Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 148

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 148
Náttúrufræðingurinn 148 Niðurstöður Á 3. mynd má sjá kjarna með yfir- borðsflögnun, þar sem flögnunin virðist ná a.m.k. 5 mm ofan í sýnið. Þegar sýnin þornuðu mynduðust hvítar skellur í yfirborðslaginu. Bergfræðismásjá Markmiðið með því að greina sýnin í bergfræðismásjá var að kanna innri byggingu steinsins og hvort þar kæmi fram einhver munur sem gæti skýrt hina mismunandi flögnun. Grágrýti virðist vera allþétt berg við fyrstu sýn, en þegar nánar er skoðað kemur í ljós að í því er töluvert af holrými. Holrýmishlut- inn liggur á bilinu frá 7,6 til 11,4%. Ekki er um að ræða reglulega lag- aðar loftbólur eins og t.d. í harðn- aðri steinsteypu, heldur óreglulega löguð holrými. Lögunin stjórnast af innri afstöðu og byggingu frum- steindanna. Ekki virðist vera samband á milli loftmagns og flögnunar. Sýni með annars vegar enga yfirborðs- flögnun og hins vegar verulega (4. mynd) reyndust hafa svipað hol- rýmishlutfall. Við smásjárrannsókn á efsta hluta sýnis sem sjá má á 4. mynd kemur flögnunin mjög vel fram. Það virð- ist mega greina nokkur stig í flögn- uninni, þ.e. sprungur samsíða yfir- borðinu og síðan svæði þar sem frumsteindir bergsins hafa hreinlega malast niður í smámylsnu (5. og 6. mynd). 6. mynd er tekin við flúr- ljómun sem dregur sprungumynstrið mjög vel fram. Þegar þunnsneiðar- nar voru útbúnar var flúrljómandi litarefni bætt út í límið. Í flúrljómun verða sprungur og holrými ljós, en þétt efni (þ.e. ósprungið) verður mjög dökkt. Sprungurnar eru samsíða yfirborðinu og liggja allþétt saman. Ekki er að finna neinar útfellingar í þessum sprungum sem gætu skýrt 3. mynd. Kjarni með yfirborðsflögnun sem nær um 5 mm ofan í sýnið. – A rock core with surface weathering which extends about 5 mm into the sample. Ljósm./Photo: Gísli Guðmundsson 1995. 4. mynd. Smásjármynd af yfirborðsflögnun í grágrýti (um 4x3 mm). Þunnsneiðin er límd saman með lími með gulu litarefni. Holrými og sprungur í sýninu eru því gul á lit. Sprung- urnar eru nokkurn veginn samsíða yfirborði sýnisins. – Microphotograph of the surface scaling in a dolerite (about 4x3 mm in size). The thin section is glued together with an epoxy with a yellow dye. Voids and fractures in the sample are therefore yellow. The fractures are semi-parallel with the surface of the sample. Ljósm./Photo: Gísli Guðmundsson 1995. sprungumyndunina, en þess ber þó að geta að sennilega væri um mjög vatnsuppleysanleg efni að ræða, ef það er á annað borð til staðar og því ekki óeðlilegt að það komi ekki fram við smásjárgreininguna. Einnig má finna staðbundin svæði, nálægt yfir- borði eða við fúgur, þar sem steinn- inn hefur malast niður. 5. mynd. Smásjármynd af yfirborðsflögnun í grágrýti (um 4x3 mm). Eins og sjá má hefur bergið í yfirborði molnað niður. – Microphotograph of the surface scaling in a dolerite (about 4x3 mm in size). The dolerite has apparently been crushed down into small grains. Ljósm./Photo: Gísli Guðmundsson 1995.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.