Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 158

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 158
Náttúrufræðingurinn 158 þeirra, og á það bæði við um vatns- orku og varmaorku. Nær öllum aðgengilegum gjallgígum á landinu hefur verið raskað með efnistöku og hraunkargi víða skafinn ofan af apalhraunum við þéttbýli og þjóð- vegi. Bólstraberg er nú unnið í fyll- ingarefni á a.m.k. sex stöðum á SV-landi. Jarðfræðileg ásýnd lands- ins er þannig mikið röskuð í gos- beltunum, langmest á svæðinu frá Reykjanesi að Þingvöllum. Verndun ásýndar Á þeim liðlega 40 árum sem liðin eru frá ádrepu Halldórs Laxness hefur umgengni um jarðminjar versnað töluvert. Þó svo að fram- kvæmdir í landinu hafi örugglega að stærstum hluta leitt til framfara og bættra lífskjara, hefur mikið vantað á að vel hafi verið staðið að framkvæmdum. Hvað veldur og hvað er til ráða? Gagnvart jarðminjum hafa lög nr. 44/1999 um náttúruvernd reynst haldlítil og við framkvæmd laga nr. 106/2000 um mat á umhverfis- áhrifum hefur gersamlega mistekist að ná fram því markmiðsákvæði laganna að draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda. Hvorki Skipulags- stofnun né sveitarstjórnir í landinu hafa borið gæfu til að skilja þörfina fyrir verndun jarðminja og annarra náttúruminja í landinu og í sumum tilvikum hefur Umhverfisstofnun verið undir sömu sök seld. Hér þarf að koma til algert endur- mat á vinnubrögðum skipulagsyfir- valda við mat á umhverfisáhrifum, auk þess sem styrkja þarf löggjöf- ina þannig að ekki sé nokkur leið að víkjast undan vönduðum og faglegum vinnubrögðum. Jafnframt þarf að efla fræðslu og vitund fólks um gildi jarðminja og verndun þeirra til framtíðar. Niðurlag Nauðsynlegt er að sem allra fyrst verði hafist handa við gerð skipu- legs yfirlits um jarðminjar á Íslandi. Líta ber á yfirlitið sem langatíma- verkefni en sambærilegt verkefni í Bretlandi tók tæpan aldarfjórð- ung.15 Forgangsröðun er nauðsyn- leg vegna jarðminja sem eru nú þegar í hættu. Á grunni slíkrar vinnu þarf síðan að byggja faglega verndun jarðminja á Íslandi. Í gildandi lögum um náttúruvernd eru nánast engin haldbær ákvæði um verndun jarðminja. Núgildandi náttúruverndarlög hafa reynst hald- lítil og sömu sögu er að segja af lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Við þetta bætist að þekkingarskortur hrjáir málaflokk- inn á öllum stigum stjórnsýslunnar. Mikið verk er óunnið og nauð- synlegt að hefjast handa og hagnýta þá reynslu sem þegar hefur fengist t.d. í Bretlandi og á Tasmaníu. Summary Comely and fair was our country – On geoconsevation in Iceland The Icelandic geoheritage has suffered serious decline since the Norse settle- ment during the 9th century. Due to overgrazing, soil has been lost from about 40.000 km2 of land and further 8.000–10.000 km2 of wetlands have been dried or disturbed. Thus soil has been lost or disturbed in about 50% of the to- tal area of the country. Many vulnerable geological features have met a similar fate, like e.g. late- glacial raised beaches, glacial river chan- nels, hot springs and geysers, high- temperature geothermal areas, lava fields and scoria cones. Around the middle of the 20th cen- tury, powerful industrial equipment was introduced to the country, leading to great progress in transportation, ag- riculture, building industry etc. Since then, limited prudence has accompa- nied the exploitation of earth resources in Iceland. The need for geoconservation in Iceland is twofold. On the one hand, there is the need for scientific and sys- tematic conservation of site series, which should reflect the range and diversity of Icelandic geoheritage. On the other hand, there is the need for conservation of the unique geological appearance of the landscape. A clear overview of Iceland’s geology can be gained by looking separately at a) the bedrock, b) the geomorphological features formed during the Ice age, and c) the geological, geomorphological and soil processes active during the Holocene. Valuable earth resources in Iceland are mostly confined to the volcanic zones. This applies to mineral resources, geothermal resources, hydropower and ground water. Additionally, most of the natural wonders relate to the volcanic activity. From a geological point of view, the Icelandic Nature Conservation Act no. 44/1999 has proved almost useless, and the same applies to Environmental Impact Assessment Act no. 106. Neither the Icelandic National Planning Agency nor any other planning authorities have recognized the need for geoconserva- tion and in some cases this also applies to the Environment Agency of Iceland. A total reformation of the environ- mental assessment practice by planning authorities is inevitable. It is necessary to strengthen the legal framework in order to ensure elaborate and profes- sional practice. Lack of knowledge of the geoheritage is extensive at adminis- trative levels and education is desper- ately needed to raise public awareness of geoconservation.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.