Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 150
Náttúrufræðingurinn
150
í yfirborðinu, hafi borist frá sjónum
með vindum. Athyglisvert er hve
mikið saltmagn virðist vera inni í
steininum. Frekar er ósennilegt að
steinninn hafi dregið allt þetta salt
til sín eftir að húsið var byggt, mun
sennilegra að saltið hafi verið í berg-
inu þegar það var unnið úr nám-
unni. Ekki er fulljóst hvar bergið var
unnið, en að öllum líkindum er það
úr Öskjuhlíðinni eða Skólavörðu-
holtinu. Hluti þessara svæða lenti
undir sjávarmáli á síðjökultíma; t.d.
er forn strandlína í um 43 m hæð í
Öskjuhlíðinni4 og því líklegt að ein-
hver selta frá þeim tíma sé enn til
staðar í berginu.
Ekki er óeðlilegt að álykta að sjáv-
arseltan sem greindist í steininum
hraði hinu náttúrulega frostþíðunið-
urbroti, hvort heldur hún hefur bor-
ist með vindum eða verið að ein-
hverju leyti til staðar í berginu þegar
það var unnið úr námunni.
Samantekt Guðmundar Guðmunds-
sonar5 á hitastigsbreytingum sýnir að
á tímabilinu frá 1931 til 1960 voru að
Þakkir
Ég vil þakka Þorleifi Einarssyni (1931–1999) fyrir leiðsögn í jarðfræði-
námi í Háskóla Íslands og góðar ábendingar varðandi framhaldsnám.
Heimildir
1. Gísli Guðmundsson 1995. Alþingishúsið. Ástand og orsakir flögnunar
í útveggjum. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Rb95-27,
Reykjavík. 15 bls.
2. Guðmundur Hannesson 1943. Húsagerð á Íslandi. Bls. 1–317 í: Iðnsaga
Íslands I. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík.
3. Hjalti Sigmundsson & Ríkharður Kristjánsson 1995. Alþingishúsið –
steinhleðsla í útveggjum. Línuhönnun, óútgefið efni.
4. Þorleifur Einarsson 1968. Jarðfræði : Saga bergs og lands. Mál og
menning, Reykjavík. 335 bls.
5. Guðmundur Guðmundsson 1971. Alkalí efnabreytingar í steinsteypu.
Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins, Reykjavík. 93 bls.
Um höfundinn
Gísli Guðmundsson lauk BS-gráðu í jarðfræði við Há-
skóla Íslands árið 1983, stundaði framhaldsnám í jarð-
efnafræði í við Arizona State University í Bandaríkjunum
og lauk þaðan MS-gráðu árið 1989 og doktorsgráðu árið
1992. Hann var sérfræðingur við rannsóknir hjá Sawyer
Research Inc. í Ohio, USA frá 1986 til 1987 og í nýdoktors-
stöðu (post-doc-stöðu) í Háskólanum í Bristol 1990–1992.
Frá 1992 til 2004 var hann var sérfræðingur á Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins. Frá 2004 hefur hann starfað
hjá Mannviti hf., frá 2007 sem jarðhitasérfræðingur.
Póst- og netfang höfundar
Gísli Guðmundsson
Mannvit
Skeifunni 3
IS-108 Reykjavík
gislig@mannvit.is
meðaltali um 80 árlegar frostþíðu-
sveiflur í Reykjavík. Ef notaður er
sami sveiflufjöldi má gera ráð fyrir
að yfirborð Alþingishússins hafi farið
í gegnum um 9.200 frostþíðusveiflur.
Niðurstöður úr frostþíðuprófunum
á sýnum úr Alþingishúsinu sýna að
eftir um 2.600 frostþíðusveiflur hefur
veruleg frostþíðuniðurbrot átt sér
stað, en niðurbrotið er þó verulega
misjafnt milli sýna. Ef miðað er við
að meðaltali um 80 frostþíðusveiflur
á ári má búast við að staðbundnar
skemmdir komi fram í steini sem
þessum eftir um 30 ár.
Svo virðist sem flögnunin sé mest
við fúgur þar sem ætla má að vatns-
upptakan sé mest, en það kemur
heim og saman við að flögnunin
stafi af frostsprengingu.
Smásjárrannsóknir sýna að ein-
göngu er um mekanískt niðurbrot
að ræða, enda er ekki að sjá nein
merki um efnahvörf og var það
staðfest með röntgengreiningum.
Athyglisvert er hve smátt bergið
malast niður í þessu ferli.
Summary
The House of Parliament
loading stone – condition and
cause of surface damage
Significant local surface scaling occurs
in loading stone of the House of
Parliament (Alþingishús) in Reykjavik,
Iceland. The scaling is due to degrada-
tion caused by freeze/thaw activity.
Surface scaling in dolerite (varity of
basalt) is quite common in nature and
it is clear that the rock is weak to
freeze/thaw activity. Dolerite is inher-
ently relatively porous and, as such, it
is vulnerable to freeze/thaw degrada-
tion. Results of freeze/thaw tests show
that after about 2600 freeze/thaw cy-
cles, a significant freeze /thaw degra-
dation occurs, with degradation being
significantly variable between samples.
Based on an average of 80 freeze/thaw
cycles per year in Reykjavik, it is ex-
pected to have localized damage repre-
sented in the stone in about 30 years.