Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 157

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 157
157 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Horft til framtíðar Í stórum dráttum má líta svo á að þörfin fyrir verndun jarðminja hér á landi sé tvíþætt. Annars vegar þarf að vernda jarðminjar almennt á vís- indalegum grunni og hins vegar er nauðsynlegt að vernda almenna jarðfræðilega ásýnd landsins, sem í daglegu tali kallast landslag. Almenn verndun jarðminja Höfundar hafa áður kynnt tillögu að stefnu fyrir verndun jarðminja hér á landi.16 Þar er að nokkru leyti horft til Bretlands og miðað við að verndunin endurspegli allt róf og breytileika jarðminja í landinu og að varðveitt verði skipuleg heildar- mynd af jarðfræðilegum ferlum og fyrirbærum sem gefa samfellt yfirlit um jarðsögu landsins. Slík verndun þarf að ná til allra þátta berggrunnsins ásamt myndun og mótun yfirborðs hans í fortíð og nútíð. Á fræðilegum grunni þarf að velja til verndunar nauðsynleg svæði eða staði sem endurspegla heildarmynd af jarðsögu Íslands. Sérhvert svæði eða staður sem val- inn er til verndunar þarf að upp- fylla tilteknar kröfur um mikilvægi. Ganga þarf frá skipulegu yfirliti um jarðminjar á Íslandi sem verði grunnur að markvissri verndun, en það verkefni er einmitt tiltekið í áherslum umhverfisráðuneytisins 2010–2013.17 Til að draga fram skýra heildar- mynd af viðfangsefninu má skipta jarðminjum í eftirtalda þrjá grunn- flokka. Þessir flokkar geta skarast að einhverju leyti. Berggrunnur: Berggrunnur landsins er að stærstum hluta úr basalti. Eldri hlutinn einkennist af hraunlögum og yngri hlutinn (frá ísöld) af móbergi ásamt hraun- lögum. Hann skoðast sem sam- fellt ferli þar sem nýmyndun jarð- laga fer fram í gosbeltum. Henni lýkur þegar jarðlögin færast út úr gosbeltunum og veðrun og rof ná yfirhöndinni. Með tímanum rekur berggrunninn út fyrir áhrifasvæði möttulstróks, hann sekkur í sæ og verður hluti af landgrunni og síðar úthafsbotni. Þetta ferli nær einkum til eldfjallafræði, höggunar, berg- fræði, steindafræði, jarðlagafræði, steingervingafræði og setlagafræði. Landmótun ísaLdarjökLa: Á ísöld var ísaldarjökullinn nær einráður við mótun yfirborðs landsins. Áhrif jökulsins birtast ýmist sem rofmynd- anir í berggrunni eða sem setmynd- anir af ýmsum gerðum. Útbreiðsla jökulmyndana er að nokkru leyti landshlutabundin og útbreiðsla set- myndana ræðst mjög af hörfun jök- ulsins við ísaldarlok. Strandmynd- anir frá ísaldarlokum tilheyra einnig þessum flokki. Fræðilega tilheyra þessar jarðmyndanir og landmót- unarfyrirbæri einkum ísaldarjarð- fræði og landmótunarfræði jökla, en einnig setlaga- og steingervinga- fræði. Virk ferLi Landmótunar á nútíma: Þessi ferli eru að mestu bundin við jökla, vatnsföll og sjávarstrendur auk frostverkana og þyngdarafls. Við þetta bætist myndun jarðvegs. Þessi flokkur jarðminja nær til lands- ins alls en hin ýmsu fyrirbæri eru sum hver landshlutabundin. Fræði- lega tengjast þessi ferli flestum helstu þáttum landmótunarfræði og jarðvegsfræði. Jarðfræðileg ásýnd landsins Það er ekki síst hin einstaka jarð- fræðilega ásýnd Íslands, þ.e. íslenskt landslag, sem dregur ferðamenn til landsins. Hnignun jarðminja allt frá landnámsöld hefur leitt til þess að ásýndin hefur breyst töluvert. Breytingarnar eru mismiklar eftir landshlutum og ráðast annars vegar af útbreiðslu auðlinda á landi og hins vegar af dreifingu byggðar. Dreifing byggðar Ef frá eru taldar stórframkvæmdir og vegagerð er efnistaka á landi til almennra framkvæmda í einstökum landshlutum nokkuð í samræmi við íbúafjölda. Þannig er þörfin fyrir hvers kyns jarðefni mest í nágrenni við þéttbýliskjarna og því lang- mest á suðvesturhorni landsins. Þar veldur þéttbýlið umtalsverðu álagi á allar náttúruauðlindir í nágrenninu. Fyllingar- eða steinefni úr malar- hjöllum eru fyrir löngu upp urin og eru nú sótt í bólstraberg í nálægum gosmyndunum. Um tíma voru þau sótt í apalhraun þar sem hraunkargi var skafinn ofan af. Jarðminjum hefur einnig verið stórlega raskað við orkuvinnslu næst þéttbýlinu. Dreifing auðlindanna Jökulsorfinn lagskiptur hraunlaga- stafli er helsta einkenni eldri hluta landsins. Þar er hnignun jarðminja að mestu leyti bundin við efnistöku úr fornum strandmyndunum frá ísaldarlokum og skriðum í fjalls- hlíðum. Þá hefur sums staðar þurft miklar skeringar í fjallshlíðar vegna vegagerðar. Yngri hluti landsins, þ.e. gos- beltin og næsta nágrenni þeirra, einkennist einkum af stórum eld- stöðvakerfum með hraunflákum og móbergsfjöllum. Þar og í næsta nágrenni er að finna flestar af helstu gersemum íslenskra jarðminja. Stór eldfjöll, sem rísa yfir jafnlendið, eru í hópi mestu og hæstu fjalla lands- ins og á þeim sitja stærstu jökl- arnir. Gosbeltunum tilheyra allar minjar um jarðelda, öll helstu jarð- hitasvæði landsins og jafnframt öll mestu grunnvatnssvæði og stöðu- vötn. Öll helstu lindavötn landsins spretta fram í og við gosbeltin og mynda, ásamt afrennsli jöklanna, helstu vatnsföll landsins. Þannig eru flestir helstu virkjunarkostir í land- inu tengdir gosbeltunum, einnig grunnvatnsauðlindin að stærstum hluta og margir af fjölsóttustu ferða- mannastöðum landsins. Mestur hluti miðhálendisins er innan gos- beltanna. Hið „gerspillta Ísland“ Eins og fyrr var rakið hefur land- búnaður gjörbreytt ástandi jarðvegs í landinu, mest í og við gosbeltin þar sem hann er viðkvæmastur. Á sama hátt hefur mestallt rask vegna virkjunarframkvæmda orðið innan gosbeltanna eða í næsta nágrenni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.