Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 146

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 146
Náttúrufræðingurinn 146 Gísli Guðmundsson Alþingishúsið – Ástand og orsakir flögnunar í útveggjum Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 146–150, 2012 Veruleg staðbundin yfirborðsflögnun á sér stað í hleðslusteini Aþingishúss- ins og yfirborð hleðslusteinsins er víða veikt fyrir vegna þessa niðurbrots. Flögnunin stafar af niðurbroti af völdum frostþíðu. Yfirborðsflögnun í grá- grýti (afbrigði basalts) er nokkuð algeng í náttúrunni og því ljóst að bergið er veikt gagnvart frostþíðuvirkni. Grágrýti er í eðli sínu tiltölulega gropið og vatnsdrægt og sem slíkt er það viðkvæmt fyrir frostþíðuniðurbroti. Nið- urstöður úr frostþíðuprófunum sýna að eftir um 2.600 frostþíðusveiflur er niðurbrot orðið verulegt, en það er þó talsvert misjafnt milli sýna. Ef miðað er við að meðaltali um 80 frostþíðusveifur á ári í Reykjavík, þá má búast við að staðbundnar skemmdir komi fram í steininum eftir um 30 ár. Inngangur Yfirborðsskemmdir í hleðslusteini og múrlími í Alþingshúsinu voru rannsakaðar á árunum 1994 til 1995. Gerð var grein fyrir helstu niður- stöðum í skýrslu frá 1995.1 Eins og alkunna er, er Alþingishúsið hlaðið úr steini og hann bundinn saman með steinlími, sem myndar um leið fúgufyllinguna á milli steinanna. Húsið var byggt upp úr 1880 og er það hlaðið úr grágrýti. Veggirnir eru tvöfaldir. Þannig voru tveir jafn- langir steinar lagðir samsíða í ytri og innri hluta veggjarins og síðan var lagður steinn þvert á, og nær hann gegnum vegginn. Holrýmið á milli ytri og innri steinanna, sem og fúgur milli laga, var fyllt með blöndu af steinlími og sandi, og var fúgufyll- ingin dregin aðeins út fyrir yfirborð steinsins. Veggirnir eru verulega þykkir; neðst eru þeir um 75 cm á þykkt.2 Frá því að húsið var reist hefur töluvert flagnað úr yfirborði grá- grýtisins (1. og 2. mynd). Fyrir vikið er yfirborð hleðslusteinsins veikt og þolir illa hnjask eins og t.d. háþrýsti- þvott. Erfitt er að mæla þá flögnun en giska má á að hún sé 2–3 cm þar sem hún er mest. Flögnunin er engan vegin jafndreifð yfir allt húsið. Úttekt Línuhönnunar bendir til þess að flögnunin sé á neðri hluta veggjanna, að undanskildum sökkul- steinunum, og upp í um 2,5 m hæð.3 Flögnunin getur náð mun lengra upp með hornum hússins (1. mynd), en þó er það ekki algilt. Flögnunin er sums staðar veruleg við einstaka fúgur (2. mynd). Jafnframt er ástand fúganna mjög misjafnt, sérstaklega kalk-múrblöndunnar sem er fyrir innan ytri fúgufyllinguna, en hún er auðleyst í vatni. Veðrun bergs felst í samverkun allra umhverfisþátta sem valda nið- urbroti þess. Veðrun er gjarnan skipt niður í tvo meginþætti: annars vegar mekaníska veðrun, þar sem niður- brotið stafar af hitasveiflum (hitastig hærra en 0°C), frostþíðusveiflum og veðrun af völdum lífvera, og hins vegar efnaveðrun, t.d. oxun ákveð- inna steinda, upplausn, kolsýringu o.þ.h. Þegar vatn frýs eykst rúm- mál þess til muna. Í vatnsmettuðu bergi getur því myndast þrýstingur sem leiðir til þess að það molnar niður, sérstaklega ef um er að ræða endurteknar sveiflur milli frosts og þíðu. Veðrunarflögur grágrýtis, eins og Alþingishúsið er byggt úr, eru með ávölum útlínum (e. spheroidal weathering). Þetta stafar af því að niðurbrotið er mest á brúnum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.