reiknað er með að jökulþykkt þeirra hafi ekki breyst á nútíma. Magn gass í loftbólum í ísnum, sem er háð hæð, var notað til að sannprófa niðurstöð- urnar. Þegar búið er að leiðrétta sam- sætuferlana fyrir hæðarbreytingum og breytingum á d18O sjávar vegna bráðnunar jökla í lok jökulskeiðsins, kemur mjög skýrt fram að veður- farssaga Grænlands á nútíma er einsleit. Til dæmis kemur hið hlýja tímabil sem áður var nefnt vel fram í öllum kjörnum og fellur það saman við mestu bráðnun við jökulrönd.42 Af öðrum veðurfarsbreytingum sem sjást í kjörnunum nálægt okkur í tíma má nefna hitaaukninguna upp úr 1920 og köldu tímabilin í lok 17. og 14. aldar.7 Helsta skýring á ein- sleitri veðurfarssögu á og við Græn- land á þessu tímabili er sennilega svæðisbundin breyting á geislunar- orku sólar (e. solar insolation) síðast- liðin 10 þúsund ár.42 Eem-hlýskeiðið Enn hefur ekki tekist að ná heilum óröskuðum ískjarna frá Grænlandi sem endurspeglar veðurfar síðasta hlýskeiðs. Eins og áður hefur komið fram hefur lagskipting raskast í Summit-kjörnunum (GRIP og GISP 2) rétt áður en Eem-skeiðinu er náð og endurspegla þeir því óraskaða veðurfarssögu einungis aftur undir lok síðasta jökulskeiðs (105.000 ár BP). Túlkanir á samsætumæl- ingum NGRIP-kjarnans sýna að hann, fyrstur kjarna á Grænlandi, gefur okkur innsýn í veðurfar á síð- ari hluta Eem-skeiðsins, hvernig því lauk og hvernig síðasta jökulskeið hófst. Hæstu samsætugildi kjarnans (-32‰) er 3‰ hærra en á núverandi hlýskeiði og ef reiknað er með að þessi munur endurspegli eingöngu hitastig hefur hitinn á Eem verið um 5 gráðum hærri en hann er nú á NGRIP-svæðinu (7. mynd). Þetta á einnig við um NEEM-borstaðinn, en samsætuferill hans er enn óbirtur. Mælingar benda þó til að út frá honum verði unnt að túlka veður- farssögu á Eem-hlýskeiðinu. Hæstu samsætugildin sem fund- ust í Eem-hluta NGRIP-kjarnans eru svipuð og hæstu gildin sem mæld- ust í Summit-kjörnunum GRIP og GISP2. Þótt lagskiptingin í Summit- kjörnunum sé trufluð í ís eldri en 105.000 ára BP, innihalda þeir ís frá Eem-tímabilinu og hæstu gildin eru þar talin vera frá hlýjasta hluta þess tímabils. Það er athyglisvert að 3‰ munurinn á nútíma-gildum og Eem- gildum sem finnast á NGRIP, GRIP og GISP2 finnst einnig í Camp Cen- tury-kjarnanum á NV-Grænlandi og í Renlands-kjarnanum á Austur- Grænlandi. Út frá þessu er álitið að munur í þykkt (hæð) jökulsins hafi ekki verið mikill milli okkar tíma og Eem-tímans, sérstaklega þar sem Renlands-kjarninn er einungis 325 m langur og hæðarbreyting þar getur ekki verið meiri en u.þ.b. 100 m. Hins vegar er munurinn á samsvarandi samsætugildum Dye-3 kjarnans á Suður-Grænlandi um 5‰. Það þýðir að jökullinn þar hafi verið um 500 m þynnri á Eem-tímanum.2 Lokaorð Veðurfar á jörðunni einkennist af náttúrulegum veðurfarsbreytingum. Orsakir þeirra eru m.a. breytingar á virkni sólar, braut jarðar um sólu (e. eccentricity), pólveltu (e. precession) og halla jarðmöndulsins (sólbaugs- halli, e. obliquity), breytingar í efna- samsetningu og hringrás lofthjúpsins og hringrás heimshafanna og breyt- ingar á stærð og legu meginlanda og úthafa og loks landnotkun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.