Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 147

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 147
147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags hornum þar sem yfirborðsflatarmál er hlutfallslega mikið og vatnsupp- taka mikil að sama skapi. Í stein- steypufræðum er þekkt að stein- steypa þarf að vera vel loftblendin til að þola frost, þ.e.a.s. með litlum og jafndreifðum loftbólum sem hafa þau áhrif að steypan frostspringur ekki. Sama lögmál gildir fyrir berg. Þannig hefur stærð og gerð hol- rýma veruleg áhrif á endingu bergs (og steinsteypu) gagnvart frostþíðu- virkni. Grágrýti, sem er afbrigði af bergtegund sem nefnist basalt, er tiltölulega blöðrótt, en blöðrurnar eru óreglulega lagaðar og ekki jafn- dreifðar eins og í steinsteypunni. Eins og komið hefur fram veðrast grágrýti tiltölulega hratt; aðrar berg- tegundir með reglulegri loftbólum veðrast mun minna þótt heidarloft- magnið geti verið mjög svipað. Sem dæmi má nefna hleðslusteininn í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg, en svo virðist sem yfirborð hans flagni ekki. Sé salt til staðar (í byggingarefninu) hraðar það nið- urbrotinu verulega. Saltlausn er t.d. notuð í frostþíðuprófun á bæði steinsteypu (CEN/TS 12390-9:2006, e. Testing hardened concrete - Part 9: Freeze-thaw resistance - Scaling) og fylliefnum (ÍST EN 1367-6:2008, e. Tests for thermal and weathering pro- perties of aggregates – Part 6: Determ- ination of resistance to freezing and thawing in the presence of salt (NaCl)) til þess að flýta fyrir niðurbroti. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna eðli yfirborðsflögn- unar sem á sér stað í hleðslustein- inum og grafast fyrir um ástæður hennar. Framkvæmd rannsóknar Rannsókninni var hagað þannig að teknir voru fjórir borkjarnar úr hleðslusteini í útveggjunum. Kjarn- arnir voru teknir árið 1995 í um 50 til 100 cm hæð frá jörðu. Enginn kjarnanna náði inn úr ytri steinlögn- inni; þó var lengsti kjarninn um 35 cm langur en yfirleitt voru kjarn- arnir um 15 til 20 cm að lengd. Þeir voru um 7,5 cm í þvermál. Að borun lokinni var kjörnunum pakkað í loftþéttar umbúðir. Úr kjörnunum voru gerðar þunn- sneiðar til rannsóknar í bergfræði- smásjá. Sýnin sem voru tekin úr yfirborði voru send til frekari grein- ingar hjá Orkustofnun (steinda- greining með röntgenbrotgreiningu; e: X-ray diffraction eða XRD) og Iðntæknistofnun Íslands (uppleyst efni). Einnig var styrkur klóríðs greindur úr sýni sem var tekið úr yfirborði steins og um 20 cm inni í vegg. Innsti hluti kjarnanna var sag- aður í sneiðar (um 5 cm þykkar), þar af voru tvær sneiðar gerðar af einum kjarna. Sneiðarnar voru settar í frostþolspróf ætlað fyrir steinsteypu. Um er að ræða próf- unaraðferð samkvæmt staðlinum CEN/TS 12390-9:2006. Prófunin er framkvæmd þannig að sýnin liggja í 3% NaCl-lausn. Hitastigið sveifl- ast á milli 20°C og -20°C, umferðar- tíminn er ein sveifla á sólarhring. Þyngd þess efnis sem flagnar af yfirborðinu er síðan mæld reglu- lega yfir ákveðið tímabil. Þegar steypa er prófuð er vanalega miðað við 56 umferðir. 1. mynd. Veðrun í yfirborði hleðslusteins í Alþingishúsinu. Veðrunin er áberandi upp með hornum hússins. – Surface weathering of the basalt block in the Parliament House. The progress of the weathering process is intense at the corners and edges of the house. Ljósm./Photo: Gísli Guðmundsson 1995. 2. mynd a). Veðrun í yfirborði hleðslusteins og fúgufyllingar í Alþingishúsinu. b). Veðrun í yfirborði hleðslusteins í Alþingishúsinu. – Surface weathering of the basalt block and joint-fill in the Parliament House. b). Surface weathering of the basalt block in the Parliament House. Ljósm./Photos: Gísli Guðmundsson 1995. b)a)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.